Saga - 1995, Page 286
284
RITFREGNIR
Steinunn Jóhannesdóttir hefur skrifað leikrit, smásögur, bama- og ung-
lingasögur og kvikmyndahandrit, auk þess að stunda leiklist. Þetta er fyrsta
ævisagan sem hún ritar og er ekki annað að sjá en að hún hafi staðist prófið.
Alltaf geta verið skiptar skoðanir um stíl og frásagnartækni. Steinunn skrif-
ar söguna í þriðju persónu. Þegar lýst er hlutum og hugmyndum Hall-
dóm er sagt: „Hún [Halldóra] var ...", „Henni hafði fundist...". Halldóra
er ekki látin tala í fyrstu persónu jafnvel þó lýst sé tilfinningum. Steinunn
er ein skrifuð sem höfundur (©) verksins. Sagnfræðingar ættu að gæta að
því að oft em höfundar að ævisögum tveir, þ.e. sagnaritarinn og viðmæl-
andinn.
Heimildir em fjölbreyttar. Aðalheimild em samtöl skrásetjara við Hall-
dóm Briem, varðveitt á um 30 segulbandsspólum. Auk þess notar höf-
undur prentaðar heimildir og skjöl. Steinunn raðar heimildum eftir titlum
í stað höfunda, en ekki í stafrófsröð og er helst að sjá að röð heimilda fari
eftir því hvar í bókinni þær em notaðar. Þetta kemur ekki að sök þegar
heimildir em fáar en samt er rangt að verki staðið. Steinunn skrifar jöfnum
höndum á íslensku og sænsku. T.d. er í leslista: „Saga Akraness eflir Ólaf
B. Bjömsson ..." og síðar „Slavamas bam av Birgitta Ek..." A blaðsíðu 26 er
löng bein tilvitnun sem lýsir heimilisbragnum á Hrafnagili. Því miður er
heimildarmanns ekki getið, hvenær bréfið er skrifað eða hvar það er varð-
veitt. Þá vantar dagsetningu í tilvitnaða dagbók (bls. 35).
Steinunn byggir einnig á skráðum minningabrotum Halldóm og bréfa-
safni, auk skjalasafns Kirstínar Guðjohnsen sem varðveitt er á Handrita-
deild Landsbókasafns og fleiri skjölum, svo sem ævisöguþáttum um Þor-
stein Briem, sem séra Sigurjón Guðjónsson hefur tekið saman. I skjalasafni
Akraness finnur Steinunn fundargerðir og blað bama- og unglingastúk-
unnar Sigurvonar, en Halldóra starfaði í henni. Halldóra hélt öllum bréf-
um, minnismiðum og öðmm skjölum vel til haga, og sakna ég þess að
þeirra sé ekki meira getið eða til þeirra vitnað með beinum hætti. Saga
Halldóm Briem hefði batnað við að fá inn fleiri heimildir s.s. viðtöl við sam-
ferðarmenn hennar. Það er eins og höfundar ævisagna sem raktar em eftir
minni þess sem fjallað er um, hafi oft ekki aðrar heimildir. Verkið er unnið
á þremur til fjómm ámm og fékk þannig að gerjast í meðferð höfundar og
Halldóm. Það er oft til bóta að höfundar geti gert hlé á verki og komið að
því aftur eftir nokkum tíma.
Eg hafði gaman af lestri þessarar bókar, ekki síst vegna þess að ég
þekkti Halldóm. Mörgu hefði mátt bæta við, og jafnvel fella annað út, en á
heildina litið gefur bókin góða mynd af lífi hæfileikaríkrar konu.
Magrnís Guðmundsson