Saga - 1999, Blaðsíða 125
VAR GERÐ BYLTING Á ÍSLANDI SUMARIÐ 1809?
123
þessari auglýsingu hafi Jörgensen gert sig „að einskonar ein-
veldisstjóra yfir landinu".19 En það er misskilningur að Jörgensen
hafi ætlað að gerast einvaldur. Þvert á móti var hann einungis
að setja bráðabirgðastjórn á laggirnar. í stað dansks valds áttu
yfirvöldin í sérhverju amti og byggðarlagi að velja „dugandi og
skynsaman" mann sem bæri skynbragð á ásigkomulag landsins.
Byggðarlagaformennirnir, aðeins átta að tölu, áttu að koma sam-
an á samkundu þar sem þeir mundu setja lög, senda frá sér
tilskipanir og skyldi „allt ... vera ... og áður en landið var und-
ir Noregskongum". Samkvæmt þessu hafði Jörgensen í hyggju
að endurreisa hið forna Alþingi með vísi að goðavaldi. Byggðar-
lagaformennirnir áttu að fara með löggjafar- og framkvæmdar-
valdið í landinu, ekki ósvipað stjórnarfyrirkomulagi samtímans.
Dómsvaldinu var einnig breytt. Tólf manna kviðdómur, að bresk-
um og bandarískum sið, skyldi úrskurða í dómsmálum. Æðsta
dómsvaldið skyldi hins vegar vera hjá Jörgensen sjálfum þar sem
hann áskildi sér rétt til að undirrita alla dóma áður en til refsing-
ar kæmi.
Daginn eftir valdatökuna, þann 27. júní, bauð Jörgensen ísleifi
Einarssyni, meðdómanda í Landsyfirréttinum, að taka að sér
æðsta embættið í landinu - stiftamtmannsembættið.20 „Ég er ekki
væntanlegur til þeirra starfa", lét ísleifur sér nægja að segja, að
sögn Jóns Þorkelssonar.21 Magnúsi Stephensen dómstjóra var
næst boðið þetta áður eftirsótta embætti en hann afþakkaði einnig
heiðurinn.22
íslendingar kunnu augljóslega ekki að fagna hinu nýja stjórnar-
fari og varð Jörgensen fyrir vonbrigðum. í seinni auglýsingunni
11. júlí23 tjáði hann landsmönnum að þar sem „Yfirvaldspersón-
urnar" hefðu ekki enn kosið byggðarlagaformennina, eins og
hann hafði fyrirskipað tveim vikum fyrr, neyddist hann nú til að
19 Jón Þorkelsson, Saga Jörundar, bls. 33. Jörgensen til ísleifs Einarssonar, 27.
júní 1809.
20 Jón Þorkelsson, Saga Jörundar, bls. 162.
21 Jón Þorkelsson, Saga Jörundar, bls. 42.
22 Jón Espólín, Árbækur, XII, bls. 29.
23 Jón Þorkelsson, Saga Jörundar, bls. 169-71. Auglýsing Jörundar hin mikla,
11. júlí 1809.