Saga - 1999, Blaðsíða 126
124
ANNA AGNARSDÓTTIR
taka að sér stjórn landsins sem „Alls íslands Verndari, og Hæst-
ráðandi til Sjós og Lands". Hann tók skýrt fram að þetta væri gert
að ósk „Almennings". Hann lofaði samt að leggja niður embætti
sitt 1. júlí 1810, þegar hin kjörna samkunda kæmi saman og
ákvæði „reglulega Landstjórn" Islands.
Enn hélt Jörgensen áfram leit sinni að íslensku stiftamtmanns-
efni. Benedikt Gröndal, „óæðri" meðdómari í Landsyfirréttinum,
lét loks tilleiðast og var skipaður stiftamtmaður 12. júlí, „en eng-
inn þykist til vita, að hann sýslaði að neinu um embættið", skrif-
aði Gísli Konráðsson í samtímafrásögn sinni.24 Danski land-
fógetinn, Rasmus Frydensberg, varð að láta af embætti. Það
var þó ekki fyrr en 2. ágúst að íslendingur fékkst loks í starfið,
Arni Jónsson Reynistaðarmágur. Að sögn Espólíns líkaði honum
ekki „alls kostar vel" við Arna.25 Jörgensen gekk augljóslega illa
að fá hæfa samstarfsmenn til að aðstoða sig við landstjórnina.
Jörgensen kallaði sjálfan sig aldrei konung íslands, þótt það
heiti festist við hann. „Nefndist hann kóngur Islands" stendur
t.d. í samtíðarannálum.26 Ónafngreindur íslendingur sem skrif-
aði grein um atburðina í danska vikuritið 0resund kallaði hann
„Kong Jörgen Jörgensen I". Hundadagakonungur var hann upp-
nefndur, en hundadagarnir standa frá 13. júlí til 23. ágúst og falla
þarafleiðandi að nokkru leyti undir valdatíð Jörgensens. Að vísu
reit hann í fyrstu málsgrein auglýsingarinnar 11. júlí:
Vér Jörgen Jörgensen höfum tekið að oss landsins stjórn sem
þess forsvarsmaður, þar til regluleg landstjórn er ákvörðuð
með fullmakt að færa stríð og semja frið við útlenska stjórn-
arherra.
Vér var og er vissulega konunglegt orðalag en Jörgensen kaus
ávallt að kalla sig vemdara og var Cromwell, „the Lord Protector",
e.t.v. fyrirmynd hans. Eins og kunnugt er höfnuðu báðar lýð-
veldishetjurnar, Cromwell og George Washington, konungsnafn-
bótum.
Var þetta róttæk breyting? Grasafræðingurinn William Jackson
Hooker, sem var samferða Jörgensen og Phelps á skipinu Margaret
24 Sjá Gísli Konráðsson, Lbs. 1128. 4to, bls. 36.
25 Jón Espólín, Árbækur, XII, bls. 33, 42.
26 Brandsstaðaannáll, bls. 59.