Saga - 1999, Blaðsíða 244
242
RITFREGNIR
13. eins og Össur segir. ísland er á elstu kortum fremur mjótt miðað við
lengd, og ræðir Össur um það, en ég hef skilið það svo, að ástæðan fyrir
löguninni hafi verið, að menn gerðu sér ekki ljósa breidd landsins þar sem
um miðhálendið var þá sjaldan farið. Um mörg örnefni má geta þess, að
sum nöfn, sérstaklega á stórum landsvæðum, verða til á þessari öld, eins
og t. d. Tröllaskagi. Nafnið Hornstrandaflói um Húnaflóa kemur höfundi
ókunnuglega fyrir sjónir, en stytta mynd, Strandaflói, notuðu Dalamenn á
öldinni sem leið. Seinasta greinin í öðrum hluta er eftir Jón Ólaf ísberg og
er um læknisfræði Þórðar biskups. Þegar ég las hana varð mér hugsað til
þess, að höfundar verða að reyna að hafa rétt hlutföll í skrifum sínum,
því að þarna fannst mér erlendri læknisfræði fyrri tíma gerð of mikil skil
á kostnað þeirrar læknisfræði, sem kemur fram í ritum Þórðar biskups.
Ekki er rétt að elsta íslenska handrit um lækningar sé AM. 194, 8vo, sem
er frá 1387, heldur er um það bil öld eldra handritabrotið AM. 655 xxx,
4to, sem Konráð Gíslason gaf út 1860. Yfirlit um elstu varðveittu lækn-
ingarit má finna undir „Medicalia" í registursbindi Orðabókar Árna-
nefndar, Ordbog over det norrane prosasprog.
Þriðji hluti ritsins er grein eftir Ingólf Guðnason sem nefnist „Vísbend-
ingar um garðrækt í Skálholti á fyrri öldum" og er hún skemmtileg og
fróðleg. Þeir tengdafeðgar Þórður Þorláksson og Gísli Magnússon (Vísi-
Gísli) virðast hafa verið miklir frömuðir í ræktun og gætir áhrifa Gísla
verulega. Verður að segjast að rannsaka þyrfti sögu ræktunarmála betur
en gert hefur verið til þessa. Kúmen frá Hlíðarenda er víðar en í Skálholti,
því að kunnugt er, að sýslumaður Dalamanna, Magnús Ketilsson í Búðar-
dal á Skarðsströnd, lét flytja þá jurt vestur á 18. öld. Satt að segja finnst
mér skrýtið að lítið hefur frést af frjókornarannsóknum síðan Þorleifur
Einarsson birti rannsóknir sínar 1963, þar sem m.a. var rannsakað hvaða
jurtir voru nýjar í Skálholti við upphaf landnáms. Með frjókornarann-
sóknum væri e.t.v. hægt að finna hvort rétt er að örnefni séu kennd við
akur eða eitthvað annað, þótt það komi starfsemi Þórðar biskups reyndar
ekki beint við.
Fjórði hlutinn kallast „Skáldskapur og fræðastörf Þórðar Þorláksson-
ar", en með skáldskap er hér átt við latínukveðskap. Fyrst er grein eftir
Guðrúnu Ingólfsdóttur um bókaútgáfu Þorláks biskups Skúlasonar og
má margt segja um hana, en á efninu hef ég meiri þelddngu en flestum
öðrum og er þess vegna mögulegt, að dómur minn verði harðari en sann-
gjarnt er. Undarlegt þótti mér, að vitnað er í bók Klemensar Jónssonar-
Fjögur hundruð ára saga prentlistarinnar á íslandi en ekki var nefnd bók
Böðvars Kvarans: Auðlegð íslendinga. Eðlilega er rætt um prentsmiðju-
áform Brynjólfs biskups Sveinssonar, en tvímælis gæti orkað, hvort hann
hefði haft staðfestu til að láta prenta eitthvað að ráði í Skálholti. Hér hefði
ég kosið að fá glögga grein fyrir öllum nýjungum í bókaprentun Þórðar-
Ekki hefði verið neitt á móti því að athuga hvað margar endurprentann'