Saga - 1995, Page 294
292
RITFREGNIR
Ekki er sá, sem þessar línur ritar, svo fróður um sögu Finnlands að hann
treysti sér til að dæma hvort eitthvað er ofsagt, vansagt eða rangt með farið
á þessum bókum. Þær eru hins vegar fróðlegar aflestrar, fallega unnar og
prýddar mörgum myndum. Af þeim sökum ættu þær að reynast gagnleg-
ar þeim íslensku sagnfræðingum, sem fræðast vilja um sögu Finnlands og
Finna.
Jón Þ. Þór
Vagn Wáhlin, Henning Mosegaard Kristensen, Mette
Schmidt Lund, Bjarne Tersbol: MELLEM FÆR0SK OG
DANSK POLITIK. DEN PARLAMENTARISKE KOM-
MISSION, FÚLABÓK'EN OG ADRESSESAGEN I PER-
SPEKTIV 1917-1920. Tórshavn og Árhus 1994. 256 bls.
Fyrri heimsstyrjöldin hafði mikil og margvísleg áhrif á norðurslóðum og
raskaði því fyrirkomulagi, sem verið hafði á verslun og viðskiptum á þess-
um slóðum um langan aldur. Flestir íslenskir sagnfræðingar munu kann-
ast við áhrif styrjaldarinnar hér á landi, en færri vita, að þau urðu einnig
mikil í Færeyjum, auk þess sem miklir atburðir urðu í stjómmálalífinu, að
nokkm leyti fyrir áhrif frá íslandi.
Þjóðverjar lýstu yfir ótakmörkuðum kafbátahemaði á tilteknum hafsvæð-
um 1. febrúar 1917 og lentu Færeyjar inni á einu þessara svæða. Það varð
til þess að allar samgöngur til eyjanna lömuðust og erfitt reyndist um að-
drætti og útflutning. Þetta varð til þess að Færeyingar sjálfir, með Jóhannes
Patursson í fararbroddi, freistuðu þess að ná sérstökum samningum við
bresk stjórnvöld og sömdu ávarp, sem sent var til Lundúna. Allt var þetta
gert í óþökk Dana og hlutust af miklar pólitískar deilur.
Þessi mál em efni þessarar bókar, sem samin er af kennara og stúdent-
um við Norður-Atlantshafsstofnunina í Árósum. Þetta er fróðlegt rit um
efni, sem lítt hefur verið fjallað um hér á landi, en sýnir, að þegar til stórá-
taka kemur eiga íslendingar og Færeyingar oftast samleið.