Saga - 1999, Blaðsíða 245
RITFREGNIR
243
hafi verið á bókum, sem faðir Þórðar og langafi höfðu látið prenta og hvað
Var endurprentað af þeim bókum, sem Þórður og systkini hans fengu í
arfaskiptum eftir Þorlák föður sinn, en þau eru nú prentuð í fyrrnefndri
bréfabók Þorláks Skúlasonar. í óprentuðum bréfabókum Þórðar biskups
korlákssonar er eitt og annað um starfsemi prentsmiðjunnar, sem þörf er
a að skoða, en þá kemur spurningin: er ástæða til að fara nákvæmlega í
þær fyrir lestur sem þennan?
Grein Más Jónssonar nefnist „Þórður biskup Þorláksson og söfnun ís-
lenskra handrita á síðari hluta 17. aldar." Ekki finnst mér samkvæmt titl-
"'um þar eiga heima umfjöllun um „Textafræði biskups", en einnig þyrfti
Már að vera sterkari í málfræði eins og fram kemur af umfjöllun hans um
stafsetningu íslendingabókar. Már er einn af fáum höfundum í riti þessu,
sem notar eitthvað frumheimildir og í lokin talar hann um „bréfabækur
ans [þ-e- Þórðar biskups] og önnur embættisgögn, sem þyrfti að skoða
jniklu betur en gert hefur verið." Undir þetta vil ég taka mjög sterklega og
eils hugar, enda væri ritgerðasafn þetta langtum betra í heild, ef fyrr-
‘lefnd gögn væru betur aðgengileg en nú er.
Sá sem leggur einna mest til af frumlegu efni í ritinu öllu er Sigurður
etursson, latínumaður, sem birtir yfirlit „um latínukveðskap tengdan
orði Þorlákssyni og Skálholti." Þetta efni er því miður of fáum aðgengi-
egt, en forvitnilegt í meira lagi og er vonandi byrjun á mikilli rannsókn á
a 'nukveðskap íslendinga. Sigurður á einhvern hlut að fjórum greinum
°S utgáfum í heftinu og er fengur að þeim.
Seinasta frumsamda greinin í ritinu er eftir Smára Ólason og um Grall-
aiaútgáfu Þórðar biskups, sem var með nokkrum nýjungum og er því
ngur um sögu tónmenntar. Þar er sagt „að Grallarinn hafi verið í fullu
ghdi á íslandi í 267 ár (1594—1861)." Ég hafði haldið að Leirárgarðabókin
fl/ sálmabók Magnúsar Stephensens, hafi leyst Grallarann af hólmi,
Þótt ekki gengi það átakalaust fyrst í stað.
Eðlilegt er að í riti af þessu tæi sé prentað eitthvað sem ekki hefur sést
a Prenti áður og er það langur „Viðauki" við ritið, og á Sigurður Péturs-
s°n mikinn hlut að. Ekki er minnstur fengur, að þar lætur Margrét
ggertsdóttir prenta „Líkpredikun Þórðar biskups Þorlákssonar yfir
elgu Magnúsdóttur í Bræðratungu flutt þar 8. nóvember 1677." Helga er
mnrgum nú einkum kunn fyrir vinfengi við Brynjólf biskup Sveinsson og
/alP v.ð Ragnheiði dóttur hans í raunum þeirra. Einnig er prentað brot
Ur líkræðu yfir Þórði biskupi sjálfum, en annars var á þessum tímum og
ngi síðan ekki siður að halda líkræður yfir öðrum en helstu höfðingjum.
Ritið endar á kvæði, „Fáorður minnningarsöngur yfir ... magister Þórð
0r aksson virðuglegan superintendentem Skálholtsstiftis." Höfundur
væðisins er Jón Einarsson konrektor á Hólum (um 1674r-1707). Hefði
Verið skaðlaust að gera meiri grein fyrir skáldinu, því að hann er nú að
ei*a ma alveg gleymdur. Kvæðið væri ekki gagnslaust um æviatriði