Saga - 1999, Blaðsíða 288
286
RITFREGNIR
menntamanna og listamanna tekist á við þennan arf og notað hann
til að skilgreina íslenska menningu og stöðu sína innan hennar?
(bls. 10).
Hugtakið menning er ekki skilgreint í inngangi bókarinnar en svo er að
sjá sem gengið sé út frá að menning snúist um hvernig merking verði til
manna á meðal í krafti tákna. Heiti inngangsins, „Saga til næsta bæjar",
vekur a.m.k. athygli á ákveðnum meginatriðum sem benda til þess. Það
er táknrænt og krefst túlkunar en minnir í sömu mund á að orðið saga
getur merkt hvorttveggja „slúður" og „stórtíðindi". Þannig eru lesend-
ur vaktir til umhugsunar um eðli og einkenni sögu og þar með merk-
ingu, hvernig hún verður til og hvernig henni er miðlað.
Bygging bókarinnar, val efnis í hana og framsetning þess vitna einnig
um að áhersla er lögð á að fræðimennska sé túlkun; fræðimaðurinn velji
ekki aðeins efni til umfjöllunar heldur kjósi því form og skipi því niður
með sínum hætti eins og hver annar höfundur. Þetta má orða á annan
veg og segja að sett sé á oddinn að mörk milli skáldskapar og fræða séu
ekki eins skýr og menn hafa gjarna viljað vera láta.
I bókinni gætir og greinilegra áhrifa frá menningarfræðum. Viðfangs-
efnið er skoðað frá fleiri sjónarhornum en einu. Einnig er víðar leitað
fanga en venja er hjá íslenskum bókmenntafræðingum og sjónum beint
að ýmsu, sem lítt eða ekki hefur verið sinnt, þ. á m. afstöðu íslensks al-
mennings til sagnaarfsins, vitnisburði fornsagnapersóna á andafund-
um, hetju- og höfundanöfnum í gatnaheitum og táknrænum gullfæti ís-
lenskra króna. Slíkum atriðum er teflt fram við hlið þekktra viðfangs-
efna fræðanna, t.d. afstöðu íslenska skólans til fornbókmennta, útgáfna
Halldórs Laxness á fornsögum og sjálfsmynd íslenskra menntamanna.
Við framsetningu efnis og niðurröðun þess er ýmsum aðferðum beitt,
t.d. sótt opinskátt til retóríkur og skáldskaparlistar. Kafli um skiptar
skoðanir manna á Hallgerði langbrók er t.d. nefndur „Réttarhöldin yf'r
Hallgerði". Hann kallast á við annan kafla, „Réttarhöldin yfir Halldori
Laxness", þar sem unninn er leikrænn texti upp úr dómskjölum sem
tengjast réttarrannsókninni á útgáfu Halldórs og félaga á Hrafnkötlu,
málaferlunum í kjölfar hennar og umræðunum á alþingi 1941 um við-
auka við lög um rithöfunda- og prentrétt. Samspil kaflanna vekur at-
hygli á þema bókarinnar en felur um leið í sér andóf gegn viðteknum
hugmyndum um karla sem aðalpersónur Njálu - og fleiri sagna.
En hvernig tekst til þegar þessi hátturinn er hafður á? í fyrsta lagi skal
nefnt að bókin er skemmtileg aflestrar. Astæður til þess eru fleiri en em-
Efnið er á köflum, ekki síst í fyrri hlutanum, lítt þekkt, efnistökin eru
nýstárleg, opna þegar best tekst til nýja sýn á hlutina og kalla síðast eu
ekki síst á virkan lestur, krefja lesandann afstöðu, skilnings og túlkuU'
3r' ð
I öðru lagi er bókin þörf og þá ekki bara af því að hún stendur a