Saga - 1999, Blaðsíða 310
308
RITFREGNIR
ast taldi kaflinn mest tekinn upp úr skrifum annarra. Heilir Iagabálkar eru
birtir orðréttir í stað þess að geta helstu ákvæða laganna. Og þannig end-
ar þetta bindi. í því er engin heimildaskrá, engar tilvísanir, engin nafna-
skrá, raunar engin skrá af nokkru tagi (nema með ritgerð Sæmundar).
Nú, 17 árum seinna, lítur annað bindi Sögu Húsavíkur loks dagsins ljós.
Ekki kemur fram í formála hvað tafði söguritunina svo mjög og er biðin
dálítið undarleg í ljósi þess að í formálanum segir að flestir kaflanna hafi
verið skrifaðir fyrir rúmum 20 árum af Karli Kristjánssyni eða mönnum
sem hann fékk til þess, án þess að þeir séu nafngreindir. Það er ennfrem-
ur kyndugt að lesa í formála að vinna við söguritunina hafi verið tekin
upp „af nýjum krafti árið 1989." Nú áratug seinna senda tveir höfundar
þetta gamla en uppfærða efni, eins og þeir kalla það, loks frá sér. (A Karl
ekki tilkall til að teljast þriðji höfundurinn?) Og þótt tími þeirra viðist hafa
verið vel rúmur hefur ekki tekist betur til með útgáfuna en svo að á þrem-
ur stöðum hafa myndatextar verið með svo mörgum villum að límdur
hefur verið miði yfir með nýjum texta og í fimmta kafla hefur gleymst að
setja heiti hans í blaðsíðuhaus. Annars gæti ég trúað því að þessi langi
tími milli bindanna hafi að einhverju leyti stafað af því að höfundar og út-
gefandi hafi ekki verið vissir um hvemig best færi á að halda söguritun-
inni áfram; fyrsta bindið batt vissulega hendur þeirra. Ég held að best
hefði verið að skipuleggja verkið upp á nýtt. Það var ekki gert; málefna-
sniðinu, stofnanasögurituninni, er haldið áfram. Sem fyrr veldur frásagn-
araðferðin því að uppbygging Húsavíkur og þróun verður lesandanum
óljós, hann fær framvindu sögunnar einvörðungu í köflum um stofnanir.
Og það em engir smáræðis kaflar sem hér eru á ferðinni því þetta bindi
fjallar að mestu aðeins um fimm málaflokka.
Þrátt fyrir þessar aðfinnslur mínar er mikill munur á bindunum tveim-
ur. Annað bindið tekur því fyrsta langt fram, bæði hvað varðar útlit og
efnistök. Það er heilsteyptara, texinn er efnismikill og settur fram á mun
rökréttari hátt. Það er um margt fagmannlegra yfirbragð á ritinu. Það
skiptist í sex kafla. Fjórir þeirra eru mjög langir, einn í meðallagi en
lokakaflinn er örfáar blaðsíður.
Fyrsti kaflinn heitir „Staðhættir". Hér reyna höfundar að bæta fyrir þá
yfirsjón að alla kynningu á söguefninu vantaði í fyrsta bindi. Nær þessi
staðháttalýsing, með fiskimiðalýsingu, yfir fyrstu 44 síður bókarinnar.
Hér er þó ekki um venjulega staðháttalýsingu að ræða heldur langa og
nákvæma skrásetningu örnefna í landi Húsavíkur. Meðalhófið í þessum
efnum sem öðrum er vandratað. Ég vænti þess að heimamönnum þyk1
flestum fengur að þessum kafla en á almenna lesendur er mikið lagt, ekki
síst vegna þess að örnefnakort fylgir ekki með. Aðgreind örnefni með
svartara letri en meginmál, ásamt heitum fiskimiða, eru um 600 í kaflan-
um. Tvö góð fiskimiðakort fylgja með.
Annar kafli fjallar um sögu hafnargerðar á Húsavík. Hafnirnar eru líf'