Saga - 1999, Blaðsíða 172
170
HELGI ÞORSTEINSSON
byðust.120 Hvort einhver verkamannanna fékkst til að setjast að á
íslandi er óvíst, en Forberg verkfræðingur, sem þá var forstjóri
Landssímans, sótti reyndar sjálfur um innlendan borgararétt.121
Ráðningarskrifstofa Búnaðarfélags Islands, sem sagt hefur ver-
ið frá, reyndi á síðasta starfsári sínu 1908 að leita til Vesturheims
eftir vinnuafli. Einar Helgason, umsjónarmaður ráðningarskrif-
stofunnar, hafði í samráði við stjórn Búnaðarfélagsins samband
við A. J. Johnson söngkennara í Winnipeg í Kanada í þessum til-
gangi. Um vorið auglýsti Johnson fyrir hönd Búnaðarfélagsins í
Lögbergi og Heimskringlu eftir 20 hraustum og velvinnandi Vestur-
íslendingum til landbúnaðarstarfa á Islandi. „Félagið hefir á
boðstólunum vinnu um langan tíma velborgaða" sagði í auglýs-
ingunni.122 „Allmargir" gáfu sig fram, en vildu því aðeins fara til
íslands ef afsláttur fengist af fargjaldinu. Til þess hafði Johnson
ekkert umboð og ekkert varð því af ráðningum. „Sé mönnum
áhugamál að bæta úr verkafólksskortinum - og varla mun önnur
leið tiltækilegri til þess, en þessi, að fá sem flesta af löndum vor-
um, sem vestur eru fluttir, til þess að snúa heim aftur, - þá er það
fyrsta sporið, að fá niðurfærslu á fargjaldi, og leiðbeina mönnun-
um svo, þegar hingað kemur, og aðstoða þá til að ná sér sem allra
fyrst í vinnu", sagði í skýrslu Einars Helgasonar.123
Einar Hjörleifsson, rithöfundur og ritstjóri, fór á sama ári í mik-
inn leiðangur um byggðir Vestur-íslendinga í Kanada og Banda-
ríkjunum. Forseti Búnaðarfélagsins og fjárhagsnefnd báðu hann
að kanna í leiðinni möguleika á heimflutningi og hvaða ráðstafan-
ir þyrfti að gera til að stuðla að honum. Einkum höfðu menn í
huga að fá vinnufólk. I skýrslu Einars eftir heimkomuna, sem birt-
ist í Búnaöarritinu, sagðist hann hafa orðið var við „hlýjan hug og
ræktarsemi" til íslands og enginn vafi væri á því að allmarga Vest-
ur-íslendinga langaði „heim". Hins vegar taldi hann htlar líkur á
því að hægt væri að fá vinnumenn eða -konur fyrir íslenska bænd-
120 Skjalasafn Bændasamtakanna. Gjörðabók Búnaðarfélags íslands. Júlí
1899-desember 1907, bls. 328.
121 ÞÍ. Stj. ísl. II. Db. 2. Nr. 84. Forberg, O, forstjóri landssímans sækir um rjett
innborins manns.
122 Lögberg XXI, 14. maí 1908, bls. 8. Auglýsingin birtist aftur viku síðar. - Lög-
berg XXI, 21. maí 1908, bls. 8.
123 Einar Helgason, „Ráðningastofan", bls. 78.