Saga - 1999, Blaðsíða 210
208
JENNY JOCHENS
þó í minna mæli sé.76 Þar fluttist norrænn minnihluti inn í
samfélag innfæddra sem voru dekkri yfirlitum, líklega Pikta. I
Orkneyinga sögu er fjallað um nærveru norrænna manna á eyj-
unum (ÍF 34).77 Víkingar lögðu eyjarnar undir sig og þar stóð
löngum ríki norrænna manna. Ætt leiðtoganna varð til þegar
Haraldur hárfagri bauð eyjarnar Rögnvaldi, jarli á Mæri í Noregi.
Rögnvaldur átti þrjá skilgetna og þrjá óskilgetna syni sem hann
vænti mikils af og þar sem hann hafði ekki áhuga á að ríkja sjálf-
ur yfir eyjunum, gaf hann þær Einari, einum óskilgetnu son-
anna. Unga manninum var lýst með orði sem þegar hefur verið
minnst á, ljótur, en ekki var það eingöngu vegna þess að hann
var eineygður (ÍF 34.7, bls. 11). Þegar Einar bauðst til að fara til
Orkneyja leist föður hans vel á það, lítils væri af honum að vænta
í Noregi þar sem „móðurætt þín er gll þrælborin" (IF 1, bls. 316;
sjá einnig ÍF 34.6, bls. 10-11). Mann fer að gruna að Einar hafi ver-
ið dökkur yfirlitur sökum uppruna síns, en þrælahald var líka til
í Noregi og ekki voru allir þrælar endilega keltneskir að ætt.78
Einna mestar líkur eru á að móðir Einars hafi verið Kelti eða Pikti
ef sýnt verður að faðir hans hafði eytt einhverjum tíma á þeim
slóðum. Nú segir í flestum heimildum að Rögnvaldur hafi eignast
eyjarnar í bætur fyrir ívar, son sinn. Hann var drepinn í Orkneyj-
um og voru bæði Rögnvaldur og bróðir hans viðstaddir (IF 34.4,
bls. 7-8). Rögnvaldur kann þannig að hafa hafið samband við inn-
fædda konu, þrælkað hana og fært til Noregs þar sem hún fæddi
Einar.79
Enda þótt fæddur væri og alinn upp í Noregi kann Einar að hafa
76 Um Orkneyjar, sjá Bo Almqvist, „Scandinavian and Celtic Folklore
Contacts".
77 Hugsanlega voru það víkingar sem settust fyrstir að í Færeyjum, enda þótt
nýlegar fornleifarannsóknir bendi til þess að áður hafi verið búið þar, þótt
óvíst sé að um frumbyggja sé að ræða. Færeyinga saga var samin af íslend-
ingum en þar fannst ekkert sem kemur þessari rannsókn við.
78 Um þrælahald sjá Karras, Slavery and Society, Gísli Sigurðsson, Gaelic InflU'
ence in Iceland, bls. 30-34, Foote, „Þrælahald á íslandi", Anna Agnarsdóttir
og Ragnar Árnason, „Þrælahald á þjóðveldisöld", og Iversen, Trelldommen.
79 Annars staðar segir að ívar hafi fallið í bardaganum í Hafursfirði í Noregt/
sjá Haralds þátt í Flateyjarbók I, bls. 575. Enda þótt Rögnvaldur hafi eflaust
einnig verið viðstaddur þar, er ólíklegt að bardaginn hafi komið að gagn1