Saga - 1999, Blaðsíða 43
ÍSLANDS ÁSTMEGIR OG ÞRÆLAR
41
a vendi tungunnar ef út af bar.105 Og Þorsteinn Þ. heldur uppi sér-
sfökum vörnum fyrir nafnabreytingar vesturfaranna. Fordæmið
segir hann komið frá Óðni alföður og oft hafi nýjum nöfnum ver-
ið þröngvað upp á íslendinga af gustmiklum vinnuveitendum,
Sem hvorki gátu skrifað íslensk nöfn né borið þau fram.106
Markmið Vestur-íslendinga voru afar háleit en ekki öll að sama
skapi raunhæf. En það verður ekki af þeim tekið að þeir höfðu
mikinn vilja - og stundum burði - til að stuðla að verklegum
ramförum á íslandi. Þeir lögðu fram myndarlegan hlut til stofn-
unar Eimskipafélagsins 1914.107 Af þeim lærðu Mývetningar þá
ierð, sem enn er beitt hér á landi við að leggja net í ísilögð
votn.u,8 Ishúsagerðin, sem var mikil framför fyrir sjávarútveg á ís-
andi, er annað þekkt dæmi.109 Vesturfararnir skrifuðu ættingjum
°g vinum vandaðar lýsingar á þeim tæknilegu og verklegu nýj-
Ungum, sem þeir töldu geta orðið til framfara á Fróni. Þar voru
nefnd til sögunnar alls kyns tæki sem beita mátti hestum fyrir:
Fmgar, herfi, sláttuvélar, rakstrarvélar, mokstursskóflur, vagnar
°g s^eðar. Aktygi voru betur hönnuð í Ameríku, ekki aðeins fyrir
esta heldur einnig hunda, sem sumir álitu að íslendingar gætu
giega spennt fyrir sleða eins og aðrar þjóðir norðurslóða.110
Stur-Islendingar sendu líka heim teikningar og leiðbeiningar
Urn smíði ódýrra og hentugra báta til snúninga á vötnum.111 Loks
er að nefna framlag Stefáns B. Jónssonar, sem beitti sér fyrir inn-
Sjá hið magnaða kvæði Guttorms, Winnipeg Icelander. Guttormur J. Gutt-
ormsson, Kvæðasafn, bls. 113-14. - Heimskringla 1. desember 1887 (Einar
Sæmundsson). Einar hneykslaðist mjög á málfari Vestur-íslendinga og
birti þar vísu sem Káinn orti um teningakast og hefst á þessum orðum:
"Hér hef ég ása fengið fæv ...".
borsteinn Þ. Þorsteinsson, Vestmenn, bls. 165-66. - Stephan G. Stephansson
var einn af þeim sem alla tíð sáu eftir því að hafa tekið sér annað nafn. Sjá
^/,Si ^l. ágúst 1927 (Baldur Sveinsson).
108 ^,U®rnun<^ur Magnússon, Eimskip, bls. 23-28.
jg ^°n Hjálmarsson, „Silungsveiði í Mývatni", bls. 18.
110 ^au^ur Sigurðsson, „Upphaf íshúsa á íslandi", bls. 100-108.
Ebs. 4941, 4to. Ásgeir Tr. Friðgeirsson til Steingríms Jónssonar 21. nóvem-
ber 1906. - Lbs. 3182a, 4to. Ásvaldur Sigurðsson til Ásgeirs Tr. Friðgeirs-
11;1 sonar 1. janúar 1881.
Lbs. 4415, 4to. Benedikt Arason til Benedikts Jónssonar 12. janúar 1879.