Saga - 1995, Page 290
288
RITFREGNIR
umar sem hér em af öllum stærðum og gerðum, skrípamyndir af þeim,
kartöflusekkir, babúskur, en líka ungar, laglegar, vel klæddar konur, em
töfraðar af honum." (Bls. 189.)
Höfundur birtist stundum lesanda sem þekkir til í Rússlandi sem fá-
fróður vesturlandabúi. Það getur verið að með því eigi að vekja upp spum-
ingar sem hún gæti ekki spurt ella, en að mínu áliti gerir það frásögnina
ósannfærandi. Þegar höfundur stendur eitt sinn fyrir utan gráu úthverfa-
blokkimar sem em svo ljótar að hún myndi hengja sig í næsta birkitré ef
hún þyrfti að búa í þeim, spyr hún sjálfa sig hvort fólkið sem í þeim búi sé
litlaust og kuldalegt eins og húsin? Þar að auki er „lógísk" þversögn í vanga-
veltum höfundar því hún er að fara að hitta íbúa blokkar, rithöfund sem
hefur skrifað magnaða bók.
En þversagnimar birtast ekki bara í skorti á forsendum fyrir neikvæð-
um lýsingum. Það er of breitt bil á milli einstaklinga bókarinnar og hins
eyðileggjandi áhrifamáttar hugmyndakerfanna. A einum stað segir höf-
undur t.d. um fyrrverandi sovétborgara:
Hvað gerist þegar þessu fólki er sleppt lausu, allslausu og móral-
lausu, og sagt við það: bjargaðu þér sjálfur góði, og því hefur aldrei
verið sagt að það sé rangt að stela og eignarrétturinn er ekki til og
hvernig getur mannslíf verið heilagt í landi þar sem milljónir
manna vom skotnar í hnakkann. ... Aðeins þeir bjargast sem voru
svo heppnir að eiga foreldra sem sögðu við þá: ívan minn, það er
ekki rétt að ljúga, stela og drepa, hinir halda að nú sé allt leyfi-
legt.... (Bls. 71.)
Auðvitað er einhver sannleikur í þessu, en þetta er mikil einföldun á vem-
leikanum, Hverjir em morðingjamir? Þeir sem ekki áttu foreldra og þeir
sem áttu vonda foreldra? Þetta virðist nú ekki bara vera sovéskt vanda-
mál. Kerfið sagði ekki fólki að það væri rétt að stela o.s. frv. Það þurfa öll
kerfi á einhverjum skikk á mannlegri hegðun að halda. Kerfið bjó hins
vegar til sína útgáfu af „sannleikanum", þar sem m.a. var réttlætt að fóma
mætti einstaklingnum fyrir heildina. Þetta „móralleysi" verður auk þess
ekki heimfært upp á persónur bókarinnar. Þeir em yfirleitt ekkert sið-
blindari manneskjur en almennt gengur og gerist í veröldinni. En það er
eins og höfundur hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað framsetning henn-
ar er oft þversagnakennd. Höfundur segir sjálfur t. d. þegar hann er í Ús-
bekistan og sér hóp þjónuststúlkna á hóteli sem er að horfa á tilfinninga-
hlaðna sápuópem frá Mexíkó: „Þættir frá þriðja heiminum standa hjarta
þeirra nær en Santa Barbara og Twin Peaks, þar sem mórallinn er svo vafa-
samur og fólkið allt of grimmt og hörkulegt."(Bls. 110.)
Auðvitað skapast mikið siðferðilegt tómarúm þegar sannleikur verður allt
í einu lygi eins og höfundur víkur sjálfur að. Kerfið var hræðilegt, en það
þýðir ekki að alhæfa, eins og hér er gert, um eðli þess og mátt. Það mætti