Saga - 1999, Blaðsíða 238
236
RITFREGNIR
ímynd sem lesa má úr miðaldaheimildum. Höfundur varar þó við að
bókin um stöðu kvenna sé ekki nauðsynlega nær „raunveruleikanum"
en sú um ímyndina.
Women in Old Norse Society skiptist í sex kafla, auk viðauka um heim-
ildir. Fyrst er hið germansk-norræna svið kynnt. Þar eru þær Guðný
Böðvarsdóttir og Jóreiður Hermundardóttir fulltrúar 13. aldar, en
Guðrún Gjúkadóttir er fulltrúi kvenna frá 5. og 6. öld eða upphafi mið-
alda. Markmiðið með þessari sviðsetningu er að leiða lesendur inn í
margra alda heim sem ekki virðist breytast svo ýkja mikið. Minningin
um hið heiðna lifði góðu lífi löngu eftir kristnitöku. Þessi fyrsti kafli
myndar bakgrunn fyrir næstu tvo kafla, sem eru um hjónabandið og
ástalífið. Þá koma kaflar um frítíma, vinnuskiptingu kynjanna og að
lokum er efnahagslegt mikilvægi heimilisiðnaðarins fyrir samfélagið
rætt ítarlega.
Old Norse Image of Women skiptist í tvo meginhluta auk inngangs. Sá
fyrri fjallar um hina guðdómlegu kvenímynd og sá seinni um þá verald-
legu. Hvor hluti skiptist svo í undirkafla. Auk íslendingasagna, sam-
tímasagna, riddarasagna og laga, er allur forni kveðskapurinn rannsak-
aður: Eddukvæði, Snorra-Edda og fornaldarsögur. Þótt sumar hinna
veraldlegu kvenímynda geti hafa átt sér sögulegar rætur, einkum á
þjóðflutningatímunum eftir fall Rómaveldis, þá urðu þær fljótt álíka
goðsögulegar og þær kvenímyndir sem upphaflega áttu trúarlegri ræt-
ur. Sögur um dísir og valkyrjur voru vinsælar meðal Germana á þjóð-
flutningatímabilinu, en á Islandi voru slíkar sögur skrásettar seinna.
Greining höfundar byggir m.a. á tilraun til að útskýra sögulegar for-
sendur slíkrar skrásetningar.
Bækur þessar eru afrakstur margra ára rannsókna í íslenskum og nor-
rænum fræðum, rannsókna sem Jenny Jochens hefur af mikilli eljusemi
kynnt víða, bæði í fyrirlestrum og í erlendum tímaritum. Það má kallast
afrek að ná að setja saman svo margþætt skrif í heilar tvær bækur. Bæk-
ur sem í alla staði bera vitni um bæði fágaðan smekk hvað varðar útlit
og framsetningu, og þá aðferð sem notuð er til að tína saman og túlka
heimildir um norrænar konur. Saga kvenna á miðöldum hefur verið
rannsökuð og skráð um nokkurt skeið, en segja má að það sé fyrst a
þessum áratug sem afraksturinn fer að birtast í heilum bókum í stað
greinasafna. Þessari þróun ber að fagna í von um að samþættingin
stuðli að aukinni umræðu um þekkingarfræðilegan bakgrunn, ólíka
túlkunarmöguleika og ekki síst samanburðarrannsóknir.
Bækur Jenny Jochens, eins og margra annarra fræðimanna sem hafa
haslað sér völl innan kvenna- og kynjasögu, eru ekki hefðbundin sagn-
fræðirit. Hér er um að ræða róttæka tilraun til að segja sögu út frá öðru
gildismati og annarri áherslu en þær heimildir sem rannsóknin byggir
að mestu á, frásagnarheimildir miðalda, gera. Hér er leitað að sögu sem