Saga - 1999, Blaðsíða 188
186
JENNY JOCHENS
innihalda orðin -dub- og -ciar- kannski betur ásýnd Kelta, en bæði
orðin merkja eitthvað svart.15 Ef til vill verður aldrei hægt að full-
yrða með vissu hvernig Keltar litu út og ólíklegt er að fornleifa-
fræði og líffræði muni gefa örugg svör um hörundslit þeirra. Það
sem grískum höfundi þótti ljóst gæti líka hafa virst dökkt í augum
norræns manns. Því vegur meira að fornnorrænar heimildir sýna
svo ekki verður um villst að norrænir menn litu á Kelta sem
dökka en aftur á móti á sjálfa sig sem ljósa.
Eftir að víkingar höfðu smíðað haffær skip og tóku að hitta
Kelta á ferðum handan hafsins birtist viðurnefnið hvíti oft meðal
þeirra. Enda þótt viðurnefnið sé einnig til meðal Norðmanna sem
urðu eftir í heimabyggð þá er það sérlega algengt meðal íslenskra
landnema af norskum uppruna.16 Þeir höfðu yfirgefið uppruna-
lönd sín og deildu íslandi með fjölda keltnesks fólks sem þeir
töldu ólíkt sér í útliti. Að vera ljós á brún og brá hefur ekki þótt
merkilegt heima, en í veröld Kelta var það áberandi og kallaði á
viðurnefnið hvíti. Ekki er líklegt að Keltar hafi gefið þeim þetta
viðurnefni, það mun frekar til vitnis um sjálfsmynd Norðmanna
en skoðun Kelta.17 Hér nægir að nefna örfá dæmi. Oleifur hvíti, af
ætt Ynglingakonunga í Svíþjóð og Noregi, lauk ævi sinni sem
konungur í Dyflinni. Barnabörn hans héldu áfram ferðinni í vest-
ur og settust að á íslandi (ÍF 1, bls. 28, 136). Böðvar hvíti land-
námsmaður átti marga konunga í Noregi að forfeðrum (1F 1, bls.
309-11). Landnámsmaðurinn Þórður Víkingsson var einnig af kon-
ungakyni (sagður sonur Haralds hárfagra), sonur hans Þorvaldur
hvíti átti son sem kallaður var Þórður hvíti (IF 1, bls. 182, 183).
Dæmi af öðrum feðgum, Ölvi og Þorsteini hvíta, bendir og til að
ljós ásýnd erfist. Þorsteinn fór til íslands og átti Ingibjörgu, dóttur
landnámsmannsins Hróðgeirs hvíta (ÍF 1, bls. 289-91).18
15 Þessar upplýsingar á ég Lisu Bitel að þakka.
16 Nafnið varð algengara í Noregi á síðmiðöldum í myndinni hvítur, sbr.
Lind, Norsk-Isliindska personbinamn, d. 165-68.
17 Um tilurð orðanna „white" og „red" yfir Evrópumenn og Indíána í Norð-
ur-Ameríku á 17. öld sjá Shoemaker, „How Indians Got to Be Red".
18 Merkur maður, þó ekki væri af konungsætt, var Brúni hinn hvíti sem fór
til íslands „af fýsi sinni" en Össur hvíti fór þangað vegna vígaferla, /F L
bls. 244, 374. Úlfur skjálgi var sonur Högna hvíta og í einni gerð Land-
námu segist Þjóðrekur nokkur vera barnabarn Ingjalds hvíta, sem bendir
til að minningin um ljóshærðan forföður hafi aukið virðingu manna, 'IF 1,