Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 5. D E S E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 333. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF ELÍSABET SYNDIR Á MÓTI STRAUMNUM «AFMENNINGU Hvað átti þetta „athabold“ að þýða? 6 Mrogunblaðið/RAX Sjóður Fulltrúar AGS hafa verið hér á landi í um tvær vikur. ÚTLIT er fyrir að samdráttur vergrar landsframleiðslu á þessu ári verði minni en fyrstu spár gerðu ráð fyrir, að því er fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Mark Flanagan, sagði á fundi í gær. Sagði hann að í stað 10% sam- dráttar væri nú gert ráð fyrir samdrætti upp á 7-8% og enn væri gert ráð fyrir því að hag- vöxtur hæfist á næsta ári. Flanagan sagði að nýjustu upplýsingar gæfu til kynna að skuldir hins opinbera yrðu minni en spáð hafði verið, einkum vegna þess að kostnaður við end- urfjármögnun bankanna hefði verið minni en gert var ráð fyrir í upphafi. Hins vegar væru skuldir einkageirans meiri og þar með skuldir þjóðarbúsins í heild. Sagði hann að þrátt fyrir þetta gerði sjóðurinn enn ráð fyrir því að Íslendingar gætu staðið skil á skuldum sínum. Erlendar skuldir þjóðarbúsins væru nú á bilinu 307-350% af vergri landsframleiðslu, en lík- lega þó nær 307% en 350%. | 13 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir þróun mála í takt við áætlun Getum staðið undir skuldum Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is REKSTRARKOSTNAÐUR grunn- skóla landsins var um 52,3 milljarðar króna á liðnu ári og er stefnt að því að ná honum niður um þrjá til þrjá og hálfan milljarð á næsta ári. Sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskóla 1996. Þegar ríkið var með hann á sinni könnu var skólinn oft tví- og þrísetinn en nú er hann al- farið einsetinn. Þessi breyting hefur kallað á útþenslu í húsnæði og bún- aði auk fjölgunar kennara og annars starfsliðs. Ennfremur hefur verið boðið upp á aukna þjónustu eins og t.d. skólamáltíðir. Rætt hefur verið um að sameina mötuneyti fyrir leik- og grunnskóla og innkaup eru líka í endurskoðun. Í þessu sambandi hef- ur verið bent á að í nágrannalönd- unum tíðkist að börn hafi með sér nesti en hér er gert ráð fyrir heitum mat í hádeginu. Stutt er síðan skóla- árið var lengt úr 170 í 180 skóladaga. Yrði sú breyting látin ganga til baka þýddi það niðurskurð í skólaakstri, mötuneyti og öðrum hliðarstörfum, en dagafjöldinn er kjarasamnings- bundinn og þar við situr. Hagræðing óumflýjanleg Rekstrarútgjöld sveitarfélaga vegna grunnskóla námu ríflega 35% af skatttekjum þeirra 2008. Í 59 sveitarfélögum var hlutfallið á bilinu 31-50%, í sex sveitarfélögum var hlutfallið 51-70% og í fjórum sveit- arfélögum var hlutfallið 30% eða minna. Rekstrarkostnaður á hvern nemanda var mestur á Norðurlandi vestra og minnstur á Suðurnesjum. Grunnskólinn á Íslandi er einn sá dýrasti í heimi en hlutfallslega há framlög hafa ekki skilað hagstæðum árangri í PISA undanfarin ár. Svan- dís Ingimundardóttir, skólamálafull- trúi hjá Sambandi íslenskra sveitar- félaga, bendir á að í skýrslu OECD um menntamál sé komist að þeirri niðurstöðu að með áhrifaríkari kennsluaðferðum megi lækka út- gjöld til menntamála um allt að 30%. Þurfa að minnka rekstrar- kostnað um þrjá milljarða Rekstrarkostnaður grunnskóla landsins var um 52,3 milljarðar króna á liðnu ári  Standa vörð | 12 MIKIL kyrrð ríkir á Bessastöðum á jólaföstunni, en yfir sveitarfélaginu Álftanesi hvílir samt meiri skuggi en fylgir ljósaskiptunum. Álftanes skuld- ar ríflega sjö milljarða og er komið í gjörgæslu samgönguráðuneytisins. Staðan er alvarleg og í raun er sveitarfélagið gjaldþrota, en skýrsla um fjármál þess verður væntanlega lögð fyrir fund ríkisstjórnarinnar í dag og þá má gera ráð fyrir að ákvörðun verði tekin um næstu skref. | 2 BESSASTAÐIR Í KYRRÐ JÓLAFÖSTUNNAR Morgunblaðið/Árni Sæberg  FRUMMATSSKÝRSLA Vega- gerðarinnar á tvöföldun Suður- landsvegar frá Hveragerði austur fyrir Selfoss er komin til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Líkt og í drögum að matsáætlun eru lagðar til tvær veglínur norðan við Selfoss, með nýjum brúarstæðum yfir Ölf- usá. Sú breyting hefur átt sér stað að lagður er til svonefndur 2+2- vegur alla leið, á nærri 14 km kafla, með tveimur akreinum í hvora átt. Engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar um að ráðast í verkið, sem gæti kostað 9-11 milljarða króna, en um það eru skiptar skoðanir meðal heimamanna. Nýjar veglínur raska m.a. Hellisskógi og golfvelli. »20 9-11 milljarða kostnaður við tvöföldun Suðurlandsvegar  ÁRSVEXTIR á skuldabréfi því sem nýi Lands- bankinn gefur út á þann gamla verða 5-7 millj- arðar króna til að byrja með. Vextirnir á skuldabréfinu, sem er til tíu ára, verða breytilegir og fyrstu fimm árin verða þeir 1,75% ofan á svokallaða LIBOR- vexti, sem eru breytilegir og eru nú á bilinu 0,25-0,7%, eftir myntum. Þetta þýðir að árlegur vaxtakostn- aður til að byrja með nemur 5-7 milljörðum króna, en skuldabréfið er 260 milljarðar króna og er bund- ið gengi pundsins, dollarsins og evrunnar. Að fimm árum loknum hækka vextirnir upp í 3,9% ofan á fyrrnefnda LIBOR-vexti, en gjarn- an er talið að langtíma-LIBOR- vextir séu á bilinu 2-3%. »14 Ársvextir á skuldabréfi nýja Landsbankans 5 ma. króna  Greiningar- deild Arion- banka spáir miklum verð- lagshækkunum við upphaf næsta árs. Verðbólgan muni ná hámarki í marsmánuði og mælast þá rétt undir 11%. Helsta ástæða verðbólguskotsins er að mati sér- fræðinga bankans sú að verðlag muni hækka 0,5% umfram þau beinu áhrif sem hækkanir á skött- um og gjöldum hafa á verð- lagsþróun. »14 Verður 11% verðbólga í marsmánuði? Þvörus leikir m ættur Hvar eru allar þvörurnar? *Nánar um skilmála á flytjandi.is PI PA P R \\ BW AA TB •• SÍ A • 9 SÍ A • 91 8 818 S 91 8 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.