Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 12
bendir hún á alþjóðlegu rannsóknina TALIS (Teaching and Learning International Survey vorið 2008) um stöðu og viðhorf kennara og skólastjórnenda til eigin starfs og aðstæðna, en niðurstöður hennar birtust sl. sumar. Þar komi m.a. fram að hérlendis hafi verið nær 50% afföll kennara eftir fyrsta starfsár þeirra og skeri Ísland sig úr í samanburði við önnur lönd. Réttindanám og rann- sóknaverkefni séu minna stunduð hér á landi en í flestum öðrum þátttökulöndum og einnig sé virkni og áhugi hvað starfsþróun varðar minni. Þetta sé umhugsunarefni með gæði kennslunnar í huga. Svandís segir að gera megi ráð fyrir því að nemendum á hvert stöðugildi eigi eftir að fjölga á nýjan leik á meðan við vinnum okkur út úr krepp- unni en bendir jafnframt á að ekki hafi verið færðar sönnur á það að fá- mennir bekkir skili betri námslegum ár- angri. Sama eigi við um fjölda kennslu- stunda. Þær séu til dæmis mun fleiri hjá okkur en í finnskum grunnskólum en námsárangur hérlendis sé ekki í samræmi við það. Það væru því öfugmæli að halda því fram að fjöldi kennslu- stunda í hverri grein tryggði gæði og árangur náms. Nýleg úttekt félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands fyrir menntamálaráðuneytið á stöðu lestrarkennslu í íslenskum grunn- skólum sýni m.a. að kennarar treysta sér hreinlega ekki til þess að kenna nemendum að lesa eftir að yngsta stiginu sleppir, hvað þá að þjálfa upp læsi og efla lesskiln- ing í víðum skilningi öll 10 árin í grunnskólanum, en það eru einmitt þeir þættir sem PISA mælir meðal ann- ars. Svo þurfi að viðhalda og efla les- skilnings- og læs- isþáttinn þegar í fram- haldsskólann kemur. „Hjá okkur er því augljóslega pottur brotinn bæði í námi og kennslu kennaraefna og framboði til símenntunar kennara á þessu sviði,“ segir Svandís. Svandís segir ennfremur að það að ætla að standa vörð um núverandi fjölda kennslu- stunda með þeim formerkjum að þannig tryggjum við gæði skólastarfs og viðhöldum menntunarstigi barna okkar til framtíðar sé röng nálgun. „Það þarf að standa vörð um og efla gæði og inntak náms og kennsluhátta,“ segir hún. Nauðsynlegt sé að vera með báða fætur á jörðinni og horfa raunsætt á þær að- stæður sem við búum nú tímabundið við. Í þeim geti svo sannarlega falist tækifæri til þess að efla skólastarf og námsárangur. 1.154 þúsund krónur kostaði hver nemandi 2008, en 2004 var rekstrar- kostnaður á nem- anda 927 þúsund krónur, miðað við verðlag ársins 2008. FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is STARFSMANNAHALD í grunnskólum landsins hefur bólgnað út á nýliðnum árum og viðbúið að taka þurfi á því eins og öðru í hagræðingaraðgerðum sveitarfélag- anna í skólunum. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er stefnt að því að ná rekstr- arkostnaði grunnskóla niður um þrjá til þrjá og hálfan milljarð króna á næsta ári. Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, bendir á að samkvæmt skýrslu OECD um menntamál sé grunnskólinn á Íslandi talinn einn sá dýrasti í heimi og skipi þar sess með Noregi, en þessi hlutfallslegu háu framlög hafi þó hvorki skilað Íslandi né Noregi hagstæðum árangri í PISA undanfarin ár, frekar hafi hallað undan fæti en hitt. Í skýrsl- unni sé komist að þeirri niðurstöðu að með því að beita áhrifaríkari kennsluaðferðum sé hægt að lækka útgjöld til menntamála um allt að 30% án þess að minnka gæði og umfangi kennslu. Hún segir að á Íslandi séu hlutfallslega fæstir nemendur á hvert stöðugildi í sam- anburði við nágrannaþjóðirnar og fjöldi nemenda í bekk nokkuð undir meðatali bekkjarstærða OECD landanna, sam- kvæmt upplýsingum úr Education at a Glance frá 2007. Þar komi líka fram að allur ytri aðbúnaður hérlendis sé yf- irleitt í háum gæðaflokki. Samkennsla árganga í smærri skólum sé ekki eins mikil og í samanburðarlöndunum. Þá hafi ný störf eins og störf stuðningsfull- trúa og skólaliða bæst við og töluverð aukning hafi orðið í millistjórnendalagi skólanna. Þá hafi sums staðar verið boðið upp á akstur heim úr skóla tvisvar á dag. Á öllum þessum sviðum þurfi að draga saman seglin, en staðan sé reyndar mismunandi í sveitarfélögunum og alls staðar verði reynt að komast hjá uppsögnum. Skólastarfið mikilvægast Svandís segir að ekki megi ein- blína á rekstr- artölur því ekki sé síð- ur mik- ilvægt að varpa ljósi á gæðakröf- ur í kennslu- háttum og skólastarfi. Ef það sé samdóma álit að PISA mælikvarðarnir séu þeir sem eigi að nota á ís- lenskt skólastarf þurfi að huga betur að inntaki og gæðum kennsluhátta. Í þessu sambandi Standa vörð um gæðin  Grunnskólinn á Íslandi talinn einn sá dýrasti í heimi en hlut- fallslega há framlög hafa ekki skilað hagstæðum árangri í PISA  Segir það öfugmæli að halda því fram að fjöldi kennslu- stunda í hverri grein tryggi gæði og árangur náms 43.511 nemendur voru í grunnskólum landsins 2008 en 44.511 árið 2004. 8,7 nemendur voru á hvert stöðugildi starfsfólks við kennslu 2008 en 11,5 nemendur ár- ið 2000. 12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Skólakerfi á krossgötum Menntasvið borgarinnar hagræðir um 775 milljónir MENNTASVIÐ Reykjavíkurborgar á að hagræða um 775 milljónir króna á næsta ári og horft verður til aukins sveigjanleika í skólastarfi sem kunni að standa til boða í viðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga við mennta- málaráðuneytið án þess að skerða grunnþjónustu, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar 2010. Rekstrarkostnaður grunnskóla í Reykjavík nemur um þriðjungi alls kostnaðar við grunnskóla landsins. Vegna hagræðingar verður ýmsum verkefnum á Menntasviði borg- arinnar frestað á næsta ári. Verulega verður dregið úr innkaupum á bún- aði og þjónustu, símenntunarkostnaði og öðrum starfsmannatengdum kostnaði. Styrkir verða lækkaðir og hagrætt í almennum rekstri og laun- um. Hagrætt verður í yfirstjórn og miðlægum liðum eins og þróunarverk- efnum, könnunum og kostnaði við skólasafnamiðstöð. Ekki verður ráðið í stöður sem losna nema nauðsynlegt sé, hagrætt í fjárframlögum til stjórn- unar, veikindaafleysinga og til félagsstarfs nemenda. Hagrætt verður í al- mennum rekstri með breyttu og bættu vinnufyrirkomulagi, s.s. útvistun verkefna, samráðningum starfsfólks grunnskóla og frístundaheimila, al- mennu rekstraraðhaldi, hagkvæmari innkaupum og fleiri þáttum. Engin hagræðing verður á sérkennslu, nýbúakennslu eða á almennu kennslumagni. Dregið úr yfirvinnu 79,6% 11,1% 7,4% 1,9% Dregið úr forfallakennslu 78,8% 11,5% 7,7% 1,9% Dregið úr kostn. við prent., ljósr., pappír... 71,7% 13,2% 9,4% 5,7% Dregið úr búnaðarkaupum 69,2% 19,2% 9,6% 1,9% Dregið úr vöru-/þjónustukaupum 65,4% 21,2% 9,6% 3,8% Dregið úr kostnaði v/vettvangsferða 59,6% 21,2% 13,5% 5,8% Samkennsla aukin 54,7% 22,6% 20,8% 1,9% Dregið úr aksturskostnaði 54,7% 18,9% 17,0% 9,4% Dregið úr framkvæmdum 51,0% 21,6% 17,6% 9,8% Dregið úr kostn. við endur- og símenntun 47,1% 25,5% 23,5% 3,9% Hækkun á verði skólamötuneyta 45,1% 27,5% 23,5% 3,9% Kennsluskylduhámark kennara fullnýtt 43,1% 15,7% 23,5% 17,6% Úthlutuðum kennslustundum fækkað 42,3% 15,4% 36,5% 5,8% Dregið úr viðhaldi 40,8% 20,4% 26,5% 12,2% Dregið úr kostnaði v/félagsstarfa nem. 39,2% 15,7% 39,2% 5,9% Hagrætt í skipulagi sérkennslu 36,5% 30,8% 26,9% 5,8% Hagræðing í mötuneyti 29,4% 19,6% 31,4% 19,6% Skólaliðum fækkað 29,4% 15,7% 41,2% 13,7% Kennurum fækkað 27,5% 15,7% 49,0% 7,8% Stjórnunarkvóti lækkaður 26,9% 23,1% 40,4% 9,6% Fjölgun nem. í bekkjum 25,5% 27,5% 33,3% 13,7% Frístund/skóladagv.Hækkun á gjaldskrá 25,5% 17,6% 33,3% 23,5% Stuðningsfulltrúum fækkað 21,6% 21,6% 39,2% 17,6% Hagræðing í skólaakstri/fækkun ferða 20,8% 30,2% 24,5% 24,5% Helstu hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga Ákveðið Til umræðu Ekki til umræðu Á ekki við í grunnskólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.