Saga - 1995, Síða 293
RITFREGNIR
291
Torsten Edgren og Lena Tömblom: FINLANDS HISTORIA
1. Schildts 1993. 437 bls.
Rainer Fagerlund, Kurt Jem og Nils Erik Villstrand: FIN-
LANDS HISTORIA 2. Schildts 1993. 442 bls.
í inngangi fyrsta bindis þessa verks segir, að nú séu liðlega fjórir áratugir
liðnir síðan síðast kom út rit um sögu Finnlands á sænsku. Þörfin á slíku
riti var því orðin harla brýn, en þótt Finnar séu duglegir við ritun og út-
gáfu sagnfræðirita á finnsku, nýtast þau tiltölulega fáum öðmm en þeim
sjálfum.
Ætlun útgefenda er að þessi nýja Finnlandssaga verði þrjú bindi og mun
hið þriðja og síðasta koma út á hausti komanda. Fyrsta bindið nær yfir sög-
una frá elstu tíð og fram til loka Kalmarsambandsins, þ.e. þau skeið í sögu
landsins, sem Finnar nefna forsöguleg og miðaldir. Rúmur helmingur
fyrsta bindis (270 bls.) tekur til forsögunnar og er hann að mestu ritaður af
Torsten Edgren. Hann gerir fyrst grein fyrir forsögunni almennt og síðan
fyrir fomleifafræði og þeim aðferðum, sem fomleifafræðingar beita. Því
næst greinir frá þrem meginskeiðum, steinöld, bronsöld og jámöld, og er
þeim köflum skipt í undirkafla eftir einstökum menningarskeiðum. Allur
byggir þessi hluti bókarinnar öðm fremur á fornleifarannsóknum og er,
eðli málsins samkvæmt, fyrst og fremst menningarsaga.
Síðari hluti bókarinnar, miðaldasagan, er ritaður af Lenu Törnblom. Hún
byrjar á því að gera grein fyrir sögu miðaldarannsókna í Finnlandi, en
fjallar síðan um sögu landsins á tímabilinu 1155-1521. Frásögnin hefst á
því er Finnar tóku kristni, sænsk yfirráð treystust í vestari hluta landsins
og náin tengsl tókust milli Finnlands og sænskra lendna í austurvegi. Þá
er ýtarleg lýsing á finnsku samfélagi miðalda, pólitískri þróun, atvinnulífi
og verslun.
Annað bindi nær yfir valdaskeið Svía í Finnlandi. Það hefst við árið 1523
og lýkur 1809. Fyrsti hluti bókarinnar, sem saminn er af Rainer Fagerlund,
nær yfir það skeið, sem almennt gengur undir nafninu „fyrra Vasatímabil-
ið", þ.e. árin 1523-1617. Annar hluti er saminn af Nils Erik Villstrand og
nær yfir stórveldisskeið Svía, þ.e. árin 1617-1721. Þriðji og síðasti hluti bók-
arinnar, sem Kurt Jern hefur samið, nær síðan yfir tímabilið 1721-1809, en
það nefna Svíar og sænskumælandi Finnar gjaman „frelsisöldina" og „gúst-
afska tímabilið".
I þessu bindi er fjallað um flesta þá þætti finnskrar sögu, sem máli
skipta. Mikil áhersla er lögð á utanríkismál og sögu stjómkerfisins, en
einnig á félags- og hagsögu, auk þess sem höfundar leggja sig í líma við að
greina stöðu Finnlands í sænska ríkinu á þessum tíma.