Saga - 1995, Page 287
RITFREGNIR
285
Guðrún Finnbogadóttir: TIL HELJAR OG HEIM. ÞRJÚ
ÁR í RÚSSLANDI. Mál og menning. Reykjavík 1994.
224 bls. Myndir.
í bók sinni Til heljar og heim lýsir Guðrún Finnbogadóttir margbrotnum
veruleika átakatímabils síðustu ára í Rússlandi og öðrum lýðveldum Sovét-
ríkjanna fyrrverandi. Höfundur dvaldist af og til í landinu á árunum 1990-
93, eftir því sem segir á bókarkápu, en ekki er ljóst af frásögninni hversu
lengi eða oft hún heimsótti landið.
Ein meginforsenda þess að unnt sé að greina vandarnál nútímans felst í
skilningi á því hvar leita megi upphafs þeirra ef umfjöllun á að vera fræði-
leg. Höfundur gefur óljóst í skyn í upphafi bókar að hún hafi heimsótt
Rússland Sovétríkjanna áður. Reyndar segir í viðtali við Guðna Einarsson,
að bókin sé ekki fræðileg úttekt heldur „sagnfræði augnabliksins, leiftur úr
lífi fólks sem tapaði grundvelli tilverunnar í einni svipan."1
Sagnfræði augnabliksins, samkvæmt framangreindu, ætti því að vera
einhvers konar „hrein" lýsing ferðamannsins á umhverfi sínu. Höfundur
reynir hins vegar að varpa ljósi á persónur þær sem hún fjallar um út frá
umhverfi þeirra, hag- og hugmyndafræðilegu, í nútíð og fortíð. Tilgangur
höfundar með dvöl sinni í Moskvu er þó fyrst og fremst að taka viðtöl við
rússnesk skáld eða svo segir hún kunningja sínum í upphafi bókarinnar.
Höfundur umgengst og hittir ýmsar manneskjur, þó húsið hennar Veru
Alexandrovnu á Arbat og fólkið sem tengist því sé þungamiðja bókarinnar.
Hins vegar vantar þennan venjulega útivinnandi fjölskyldumann í hóp-
inn. Tengsl manneskju og umhverfis ætti að vera meginstyrkur bókarinn-
ar, en verður í stað þess helsti galli hennar. Bókin er skrifuð af miklum til-
finningahita sem ætti að vera jákvætt og skemmtilegt ef lesanda er jafn-
framt gert kleift að skilja þær forsendur sem höfundur dæmir eftir. Það er
margt að gerast í bók Guðrúnar og ýmislegt af því forvitnilegt og læsilegt.
Flestir þeir sem ég þekki til og hafa verið í Sovétríkjunum vita að það er
ekki auðvelt að koma tilfinningum sínum um land og þjóð á blað, því það
er eitthvað sem heillar og hrellir í senn hinn „reglufasta" vesturlandbúa.
Vesturlandabúinn, þessi vanalegi miðstéttarferðamaður eins og ég og fleiri,
hafa líklega upplifað þá tilfinningu að í Sovétríkjunum og Rússlandi gildi
önnur lögmál við lausn margra vandamála en hann eigi að venjast. Þessari
tilfinningu nær höfundur oft ágætlega að lýsa. Ég undrast dugnað hennar
við að verða sér úti um viðtöl við frammámenn í þjóðlífinu og margt í viðtöl-
1 Guðni Einarsson, „Sagnfræði augnabliksins", Morgunblaðið, sunnudagur 30. okt.
1994.