Saga - 1999, Blaðsíða 195
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR 193
Ljótur óþveginn nam land á Keldunesi á Norðausturlandi (ÍF 1,
bls. 282).41 Enda þótt ekki sé sagt hvaðan hann kom bendir skort-
ur á föðurnafni og neikvætt viðurnefni til þess að hann hafi verið
Kelti, eins og brátt verður sýnt fram á. Hrolleifur og Ljót móðir
hans komu að landi á Vesturlandi og leituðu hjálpar ættingja síns,
Sæmundar suðureyska, bróður Arnalds föður Hrolleifs. Með þeim
Lom maður að nafni Ljótur, systrungur Hrolleifs í móðurætt (ÍF 1,
bls. 220). Það var því keltnesk kona er hét Ljót sem kom til íslands
ureð Hrolleifi syni sínum og Ljóti systursyni sínum.42 Önnur kona
er Ljót hét kom með tveimur bræðrum sínum og gerðist land-
námskona. Þau „váru kynjuð af Vestrlgndum" (ÍF 1, bls. 354-55).
Líerking viðurnefnis Ljóts löngubaks er óljós, en gæti bent til þess
að hann hafi þótt líkur löngu í framan (ÍF 1, bls. 378).43
Nafnið Ljótur virðist svo greinilega tengt dökku og ógeðfelldu
útliti að það virðist óþarfi hjá Njáluhöfundi að kalla einn af ætt-
'ngjum Hallgerðar Ljót enn svarta (ÍF 12.12, bls. 36).44 Ætla má að
Ijótleiki Ljóts hafi venjulega stafað af dökku yfirbragði vegna þess
að tveir sem heita þessu nafni fá viðurnefni gagnstæðrar merking-
ar/ Ljótur enn bleiki (í Egils sögu og Svarfdæla sögu). í Svarfdæla
sögu er tekið fram að þessi Ljótur hafi verið „vænn at áliti" (ÍF
^•64, bls. 201, 9.4, bls. 13) og bendir það til þess að ljótleikinn sem
er falinn í nafninu gat stafað af öðru en litarhætti.
Landnámabók nefnir ekki aðeins yfir 400 landnámsmenn held-
Ur líka fjölmarga afkomendur þeirra. í hvorumtveggja hópnum
borna fyrir nöfnin Ljótur, Ljót, Svartur, og viðurnefnið svarti. Nú
Pegar hefur verið sýnt fram á að margir í seinni hópnum voru af-
oiTiendur keltneskra landnámsmanna. Nöfnin benda ekki ein-
Uugis til þess að keltnesk auðkenni í útliti hafi erfst, heldur líka að
Pau voru enn áberandi. En til þess að komast að því úr hvaða hópi
41 Sonur Ljóts óþvegins hét Grís og sonarsonur Galti, sem bendir til þess að
þeir hafi verið all kaldhæðnir - eða kannski sá sem síðar ritaði eða safnaði
þessu efni.
42 Ef marka má Vatnsdæla sögu, ÍF 8.19, bls. 54, þá var Ljótur aðeins
"fylgðarmaður" Hrolleifs. En þótt hann væri ekki ættingi Hrolleifs bendir
nafnið til keltnesks uppruna.
^ bessa útskýringu fékk ég hjá Gunnari Karlssyni.
Þessi maður er ókunnur úr öðrum heimildum og gæti því verið tilbúning-
ur höfundar.
13-Saga