Saga - 1995, Síða 284
282
RITFREGNIR
ar um tvö ár í frásögn Steinunnar. í raun skiptir það engu máli, nema ef
einhver ætlaði að tímasetja veru undirritaðs í Stokkhólmi út frá bók Stein-
unnar.
í bókinni er talsvert fjallað um fræga fólkið sem Halldóra hitti á lífsleið-
inni, enda ævisögur oft meiri frásögn af öðru fólki en þeim sem segir sög-
una. Þegar hún kemur til Svíþjóðar segir frá rithöfundunum Harry og Moa
Martinson, myndlistarkonunni Siri Derkert, C.H. Hermannsson kommún-
istaleiðtoga, flóttamanninum Willy Brandt, Halldóri Laxness og Jóni Helga-
syni prófessor. Jafnvel er fjallað um leikritaskáldið Bertolt Brecht þó svo
hann hafi lítið komið við sögu Halldóru, nema hvað hún geymdi um tíma
tösku með bókum sem hann átti. En með þessum hætti fær saga Halldóru
sögulega, jafnvel heimssögulega tilvísun. Ekki er látið hjá líða að segja frá
því að Bertolt Brecht hafi verið með tvær til þrjár konur í takinu á þeim
tíma sem Halldóra hafði spurnir af honum. Stundum fær lesandinn það á
tilfinninguna að höfundur og sögupersóna séu að skreyta sig með láns-
fjöðrum með því að greina frá fundum með frægu fólki. En Halldóra var
ófeimin og ef hana langaði til að ræða við fólk þá gerði hún það. Þeir mennta-
menn sem Halldóra umgekkst í Svíþjóð á fjórða og fimmta áratugnum voru
flestir vinstrisinnaðir, fylgdu Sovétríkjunum að málum og studdu sósíal-
ismann. Margir störfuðu í málfundafélaginu Clarte. Síðar skiptu nokkrir
þeirra um stjómmálaskoðun eins og Jónas Haralz og Benjamín Eiríksson,
en aðrir trúðu áfram á sósíalismann s.s. Sölvi Blöndal. Halldóra segir frá
uppgjöri Jans eiginmanns síns við sósíalismann þegar Sovét réðust inn í
Ungverjaland 1956. Mikið er sagt frá sænskum listamönnum og öðru „frægu
fólki" sem fáir þekkja á íslandi. Á bókarkápu eru íslenskir samferðamenn
tíundaðir en svo er mun minna um þá fjallað. Halldór H. Jónsson arkitekt
(oft nefndur „stjómarformaður Islands") var í námi með Halldóru. Fróð-
legra hefði verið að heyra sögur af honum, s.s. að hann hafi þegar á náms-
ámnum borið sig sem stórborgari og ætlað sér langt í íslensku atvinnulífi.
í bókinni er að hluta fjölskyldusaga Jans Ek. Þannig er sagt frá Anders,
Ann Mari og Birgittu Ek, mökum þeirra og bömum, en mun minna er tal-
að um hennar eigin systkini, að Guðrúnu undanskilinni, en hún er búsett í
Noregi.
Karlmenn leika stórt hlutverk í lífi Halldóm, eða þannig kýs Steinunn að
setja hlutina fram. Af frásögn Steinunnar að dæma hefur Halldóra átt auð-
velt með að töfra karlmenn. Hún greinir frá því að tveir kennarar hennar
hafi verið hrifnir af henni. Kennarinn úr menntaskóla orti til hennar róm-
antísk afmæliskvæði, en sænski kennarinn var áleitnari. Það er augljóst að
þegar Steinunn vitnar til eltingarleiks kennarans í skólaferðalagi til Ítalíu,
þá lætur sagnaritarinn heimildimar taka völdin, en Halldóra skrifaði dag-
bók í ferðalaginu sem Steinunn vitnar mikið til. Þetta atvik verður að næst-
um heilum kafla í ævisögu! Hugsanlega er ætlunin að byggja upp spennu