Saga - 1999, Blaðsíða 278
276
RITFREGNIR
félag og heilbrigðisþjónustuna. Má þar nefna samstarf kaþólskra og
Oddfellowa um byggingu og rekstur sjúkrahúss um síðustu aldamót, sem
þó varð ekki af, samskipti systranna við íslenska ráðamenn og íslensku
þjóðina, sem náði hápunkti í samningunum um söluna á Landakots-
spítala, og samskipti þeirra og íslensku hjúkrunarstéttarinnar. Síðast-
talda atriðið er einkar áhugavert, en nokkur tortryggni virðist hafa verið
milli þeirra menntuðu hjúkrunarkvenna sem störfuðu hér á landi og
systranna. Telur höfundur að hún hafi m.a. falist í því að frumkvöðlar
hinnar íslensku hjúkrunarkvennastéttar hafi ekki talið menntun systr-
anna fullnægjandi. Víst er að þrátt fyrir að St. Jósefsspítali í Landakoti
væri í raun bæjarsjúkrahús Reykjavíkur og landspítali ásamt því að vera
kennslusjúkrahús Læknaskólans og síðar Háskóla Islands þar til Land-
spítalinn var opnaður 1930 voru ekki hjúkrunarnemar á Landakoti
fyrr en eftir 1960. Áhugavert væri að skoða samskipti systranna við
hjúkrunarstéttina og konur á íslandi almennt, m.a. í ljósi þess að konur
ákváðu að hefja söfnun fyrir byggingu landspítala er þær hlutu kosninga-
rétt árið 1915.
Vafalaust höfðar þetta rit til lesenda á mismunandi hátt. I því eru fjöl-
mörg viðfangsefni og varpað er ljósi á flókið samspil atburða og breytinga
á íslensku þjóðlífi á tuttugustu öldinni. í áttunda hlutanum er rætt um ár-
angurinn af starfi St. Jósefssystra. Nefnir höfundur tvennt sem hann tel-
ur sérlega mikilvægt. Annars vegar bendir hann á að systurnar hafi
flutt hingað til lands „nútíma" starfshætti og umgengnisvenjur, m.a. i
spítalarekstri og skólahaldi. Telur hann að þeir fjölmörgu Islendingar sem
dvöldu á Landakoti hafi í fyrsta sinn kynnst ýmsum venjum sem þóttu
sjálfsagður hluti af nútímalífi víða í Evrópu um síðustu aldamót. „Þarna
kynntist margur Islendingurinn í fyrsta sinn nútímalegum húsakynnum,
baðkerjum og vatnssalernum, líkama sínum ólúsugum, hreinum fatnaði
og rúmklæðum, hnífapörum, reglulegum og hollum máltíðum, jurtafeði
og stofublómarækt, nákvæmni eftir klukku, vísindastarfsemi tæknialdar
og jafnvel nýjum sálmalögum" (bls. 675). Einnig bendir hann á að sú hug-
myndafræði mannkærleika og samhjálpar sem allt líknarstarf systranna
byggði á hafi verið lítt þekkt á Islandi við komu þeirra. Hann lýsir
því hvernig systurnar litu á hvern einstakling sem einstæða veru, dýrlega
fyrir augliti Guðs. Hversu lítilmótleg sem persónan var með tilliti til
stéttar og innra og ytra ásigkomulags, bar þeim að varðveita og efla vel-
ferð hennar. Augljóslega mótaðist starfsemi systranna af kaþólskri hug-
myndafræði. Höfundur bókarinnar tilheyrir hinum kaþólska söfnuði her
á landi og hefur því skilning á því hvernig trúarhugmyndir hafa verið
útfærðar í starfi. Á bls. 83 nefnir hann dæmi um slíkt. „Systurnar lögðu
kaþólskan skilning í líknarstarf og dagleg verk: Sjúklingurinn var ekki
„viðfangsefni" eða „vandamál" heldur dýrmæt persóna fyrir Guði, ser-