Saga - 1999, Blaðsíða 248
246
RITFREGNIR
mennsku og í Skálholti hafði hann aðgang að fróðum mönnum og
fornum ritum (bls. 25).
í þessum kafla finnst mér að hefði mátt koma rækilegri umfjöllun um
þann áhuga sem á síðustu áratugum 16. aldar vaknaði hjá húmanistum a
Norðurlöndum á íslenskum miðaldaheimildum, áhugi sem blómstraði á
17. öld og leiddi hér á landi til þess að lærðir menn fóru að grennslast fyr-
ir um gamlar skinnbækur og fengu góða skrifara til að gera af þeim eftir-
rit, þar á meðal frændurna Jón Erlendsson í Villingaholti og Ketil Jörund-
arson, sem voru einir afkastamestu skrifarar á 17. öld (þeir voru systra-
synir). Þetta kemur hins vegar fram síðar í bókinni (bls. 41-53), þar sem
Már gerir ágæta grein fyrir leit fræðimanna frá fyrstu tíð og fram á öld
húmanistanna að gömlum og góðum handritum og þeirri stefnu fræði-
manna að gera sig ekki ánægða með hvaða texta sem var. Þar kemur
þessi þarfa athugasemd:
A Islandi varð samspil erlends áhuga og innlendrar vakningar fyrstu
áratugi aldarinnar (þ.e. 17. aldar) til þess að farið var að grafast fyrir
um handrit frá miðöldum svo að hægt væri að skrifa þau upp og nota
við rannsóknir á fornri menningu þjóðarinnar (bls. 42).
Einnig hefði Már mátt draga betur fram en hann gerir færni Árna þegar
hann hóf vinnu hjá Thomas Bartholin (bls. 27-40). Þá gekkst hann undir
einskonar próf. Bartholin lét hann lesa og túlka kafla úr handriti af Njálu,
og segir Jón Grunnvíkingur að hann „les ei einasta og útleggur, heldur og
gefur grammatiskan raison skýran fyrir sérhverju orði sem hinn vill." (bls-
28). Þetta var 1684, Árni tuttugu og eins árs, og ekki annað að sjá en hann
hafi þá þegar lagt sig eftir þeim fræðum sem nú eru kölluð íslensk fraeði,
og við spyrjum: Var hann sjálfmenntaður í þeim fræðum, eða hafði hann
notið einhverrar tilsagnar? Á guðfræðiprófi náði hann 2. einkunn (varð
attestatus theologiæ). Ætli áhuginn hafi ekki fremur beinst að öðrum
fræðum?
í heimildum um skólavist Árna í Skálholti er ekki annað að hafa en að
hann var þar við nám árin 1680-83, ásamt ýmsum öðrum nafnkenndum
mönnum. Þá var Þórður Þorláksson biskup í Skálholti, vel lærður maður
og hafði áhuga á fornum fræðum, en Ólafur Jónsson (1637-88) skóla-
meistari. „Hann var vel lærður og grundvallaður í flestum lærdóms-
kunstum, og almennilega haldinn hér í landi hinn lærðasti maður í róm-
versku máli og þess antiquitetum, næst M. Brynjólfi Sveinssyni" skrifaf
Jón Halldórsson í Skólameistarasögiun. Hann lýsir Ólafi Jónssyni sem ág&'
um kennara og mannkostum hans þannig, að vel mætti ætla að hann
hefði haft mikil áhrif á Árna Magnússon:
Hann var frómur og réttorður, og því hataði hann og straffaði, án a^s
manngreinarálits, öll strákapör, spott, leti, og forakt við yfirboðna,
hvort ríkur eður fátækur, höfðingjans eður aumingjans sonur átti i
hlut. Hann var hreinlyndur og drambsemdarlaus, því var honum lel