Saga - 1999, Blaðsíða 273
RITFREGNIR
271
baráttu sem háð hefur verið á íslandi í 120 ár? Hver eru tengslin á milli
hugmynda baráttukvenna um konur og svo þeirra aðgerða og baráttu-
aðferða sem gripið var til á hverjum tíma? Og í framhaldi af því, hvaða
þráður eða þræðir tengja kynslóðirnar þrjár saman og hvar greinir þær á?
Hver kafli hefst með tiltölulega hreinni og klárri atburðasögu, þar sem
framvinda mála er rakin nokkurn veginn í réttri tímaröð. Það sem gerir
uttekt Sigríðar reyndar nokkuð frábrugðna hefðbundinni atburðasögu
er/ að utan fyrsta tímabilsins, eru einstaklingar ekki nafngreindir. Hug-
myndir í orði og á borði eru því í aðalhlutverki, ekki persónuleg saga
þeirra kvenna sem í eldlínunni stóðu. Þegar atburðasögunni sleppir tek-
ur við útlistun á almennu þjóðfélagsástandi og samfélagslegri stöðu
kvenna. Þar eru dregnir fram þeir þjóðfélagsþættir sem mynda umgjörð
iim og verða kveikjan að þeirri kvennabaráttu og áherslum innan hennar
sem sagt er frá á hverjum tíma. Þá er og dregin upp nákvæm þver-
sniðsmynd af hverri hreyfingu, þar sem höfundur skoðar félagslegan og
menningarlegan bakgrunn þátttakenda út frá breytum eins og aldri,
menntun, starfi, hjúskaparstöðu og barneign. Loks er ítarleg umfjöllun
um hugmyndafræði hverrar hreyfingar, og oft á tíðum þau hugmynda-
fræðilegu átök, sem óhjákvæmilega komu upp. Höfundur gætir þess þó
1 hvívetna að meta hugmyndafræði hverrar stefnu út frá hennar eigin
forsendum, og forðast að beita utanaðkomandi mælistikum, svo sem
uierkimiðum erlendra femínista eða hægri/vinstri skilgreiningum ríkj-
andi stjómmálakerfa. Hún segir: „I place feminism itself centre stage in my
examination and analysis and examine the ideas and activities dealt with,
not in terms of other political ideas and activities, but in terms of the ideas
and activities themselves and their social and cultural context" (bls. 236).
I lok hvers hluta er síðan kenningarleg greining á því tímabili sem fjall-
að er um og þar fer höfundur yfir rannsóknir sínar og niðurstöður og fellir
þær að þeim kenningarömmum sem kynntir voru í inngangi. Þetta er án
efa vandasamasti hluti verksins því það er allaf kúnst að leiða saman
kenningar og einhvern tiltekin veruleika. Sigríði ferst þetta vandaverk þó
Vel úr hendi. Mest sannfærandi er notkun hennar á kenningu Edwins
Ardeners um ríkjandi og deyfð hugmyndakerfi, og misgengi milli grunn-
°8 yfirborðsgerðar samfélagsins. Sigríður Dúna sýnir fram á að kvenna-
hreyfingamar spruttu í öllum tilfellum upp þegar misgengi milli annars
Vegar menningarbundinna grunnhugmynda samfélagsins um konuna og
ms vegar yfirborðsgerðarinnar, þ.e. þess félagslega veruleika sem kon-
ornar sjálfar stóðu frammi fyrir, var orðin ósættanlegt. Hún sýnir þannig
ram á að hin íhaldsama menningarbundna mýta um konuna sem móður
húsmóður, sem á rætur sínar í sveitasamfélaginu, hefur staðið merki-
ega óhögguð á öllu tímabilinu meðan þjóðfélagsskipan og samfélagsleg
staða kvenna hefur tekið stakkaskiptum. í því samhengi nægir að nefna
atvinnuþátttöku kvenna sem margfaldaðist á tímabilinu. Við greiningu