Morgunblaðið - 14.11.2009, Side 22

Morgunblaðið - 14.11.2009, Side 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 2009 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is REKSTUR Icelandair Group hefur að mestu gengið vel það sem af er ári, að sögn Boga Nils Bogasonar, fram- kvæmdastjóra fjármála fyrirtækisins. „Heildarvelta á þriðja ársfjórðungi jókst um tæpan þriðjung frá sama tímabili í fyrra og hagnaður fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir jókst úr 6,2 milljörðum í 8,4 millj- arða.“ Þakkar Bogi árangurinn m.a. hagræðingaraðgerðum, sem farið var í vorið 2008, og einnig auknu mark- aðsstarfi erlendis. Segir hann að fyrirtækið hafi stokkið á tækifæri eins og flug til Seattle, sem hófst í júlí. „Það flug skil- ar um fimm milljörðum í veltu á árs- grundvelli og umtalsverðum gjaldeyr- istekjum og skapar um hundrað störf hjá fyrirtækinu.“ Viðurkennir hann hins vegar að efnahagsreikningur Icelandair Group sé veikur og hafi verið allt frá árinu 2006. „Unnið er að endurskipulagn- ingu hans. Sem dæmi má nefna að hlutfall skammtímaskulda er of hátt og erum við að vinna að því að laga það í samstarfi við okkar banka.“ Segist Bogi hins vegar hafa af því áhyggjur að hugmyndir ríkisstjórn- arinnar um skatta á flugvélaeldsneyti og komur farþega á Keflavík- urflugvelli geti sett strik í reikninginn. „Hollendingar gerðu tilraun með að setja á sérstaka skatta á komu- og brottfararfarþega í júlí 2008. Reynsla þeirra var að komufarþegum fækkaði umtalsvert og að í stað þess að afla ríkinu 300 milljóna evra hafi það kost- að hagkerfið 1,3 milljarða evra.“ Segir hann jafnframt að eldsneytisskattur muni hafa mikil áhrif á reksturinn. „Reynsla okkar er sú að fyrir hvert prósentustig sem miðaverð hækkar þá fækkar farþegum um eitt prósent. Metum við stöðuna svo að verði þær hugmyndir um skattahækkanir, sem við höfum heyrt af, að veruleika muni farþegum til landsins fækka um tvö prósent, eða um 10.000, og gjaldeyr- istekjur þjóðarinnar dragast saman um þrjá milljarða. Umsvifin í hagkerfinu muni því minnka með tilheyrandi lækkun skatttekna. „Það er verið að henda krónunni og hirða aurinn ef þessi að- gerð verður að veruleika. Það gera sér allir grein fyrir því að auka þarf tekjur ríkissjóðs en það eru til fleiri aðferðir en að hækka gjöld, t.d. geta ferðaþjónustan og hið opinbera unnið sameiginlega að því að stækka þá auð- lind sem erlendir ferðamenn eru því það mun bæði auka gjaldeyris- og skatttekjur okkar þjóðarbús.“ Hærri skattar fækka ferðamönnum Rekstur Icelandair Group hefur vænk- ast en skattahækkanir valda áhyggjum Umferð um flugvelli í Amsterdam Janúar 2007- september 2009 15% 10% 5% 0% -5% -10% -15% -20% Gildistímabil skattsins Tengifarþegar Komufarþegar Janúar 2007 September 2009 RAUNÁVÖXTUN lífeyrissjóðanna í september í ár frá september í fyrra er neikvæð um 11,4 prósent þrátt fyrir að í krónum talið sé hrein eign til greiðslu lífeyris nú farin að nálg- ast það sem hún var fyrir hrun. Verðbólga á tímabilinu gerir það að verkum að raunávöxtun er mun minni en nafnávöxtun. Hrein eign lífeyrissjóðanna náði hámarki í ágúst í fyrra, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum, og frá þeim tímapunkti er raunávöxtunin neikvæð um 13,5 prósent. Þegar horft er til ávöxtunar frá október í fyrra, en þá hafði stór hluti eigna lífeyrissjóðanna brunnið upp, er nafnávöxtunin jákvæð um 11,64 prósent. Verðbólga gerir það hins vegar að verkum að raunávöxtun er 2,92 prósent. Í Morgunkorni Ís- landsbanka segir að þróun íslensku sjóðanna sé þó ekkert einsdæmi og að í alþjóðlegu ljósi megi segja að staða íslensku sjóðanna sé við- unandi. Hrein eign sjóðanna sé nú um 120 prósent af vergri landsfram- leiðslu. bjarni@mbl.is Neikvæð ávöxtun Enn langt í land hjá lífeyrissjóðunum ● HAGDEILD Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki í nóv- ember um 0,5% frá síðasta mánuði. Gangi sú spá eftir fer 12 mánaða verð- bólga úr 9,7% niður í 8,4%. Hækki verðlag jafn mikið í nóvember og des- ember reiknar Landsbankinn með að verðbólgan í árslok verði komin í 7,3%. Telja hagspekingar bankans það ólík- legt að til stórvægilegra hækkana komi á undirliðum neysluvísitölunnar í nóvember. Þó er spáð nokkurri hækkun á mat- og drykkjarvörum. Óvissa sé um húsnæðisliðinn en búast megi við að lækkun á eldsneytisverði dragi úr hækkun vísitölunnar í nóvember. Næsta mæling Hagstofunnar er væntanleg 26. nóvember nk. bjb@mbl.is Fer verðbólgan í 8,4%? ● DÝRAR, sérsmíðaðar haglabyssur eru sagðar vera góð fjárfesting, ekki síst fyrir áhugamenn um skotfimi og tengdar íþróttir. Fram kemur í um- fjöllun Telegraph í gær að verð á sér- smíðuðum og fágætum haglabyssum hafi tvöfaldast á síðastliðnum tveim- ur áratugum, og er það ekki síst að þakka auknum áhuga á skotfimi. Samtök áhugamanna um skotfimi í Bretlandi segja að fjöldi þeirra sem stunda skotíþróttir nemi nú um millj- ón á heimsvísu. Í Bretlandi bjóða gamalgrónir framleiðendur upp á sérsmíðaðar haglabyssur eftir göml- um fyrirmyndum. Kostnaður getur hlaupið á tugum þúsunda punda, enda allt að 1.000 vinnustundir á bak við vel meitlaðan hólk. thg@mbl.is Sérsmíðaðar hagla- byssur góð fjárfesting Í HNOTSKURN »Finnur Árnason segireðlilegt að bankar og fyr- irtæki fái næði til að vinna úr skuldamálum og að umræðan eigi ekki erindi á síður dag- blaða. »Erlendir fjárfestar í 1998ehf. munu brátt verða kynntir til sögunnar. Ekki hefur fengist staðfest hvort þeir hafa áður komið við sögu í fjárfestingum á Íslandi eða í fyrirtækjum tengdum Baugi. Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is HAGAR eru vænlegra fyrirtæki með Jóhannes Jónsson innanborðs og mun hæfara til þess að standa við skuldbindingar sínar ef stofnendur fyrirtækisins halda eignarhaldi á því, segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa lykilstarfsmenn Haga hótað því að ganga á dyr ef eigenda- skipti verða á Högum. Finnur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem meðal annars kom fram að nú væri unnið að skuldamálum eigenda fyr- irtækisins, 1998 ehf. Spurður um hvaða leiðir hann sæi færar til að úti- loka afskriftir, sagði Finnur ekki tímabært að ræða það í fjölmiðlum: „Þetta er mál sem er mjög eðlilegt að sé unnið í samvinnu banka og fyr- irtækis. Það er með öllu óeðlilegt að sú umræða fari fram í fjölmiðlum.“ Erna Bjarnadóttir, stjórnarformað- ur Nýja Kaupþings, segir að stjórn bankans hafi ekki haft vitneskju um tilkynningu Finns. Finnur segir þess ekki langt að bíða að erlendu fjárfestarnir sem eru sagðir ætla að fjárfesta í 1998 verði kynntir til sögunnar. Inntur eftir því hvort viðkomandi aðilar hafi áður komið við sögu í fjárfestingum í ís- lenskum fyrirtækjum svarar Finnur því til að viðkomandi aðilar muni koma til með að styrkja 1998. Hvar afskrifast skuldin? Nýja Kaupþing hefur tekið yfir öll hlutabréf í 1998. Í hlutafélagalögum er samruni þegar eitt eða fleiri fyr- irtæki eru leyst upp og allar eignir og skuldir þeirra eru færðar yfir til annars fyrirtækisins sem er starf- andi fyrir, þó að gildissvið laganna megi túlka nokkuð rúmt. Þegar 1998 rennur inn í Nýja Kaupþing fær bankinn yfirráð á réttindum og skyldum félagsins, skuldum þar með töldum. Afskrift á 48 milljarða kröfu sem var upphaflega á hendur 1998 er því strangt til tekið ekki „afskrift skulda 1998“ eftir að samruni hefur átt sér stað. Í samtölum Morgun- blaðsins við lögfræðinga getur þessi túlkun á lögum um samruna og hlutafélög átt við rök að styðjast, og ef til vill skýrir hún þær fullyrðingar forsvarsmanna 1998 að engar af- skriftir verði á skuldum 1998, enda er skuldin orðin Nýja Kaupþings eft- ir samrunann. Þess má geta að Sam- keppniseftirlitinu hefur borist fjöldi tilkynninga um samruna banka við hin ýmsu fyrirtæki í skuldavanda. Ekki náðist í Finn Sveinbjörnsson, forstjóra Nýja Kaupþings, eða Sig- urjón Pálsson, stjórnarformann 1998, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Forstjórinn vill Jóhannes Jónsson meðal eigenda Stjórn Nýja Kaupþings hafði ekki vitneskjum um tilkynningu frá Högum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hagar Finnur Árnason telur Hagar munu verða hæfari til að standa skil á sínum skuldbindingum ef Jóhannes Jónsson er enn meðal eigenda. ● VILHJÁLMUR Þorsteinsson mun taka sæti í stjórn verðbréfafyrirtæk- isins Auður Capi- tal eftir að hafa keypt 10% hlut í félaginu, sem stofnað var fyrir tveimur árum af Höllu Tómasdóttur og Kristínu Péturs- dóttur. „Nálgun og hugmyndafræði Auðar höfðar til mín og hefur þegar sannað gildi sitt. Í farvatninu er hug- arfarsbreyting í viðskipta- og fjármála- lífi, sem Auður er í takti við,“ segir Vil- hjálmur í tilkynningu um hlutafjár- kaupin. Um 35 manns starfa hjá Auði. „Auður höfðar til mín“ Vilhjálmur Þorsteinsson ● VIÐSKIPTI með skuldabréf námu 11,2 milljörðum króna í kauphöllinni í gær, þar af fyrir 7,7 milljarða með rík- isskuldabréf. Vel heppnað útboð á rík- isvíxlum fór fram daginn áður hjá Lána- málum ríkisins þar sem tilboðum fyrir 20 milljarða króna var tekið. Von er á öðru útboði í næstu viku. Viðskipti með hlutabréf námu 129,5 milljónum króna, þar af fyrir 128,5 millj- ónir með bréf Marels, sem hækkuðu um 2,4% í þessum viðskiptum. Vel heppnað útboð ÞETTA HELST… ÍS L E N S K A /S IA .I S /S A L 47 91 5 11 .0 9 RÁÐSTEFNA UM OPINBER FJÁRMÁL DAGSKRÁ OG SKRÁNING Á VEF SA: WWW.SA.IS FFR ER AÐ MARKA FJÁRLÖG? ÞRIÐJUDAGINN 17. NÓVEMBER 2009 KL. 13:30–17:00 Á HÓTEL NORDICA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.