Saga - 1995, Page 298
296
FRÁ SÖGUFÉLAGI
eiginlegur vettvangur sérfræðinga og áhugamanna um íslenska sagn-
fræði, á undir högg að sækja í fjölmiðlabyltingu samtímans. Framboð á
íslenskum tímaritamarkaði hefur aukist til mikilla muna á undanföm-
um ámm og hefur Saga ekki farið varhluta af vaxandi samkeppni
Og síðan sagði Gísli Ágúst: „Þrátt fyrir að áskrifendum Sögu hafi fækk-
að nokkuð á síðastliðnum tíu ámm em þeir í dag nánast jafn margir og
sambærilegs tímarits í Svíþjóð, Historisk tidskrift. Þar í landi vekur þetta
athygli og er haft til marks um lifandi áhuga Islendinga á sögu sinni.
Miklu skiptir, að áskrifendur ritsins geri sitt til að útbreiða það með því
að kynna það fyrir öðm áhugafólki um íslenska sögu og menningu sem
ekki kaupir ritið eða þekkir til þess. Tímarit Sögufélags em kjölfestan í
starfsemi félagsins og með því að efla ritin stuðla áskrifendur að fram-
gangi fræðilegrar umræðu og útgáfu íslenskra sagnfræðiverka".
Næst var í ræðu forseta vikið að annarri útgáfustarfsemi félagsins og
undirbúningi að útgáfu. Taldist hún vera með kreppueinkennum eins
og fleira í þjóðfélaginu. Eina ritið sem út kom var Brevis Commentarius
Amgríms lærða í þýðingu Ama Þorvaldssonar, en um útgáfuna sáu Þor-
leifur Jónsson og Svavar Sigmundsson. Þetta er bráðabirgðaútgáfa, en
gert er ráð fyrir, að ritið komi út árið 1996 í ritröðinni Þýdd rit síðari
alda um ísland og íslendinga.
Greint var frá því, að á árinu 1993 hófst að nýju vinna við Sýslu- og
sóknarlýsingar úr Skaftafellssýslum, en þær vom skrifaðar upp eftir hand-
ritum fyrir mörgum ámm á vegum Skaftfellingafélagsins í Reykjavík.
Hafist var handa við að koma texta inn á tölvu og var það gert í sam-
vinnu við Jón Aðalstein Jónsson, fyrmm orðabókarritstjóra, sem hefur
lengi haft þetta handrit í sinni vörslu. Ragnheiður Mósesdóttir sagn-
fræðingur vinnur að þessu verki og lýkur tölvuinnslætti á þessu vori.
Undir lokin fór forseti nokkmm orðum um viðskipti Sögufélags við
Sagnfræðistofnun annars vegar og Þjóðvinafélagið hins vegar og taldi
þau Sögufélagi til eflingar. Hann lauk máli sínu með þökkum til sam-
starfsmanna.
Loftur Guttormsson, gjaldkeri Sögufélags, lagði fram reikninga fé-
lagsins fyrir árið 1993 og vom þeir samþykktir án athugasemda. Þá
var gengið til stjómarkjörs og skyldu þau Bjöm Bjamason, Loftur Gutt-
ormsson og Margrét Guðmundsdóttir ganga úr stjóm, en þau vom öll
endurkjörin til aðalfundar 1996. Þá vom varamennimir Sigurður Ragn-
arsson og Svavar Sigmundsson endurkjömir til aðalfundar 1995. End-
urskoðendur vom kjömir Halldór Ólafsson og Ólafur Ragnarsson, en
til vara Helgi Skúli Kjartansson.
Að loknum aðalfundarstörfum flutti Guðjón Friðriksson erindi, sem
hann nefndi: „Erlendar fréttir í íslenskum blöðum fram að fyrri heims-
styrjöld", en hann vinnur að bók um íslensk blöð og blaðamenn. Erind-