Saga - 1999, Blaðsíða 260
258
RITFREGNIR
lengstum við lítil efni, og það var ekki fyrr en hann var kominn um sex-
tugt sem hann gat helgað sig fræðunum sem áttu hug hans allan, þá sest-
ur að í Flatey á Breiðafirði. Hann kenndi sjálfum sér að skrifa en bjargað-
ist síðan einkum af tvennu: óstöðvandi fróðleiksfýsn og umgengni við
lærða menn, þeirra á meðal séra Jón Konráðsson á Mælifelli, Hallgrím
Scheving kennara í Lærða skólanum, en einkum þó Jón Espólín sýslu-
mann Skagfirðinga. Samvinna þeirra Espólíns stóð um áratugi og Hún-
vetninga saga, sem hér er til umfjöllunar, var að frumgerð höfundarverk
Jóns til 1833 en Gísli jók miklu við texta hans og lauk sögunni. Eftir að til
Flatejqar kom varð Gísli þátttakandi í akademíu eyjarskeggja og uppskar
ríkulega af samvistum við kollega sína.
Húnvetninga saga er mikið rit að vöxtum og í prentaðri gerð telur hún
einar 900 blaðsíður að meðtöldum fáeinum síðum með skýringum Jóns
Torfasonar sem sá um útgáfuna. Framan af er farið hratt yfir sögu en er
nær dregur tíma söguritarans lengist frásögnin og fleiri efnisþættir ryðja
sér til rúms. Þannig fær hvert ár 17. aldar aðeins um eina blaðsíðu að jafn-
aði í hinni prentuðu bók en seinni helmingur 18. aldar liðlega fjórar síður
hvert ár. Mest rými fær þriðji áratugur 19. aldar, rúmar 13 síður að jafnaði
hvert ár, tæpum fjórum síðum meira en síðasti áratugurinn sem sagan
nær til.
Húnvetninga saga er eitt fyrsta stórvirki Gísla Konráðssonar eftir að
hann var búinn að fullþroska sjálfan sig sem fræðimann og rithöfund og
í megindráttum er þessi prentaða útgáfa gerð eftir eiginhandarriti hans
frá því um 1845-50. Gísli dregur enga fjöður yfir það að hann hafi skrifað
söguna fyrir orð Jóns Espólíns og auðsær er hlutur hvors þeirra í verkinu.
Þess vegna er það nokkuð vafasamt hjá Jóni Torfasyni að höfundarmerkja
söguna Gísla einum þótt hann hafi það að markmiði „að leggja áherslu a
Gísla Konráðsson og hlut hans í sagnaritun á 19. öld" (bls. 8). Sagan er
skrifuð í annálsformi og þess vegna slitnar þráðurinn oft í sundur og get'
ur verið tafsamt að leita af sér allan grun um að ekki sé einhverju slepp1
úr. Góðar skrár létta lesendum þó þessa þraut.
Formáli Jóns Torfasonar að verkinu er greinargóður en óþarfleg3
knappur þeim sem vilja vita meira um ævi Gísla, tilurð og innihald verks-
ins sem hér er til skoðunar. Lesandanum er látið eftir að komast að þvl
hvað í bókinni megi finna, en þrátt fyrir ítarlegt efnisyfirlit, sem fylgir
kaflaskipan höfundar, er býsna óaðgengilegt að finna tiltekin efni, sV°
sem um dulsmál eða lækningar. Um hvort tveggja er þó margt að finna og
annað hvort hefði mátt leiða lesandann inn í þann heim með ítarlegu'11
inngangi ellegar með vandaðri atriðisorðaskrá sem vísað hefði vegu111-
Þess í stað lætur Jón sér nægja að lýsa bókinni sem dapurlegri á marga
lund, mikið sé sagt frá manndauða, slysum, dómsmálum og óáran, þ^
í bland komi frásögur af sérkennilegu fólki og hnyttnum tilsvörum (bls-
og 9).