Saga - 1995, Page 285
RITFREGNIR
283
sem síðan tengist samskiptum Halldóru og eiginmanns hennar. Þá hætti
lífið að vera dans á rósum. Lesandinn fær það á tilfinninguna að hún hafi
átt betra skilið og samúðin verður hennar megin.
Undirtitill bókarinnar er „kveðja frá annarri strönd." í bókinni er lýst
togstreitu í lífi Halldóru. Annars vegar er íslendingurinn í henni og hins
vegar Svíinn. Halldóru þótti mjög vænt um uppruna sinn, fjölskyldu sína,
íslenska menningu og Island. Hún talaði alla tíð kjamgott íslensk mál, þó
stundum væri það eilítið sænskuskotið. Halldóra var mikill ættfræðingur
og áleit fólk sem fætt var á íslandi á 18. og 19. öld nákomna ættingja sína.
Hún eignaðist fimm böm sem öll em sænsk og bundu hana við Svíþjóð
þar sem hún festi rætur. Halldóru þótti það sárt að bömin skyldu ekki
læra að lesa og tala íslensku og kynnast íslandi betur (bls. 234, 290). Þessi
togstreita herjar sjálfsagt á margan Islending sem flust hefur utan, en vill
rækta samband sitt við föðurlandið. Sumir sem sestir em að erlendis gleyma
uppmna sínum eða gera h'tið úr honum, meðan aðrir hafa heimþrá. Heim-
þrá Halldóm tengdist fjölskyldu hennar og uppmnanum. Þegar Kirstín
amma hennar kvaddi hana áður en hún fór utan til náms sagðist hún
hrædd um að „Svíinn gleypti" hana. Það kom á daginn.
Eftir lestur bókarinnar, sérstaklega síðustu kaflana, finnst mér mjög mik-
ið vera fjallað um dauðann. Móðir Halldóm, Valgerður Lámsdóttir, var
lengi berklaveik og Iést fyrir aldur fram þegar Halldóra var 11 ára. Mikið
er talað um veikindin, ferðir móðurinnar á sjúkrahús og einangmn. I síð-
ustu köflunum nálgast Halldóra sjálf dauðann og ef til vill er vitund um
eigin veikindi ástæða fyrir umfangsmikilli umfjöllun um dauðann. T.d. er
í talsvert löngu máli lýst dauðastríði Brigittu Ek mágkonu Halldóm. Birg-
itta skrifaði bók um dauðastríð sitt sem gefin var út að henni látinni. Hall-
dóra lést 21. nóvember 1993, ári áður en bókin kom út, en hún náði að lesa
handritið yfir og samþykkja það og fela skrásetjara að ganga frá því til prent-
unar. „Ég tek dauðann ekki í sátt" sagði Halldóra Briem í fyrmefndri heim-
ildarmynd, „Dódó" sem sýnd var í Sjónvarpinu 1988. Hún var ósátt við að
dauðinn kallaði ungt fólk til sín og það viðhorf kemur glöggt fram í bók-
inni.
Þrjár arkir með glansandi pappír em í bókinni, samtals 48 blaðsíður með
122 ljósmyndum úr fjölskyldualbúmi Halldóm. Nauðsynlegt er að birta
myndir af helstu ættingjum og samferðamönnum sem nefndir em í ævi-
sögum sem þessari. Þama em einnig myndir sem sýna húsakost í sveit og
bæ á Islandi á fyrstu áratugum aldarinnar. Nokkrar myndir em af húsum
og hverfum sem hún teiknaði, m.a. hverfinu Smáranum í Vesterás, en fyr-
ir það fékk hún verðlaun á sínum tíma. Þó finnst mér vanta myndir af
arkitektateikningum Halldóm. Ágæt nafnaskrá fylgir, enda ómissandi í
öllum ævisögum. Þar hefur þó nafn Sölva Blöndal falhð niður. Á bls. 124
og í nafnaskrá er nafn Kirstínar Pálsdóttur Flygenring ranglega ritað
Kristín.