Saga - 1999, Blaðsíða 186
184
JENNY JOCHENS
síðara. Eigi að síður er ljóst að Skalla-Grímur heyrir til síðari
hópnum og sonur hans Egill einnig, enda búið að lýsa hvorum-
tveggja sem svörtum og Ijótum.81 þessu samhengi er þó athyglis-
verðast að Hallbera, amma Þórólfs og Gríms var dóttir Ulfs óarga
(komið af óragur, viðurnefnið sem upphefur karlmennsku hans á,
að því er virðist, írónískan og ýktan hátt). Sonur Ulfs og bróðir
Hallberu hét Hallbjörn hálftröll, nafn sem bendir til tröllakyns. Ef-
laust voru það erfðir frá honum sem ollu því að sonur Hallberu,
Kveld-Úlfur, var á valdi galdra og hræðilegra afla að nóttu til. Þær
útskýra einnig ljótt yfirbragð eins sonarsonar hennar. Því má í
stuttu máli draga þá ályktun að dökkt yfirbragð hafi verið svo
sjaldgæft á Norðurlöndum að kæmi það fram öðru hvoru hafi það
verið útskýrt með tengslum við yfirnáttúrulegar verur. Eigi að síð-
ur voru hvorirtveggju hóparnir Norðmenn og hjúskapur og barn-
eignir þeirra á milli ollu ekki vandræðum.9
Gagnstætt þessum innlendu rótum má rifja upp að í Geirmund-
ar þætti Landnámabókar er móðir tvíburanna dökku sögð finnsk
kona, þ.e. af samakyni, sem norski konungurinn tekur herfangi.10
Viðbrögð konungsins benda til þess að hann kenni henni um
óvenjulegt litaraft drengjanna. Nafnið Ljúfvina er þó ekki sama-
kyns, heldur dregið af engilsaxneska nafninu Leofwine. A því
méli sem þessir viðburðir áttu að hafa gerst í Noregi höfðu hinir
ljósu Engilsaxar blandað blóði við keltneskar þjóðir öldum saman,
en hinir norrænu víkingar höfðu nýhafið herferðir sínar til Eng-
lands og annarra landa í vestri, með sömu líffræðilegu afleiðing-
8 Nánar um þennan kafla í Jochens, „Before the Male Gaze", bls. 20-22.
Hvenær jafn auðkennandi útlit fer að vekja athygli má sjá af því að eftir að
búið er að gefa Agli nafn segir í Egils sögu að „er hann óx upp, þá mátti
brátt sjá á honum, at hann myndi verða mjgk ljótr ok líkr feðr sínum, svartr
á hár", ÍF 2.31, bls. 80. Sbr. Jesse Byock, „Egill Skalla-Grímsson".
9 Hræðilegasta tröllið í Noregi er blámaðurinn sem Búi þarf að mæta í Kjal-
nesinga sögu, ÍF 14.15, bls. 36-37.
10 Um samakyn meðal íslendinga sjá Sigurður Nordal, „Icelandic Culture ,
bls. 23 og Hermann Pálsson, Úr landnorðri.
11 Enda þótt þessi saga sé eflaust goðsögn má benda á að Magnús Noregs-
konungur var sonur Álfhildar, konu sem víkingur flutti frá Englandi til
Noregs, þar sem hún gerðist frilla Ólafs helga, sbr. Jochens, Women in Old
Norse Society, bls. 97.