Saga - 1995, Blaðsíða 288
286
RITFREGNIR
unum er áhugavert. Höfundur hefði hins vegar að mínu viti átt að leyfa
hinum venjulega Rússa, einkum kunningjum sínum, að tala meira og túlka
minna sjálf. Höfundur hefur frásagnargáfu og tekst oft vel að draga upp
lifandi myndir einkum þegar hún er ekki í túlkunarhlutverkinu sem ein-
kennist of mikið af samblandi vorkunnar, pirrings og leiðinda. Umfjöllun-
in verður oft eins og hálfgert ergelsi yfir því hvað allt er ljótt og öfugsnúið,
umhverfið og fólkið. Viðtalið við skáldkonuna Anastasíu Tsvetajevu er hins
vegar gott dæmi um grípandi lýsingu, en þar einkennist umfjöllunin af
hlýju sem höfundur hefði oft mátt sýna meira af, einkum í lýsingu sinni á
persónum tengdum húsinu á Arbat. Ferð gömlu hjónanna frá Síberíu til
draumalandsins er dæmi um aðra ágæta lýsingu. Frásögnin flýtur ágæt-
lega þó lesandi hnjóti um lýsingar í hástigi og nokkrar klúðurslegar setn-
ingar: „Ef maður lokar augunum man maður ekki lengur hvemig hann lít-
ur út þótt maður sitji á móti honum." (Bls. 156.) Þegar rússneskri lyftu er
lýst er henni m.a. líkt við gasklefa. Þó margt ljótt megi segja um þær er
þetta mjög „dramatísk" lýsing.
Uppsetning á texta og myndum er nýstárleg. Til hliðar við megintexta
eru tilvitnanir úr blöðum frá þeim tíma sem höfundur er að fjalla um. Þær
eru oft ekki í neinu samræmi við umfjöllun höfundar enda hugmyndin
fremur sú að sýna andstæðumar milli veruleika einstaklinganna og þess
sem er blaðamatur. Skemmtileg hugmynd. Hvort hún nær tilætluðum
áhrifum er aftur umdeilanlegt. Myndir eru fjölmargar og allar úr safni höf-
undar. Þær hafa prentast mjög illa í svarthvítu, auk þess sem þær skiljast
ekki alltaf nógu vel þeim sem ekki þekkir til þess veruleika sem
myndimar eiga að sýna. Það hefði verið til mikilla bóta að hafa texta undir
þeim öllum. Ég hafði á tilfinningunni að ég væri að horfa í myndavélina
öfuga inn í heim sem er allur litlaus, grár og skítugur, svo sem ekki í
miklu ósamræmi við þá veröld sem Guðrún er að lýsa.
Nú er það svo að bókin er ekki bara leiftur úr lífi fólks heldur er jafn-
framt verið að vega og meta, dæma og fullyrða, setja manneskjuna í sam-
hengi við nútíð og fortíð - varpa ljósi á þjóðarsálina. Þetta er ekki auðvelt
verk, eiginlega illframkvæmanlegt, einkum í ljósi þeirra þversagna sem
em í hverri manneskju og ekki hvað síst í þeim flókna vemleika sem blas-
ir við í Rússlandi nútímans. Ef nota á einstaklinginn til að lýsa þessum
vemleika verður lesandi að fá að kynnast honum á eigin forsendum. Með
öðmm orðum, þegar höfundur dæmir þær, þarf lesandi að geta skilið for-
sendur dómsins. Þetta tekst yfirleitt ekki hér. Persónumar em alltof
margar miðað við umfjöllunina sem þær fá og kenningamar um rússnesk-
an raunveruleika, þjóðarsálina og hinn eyðleggjandi mátt alræðisins verða
oftar en ekki að klisjum sem stangast hver á við aðra. Einstaklingurinn er
allt of flókið fyrirbæri til þess að hægt sé í stuttri og oft yfirborðskenndri
umfjöllun að fella hann að kenningum um áhrifmátt ákveðinna hag- og