Saga - 1995, Page 289
RITFREGNIR
287
hugmyndakerfa eða alhæfingum um þjóðarsálina. Það er margt sannleiks-
komið í því sem höfundur tínir til, en þegar margt er sagt og það oftast
sett fram í hástigi eða sem staðreynd þá fara kenningamar að stangast á
innbyrðis. Og ekki vantar alhæfingamar um hinn rússneska veruleika í
nútíð og fortíð.
Persónur höfundar verða því líkari „stereotýpum" af því sem á að vera
að gerast í Rússlandi. Höfundur segir Sasha andlega lamaðan, hún viti
ekki hvort hann hafi nokkra skoðun, það fyrsta sem alræðið geri sé að strika
út persónuleikann og „Sasha er að leita að sjálfum sér en hefur ekkert
fundið enn." (Bls. 58.) Þetta er ansi djúpt í árinni tekið þó Sasha sé að fóta
sig í nýrri menningu og sannleika dagsins í dag. Og Vera verður kjáninn
rússneski með allt of stórt hjarta þegar höfundur talar við hana sjálf, en ef
lesið er á milli línanna þá er hún að mínu áliti enginn kjáni. Júrí verður allt
í einu homo soveticus, óþolandi leiðinlegur þrátt fyrir að lesandinn hafi ein-
göngu kynnst honum sem hjálparhellu höfundar. Höfundur ýtir undir
þessa tilfinningu um fyrirfram gefnar skoðanir á persónum sínum vegna
þess hve oft hún lýsir fólki í upphafi með því að bera það saman við ein-
hvem. Einn er dálítið eins og Púshkín, annar eins og Myshkín fursti, eða
persóna upp úr bók Gogols eða Tsjekhovs eða kvikmyndahetja o.s.frv. Það er
nauðsynlegt að lýsa furðulega og skemmtilega, en þessar lýsingar segja lít-
ið. Hvað er að vera dálítið eins og Púshkín?
Það er gaman að segja fyndnar sögur af skondnu fólki í ferðasögum. Ef
varpa á ljósi á meira en aðeins yfirborðið þarf hins vegar að ræða og koma
fram við einstaklinginn af meiri einlægni en höfundur sýnir mörgum per-
sónum sínum. Raunir kvennanna í húsinu á Arbat, ástamál þeirra, drykkju-
skapur, kúgun eiginmannanna og kerfisins verða í mesta lagi grátbrosleg-
ar. Vera Alexandrovna á líklega að heita vinkona höfundar, en lýsingam-
ar á henni þegar henni Iíður illa skortir hlýju, „og munnvikin sveigjast nið-
ur og kringlóttu augun sýnast enn útstæðari. Hún er eins og sorgmædd
ugla, alveg að kafna úr reiði þess sem hefur verið svikinn í tryggðum." (Bls.
41.)
Lýsingar höfundar á persónum em oft ekki bara hryssingslegar heldur
einnig hálf niðrandi. Þegar höfundur kemur til Moskvu og gengur út úr
flugstöðinni lýsir hún á mergjaðan hátt hópi vinnulúinna rússneskra bænda
sem lífið og arfur margra alda fæðu- og drykkjuvenja hefur farið ómjúkum
höndum um. Viðbrögð Guðrúnar em þó óskiljanleg, einkum í ljósi þess að
útlit þeirra ætti ekki að koma henni á óvart ef hún þekkir til aðstæðna: „Er
þetta furðuskepnusýning í sirkus? Það er fýla hér alls staðar, sambland af
lykt af mölkúlum og vondri sápu." (Bls. 13.) Þessi tilfinning fyrir því að
höfundur sé á furðuskepnusýningu helst út bókina og er undirstrikuð í allt
of mörgum neikvæðum Iýsingum. Undir lok bókarinnar sér höfundur
hóp kvenna sem hlusta á ofstækisfullan þjóðemissinna og hún segir: „Kon-