Saga - 1999, Blaðsíða 132
130
ANNA AGNARSDÓTTIR
Virkni - pögult samþykki fjöldans
„Ég hafði lítið fyrir því að stjórna allri eyjunni" skrifaði Jörgen-
sen.47 Talsvert er til í þessum orðum. Fyrstu dagana í júlí hafði
gagnbyltingartilraun verið í undirbúningi en Isleifur Einarsson
stóð fyrir henni og var talinn hafa safnað 60 manna liði. Þegar
Jörgensen frétti af þessu var Isleifur snarlega handtekinn og sett-
ur í tíu daga stofufangelsi, að vísu í stiftamtmannshúsinu, eftir
að hann sagðist frekar kjósa að láta lífláta sig en að gista tukt-
húsið „er óbótamenn höfðu verið í".48 Isleifur lagði ekki út í svip-
að ævintýri á ný. Einn Islendingur, Magnús Bergmann,49 bauðst
til að fara að Jörgensen og drepa hann „en það var bannað".50
Það var ekki fyrr en undir lok valdatímabils Jörgensens að Jón
Guðmundsson, sýslumaður Vestur-Skaftfellinga, bauð honum
loks birginn - en hann bjó lengst frá höfuðstöðvum byltingar-
innar. Hann hafði, að sögn, víða haldið þing í sýslunni og feng-
ið loforð bænda um að fylkja sér gegn Jörgensen ef á þyrfti að
halda. Jörgensen var hótað öllu illu „frá því augnabliki" sem hann
legði út í Jökulsá.51 En aldrei reyndi á það. Að öðru leyti fara litl-
ar sögur af mótþróa íslendinga.
I auglýsingunum skipaði Jörgensen öllum embættismönnum að
senda sér skriflegar stuðningsyfirlýsingar. Þó að erfiðlega hafi
gengið að fá lögfróða menn til að taka við embætti Trampes greifa
kusu flestir embættismenn að sitja áfram í embættum (þeirra á
meðal voru Magnús Stephensen og Isleifur Einarsson). Launa-
greiðslur voru nefnilega háðar stuðningi við verndarann.52 „Þeir
geistlegu", undir stjórn Geirs biskups góða, hvöttu þjóðina til að
halda ró sinni, vera kurteisa og hegða sér sem kristnir menn.53
47 „I managed the whole island with ease". Hooker, A Tour in Iceland, II, bls.
83 neðanmáls.
48 Jón Espólín, Árbækur, XII, sérkafli bls. 30-31, „Tekinn ísleifr".
49 Hann er eingöngu nafngreindur í frásögn Gísla Konráðssonar, bls. 40.
50 Jón Espólín, Árbækur XII, bls 32.
51 íslenzk sagnablöd bls. 31-32. Ruddalegt bréf Jóns til Jörgensens, dagsett 10.
ágúst 1809, er að finna í Jóni Þorkelssyni, Saga Jörundar, bls. 194.
52 Schulesen, Usurpation, bls. 23. Sjá ennfremur bréf Jörgensens til Geirs
Vídalíns, 27. júní 1809, Jón Þorkelsson, Saga Jörundar, bls. 161-62.
53 Yfirlýsing klerkdómsins á prestastefnu í Reykjavík, dagsett 10. júlí 1809,