Saga - 1999, Blaðsíða 306
304
RITFREGNIR
Fleiri fylgdu í kjölfarið, til dæmis Emil Rokstad. Hér var um viðamikinn
atvinnuresktur að ræða og er fengur að umfjöllun Þorgríms Gestssonar
um hann. Einnig er fengur að frásögninni af smábýlunum í Laugarnes-
landi og búskap þar og byggir hún mikið á munnlegum heimildum.
Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur hafði áður fjallað um þetta efni í
bók sinni Sveitin við Sundin, en Þorgrímur bætir ýmsu við. Lífinu í
Laugarnesi á fyrri hluta þessarar aldar er lýst og hér er Þorgrímur Gests-
son svo sannarlega á heimavelli, en afi hans og amma, Ingibjörg Þ.
Kristjánsdóttir og Þorgrímur Jónsson, bjuggu á jörðinni 1915-43. Að
sjálfsögðu eru börn þeirra hjóna mikilvægustu heimildarmennirnir um
þennan þátt, en Þorgrímur Gestsson hefur leitað uppi mun fleiri heimild-
armenn, til dæmis Guðjón Guðmundsson frá Austurhlíð, fyrrverandi
rekstrarstjóra RARIK. Austurhlíð var smábýli byggt úr Laugarneslandi.
Fleiri atriði tengd almennri sögu Reykjavíkur á 20. öld sem hér eru gerð
skil mætti til nefna, til dæmis greinargerð um upphaf strætisvagna í bæn-
um og umsvif í flugi á vegum Flugfélags íslands II í Vatnagörðum. Um-
svifa Loftleiða á þessum stað 1944-46 er ekki getið, þau falla utan hins
markaða sviðs.
Ekki verður annað séð en að höfundi takist það ætlunarverk sitt að
segja sögu Laugarness frá landnámi til ársins 1933 eða um það bil. Hann
afmarkar verk sitt og fylgir afmörkuninni vel. Nýjar heimildir eru dregn-
ar fram í dagsljósið, munnlegar og skriflegar, og virðist meðhöndlun
þeirra vera í góðu lagi. Ný vitneskja um sögu Laugarness er dregin fram,
einkum frá síðustu tveimur öldum, og hefur þessa sumpart verið getið.
Bókin er hin læsilegasta, texti er víða mjög myndrænn hvort sem það á
rætur að rekja til langvarandi starfa við blaðamennsku eða einhvers ann-
ars. Nokkrar rammagreinar auka á fjölbreytni ritsins. Myndefni er mikið
og fjölbreytt og eykur ótvírætt gildir bókarinnar. Margar myndanna eru
fágætar. Prentun þeirra hefur yfirleitt tekist vel. Að bókarlokum eru skrár,
mynda-, nafna-, (mannanafna) og tilvísanaskrá, en heimildaskrá vantar.
Ástæða er til að óska höfundi og útgefanda til lukku með velheppnað
verk. Myndarlega hefur verið staðið að útgáfu Mannlífs við Sund og höf-
undurinn, Þorgrímur Gestsson, hefur sýnt æskuslóðum mikla ræktar-
semi. Gaman væri í framhaldi af þessari bók að fá bækur um önnur
hverfi í Reykjavík, ekki síst þau sem eiga sér alllanga sögu. Nefna mætti
Grímsstaðaholt, Skildinganes og Viðey.
Lýður Björnsson