Saga - 1999, Blaðsíða 315
RITFREGNIR
313
sannfærandi að þær myndir sem hún dregur upp séu dæmigerðar fyrir
hina íslensku veröld, eins og hún kallar viðfangsefni sitt. Heildarmyridin
sem hún vill sýna verður hvorki skýr né sannfærandi. Hér er þó ekki rúm
til að ræða nema brot af því sem ég hef að athuga við fræði bókarinnar.
Sögulegu atriðin, sem unnt er að sannreyna, mora í ónákvæmni. Á ein-
um stað fer Hastrup yfir sögu þjóðarinnar á 18 blaðsíðum (bls. 30-47). Þar
krotaði ég á spássíur 17 athugasemdir um staðreyndir:
1. Landnámsmenn telur hún hafa verið 40-50.000 (bls. 31) og ruglar þar
saman við ályktanir um fólksfjölda af bændatali íslendingabókar um
tveimur öldum seinna.
2. Gamli sáttmáli skuldbatt Noregskonung til að flytja sex skipsfarma af
korni til Islands árlega (bls. 32). í raun er það ályktun fræðimanna að skil-
yrði Islendinga um sex skipa siglingu hafi stafað af áhuga á kornflutning-
um. Ekki er einu sinni Ijóst hvort konungur átti að tryggja siglingu skip-
anna eða skuldbatt sig aðeins til að leyfa hana.
3. Sjálfsþurftarbúskapur Islendinga er látinn ná fram yfir síðari heims-
styrjöld (bls. 34). En meirihluti þjóðarinnar var farinn að búa í þéttbýli fyr-
ir 1930 og sveitafólk þá löngu farið að stunda mikinn viðskiptabúskap.
4. „Enska öldin" í sögu íslendinga er sögð hafa verið 14. öld (bls. 35), en
eins og höfundur veit annars staðar í bókinni, var hún 15. öldin.
5. Frá upphafi var fólki bannað að giftast á Islandi nema það ætti jarð-
næði (bls. 35). Elsta kunna reglan um þetta er í Grágás, og samkvæmt
henni þurftu hjónaefni að eiga sex hundruð alls, sem náði ekki þriðjungi
af verði meðaljarðar.
6. Ekkert félagsskipulag (structure) var til ofan og utan við heimilin,
nema hreppar, segir hún ( bls. 35) og gleymir a.m.k. kirkjunni.
7. Orðið hreppur er tilfært í fleirtölu sem hreppir (bls. 35).
8. Útbeitartími búfjár var og er aðeins í júní til september (bls. 36). Þama
hefur Hastmp gert vettvangskönnun á kúnum á Hala einum. Þetta á alls
ekki við um sauðfé, hvað þá hross, og tæpast kýr í gamla daga.
9. Sauðfé var aldrei rúið, heldur var ullin látin falla af fénu af sjálfri sér
(bls. 36).
10. Uno von Troil, sem skrifaði ferðabók um ísland 1780, er sagður
enskur (bls. 37). Hann var raunar sænskur.
11. Verkamenn voru ekki skilgreindir sem slíkir fyrr en eftir síðari
heimsstyrjöld (bls. 37). Verkalýðshreyfing á íslandi var fullskipulögð strax
árið 1916.
12. Lög um vistarskyldu voru sett árið 1402 (bls. 37). Slík lög eru raun-
ar strax í Grágás, en lögin sem Hastmp vísar til em ekki ársett 1402 held-
ur 1404, eftir pláguna fyrri.
13. Þetta er tæpast hægt að endursegja (bls. 40); „While the traditional
law permitted blood-revenge, concubinage, and women's rights, the
Christian law changed all this ..." Fyrst vitum við næsta lítið um löggjöf