Saga - 1995, Page 297
Frá Sögufélagi
Aðalfundur Sögufélags árið 1994 var haldinn þriðjudaginn 15. nóvem-
ber í Skólabæ. Forseti Sögufélags setti fundinn og minntist síðan þeirra
félagsmanna, er stjóminni var kunnugt um að látist hefðu frá síðasta að-
alfundi, 2. október 1993. Þeir vom: Bjami Tómasson bankamaður,Guð-
jón Guðmundsson, Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri, Kjart-
an Magnússon kaupmaður, Kristín Briem, Kristín Ingólfsdóttir, Kristj-
án Þorvarðarson læknir, Loftur Baldvinsson, Ólafur Briem mennta-
skólakennari, Ólafur Ólafsson vélstjóri og Valgeir Sigurðsson fræði-
maður.
Fundarstjóri var kosinn Ragnheiður Mósesdóttir og fundarritari Ragn-
heiður Kristjánsdóttir. Því næst var gengið til lögbundinnar dagskrár.
Forseti flutti skýrslu stjómar og greindi frá helstu málum á starfs-
árinu 1993-94. Stjómin kom saman til fyrsta fundar síns 19. október
1993 og skipti þar með sér verkum eins og mælt er fyrir um í 3. gr. í
lögum félagsins. Heimir Þorleifsson var þá kosinn forseti, Loftur Gutt-
ormsson gjaldkeri og Margrét Guðmundsdóttir ritari. Aðrir í aðalstjóm
á starfsárinu vom Bjöm Bjamason og Gísli Agúst Gunnlaugsson, en í
varastjóm vom Sigurður Ragnarsson og Svavar Sigmundsson. Form-
legir stjómarfundir vom 11 auk allmargra funda, sem einstakir stjóm-
armenn sátu með aðilum utan stjómar vegna sérstakra verkefna.
Forseti greindi því næst frá útgáfustarfsemi félagsins á liðnu starfs-
ári. Ný saga kom út í sjötta sinn í febrúar 1994 í ritstjóm Bjama Guð-
marssonar og Saga í 32. sinn í september í ritstjóm Gísla Ágústs Gunn-
laugssonar og Sigurðar Ragnarssonar með aðstoð Gunnars F. Guð-
mundssonar. í Sögu vom að þessu sinni hátíðarkveðjur í tilefni af af-
mæli lýðveldisins auk ítarlegri formála en venjulega og hann prýddur
myndum frá árinu 1944. Forseti taldi, að þetta hefti Sögu hefði vakið
mikla athygli fjölmiðla, einkum greinar um Svarta dauða og skímarsá
eftir Thorvaldsen í þýskri kirkju í Róm. Þá var haldinn sérstakur fund-
ur um heftið í Sagnfræðingafélaginu og spunnust þar raunar miklar
almennar umræður um útgáfu sagnfræðitímarita.
Forseti benti á, að í formála Sögu 1994 hefði Gísli Ágúst Gunnlaugs-
son ritstjóri farið nokkmm orðum um það, sem kalla mætti tilvistar-
vanda tímaritsins, en þar segir: „Útgáfa tímaritsins sem á að vera sam-