Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 16
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 TALIÐ er ólíklegt að ríki heims samþykki þann samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, sem lofts- lagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) lagði til að samið yrði um á aðildarríkjaþingi loftslagssamnings SÞ í Kaupmannahöfn. Líklegt er að ríkin fresti því í allt að sex ár að taka ákvörðun um hversu langt eigi að ganga í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn fréttavefjar breska blaðs- ins The Times er nú gert ráð fyrir því að aðildarríki loftslagssáttmál- ans samþykki að endurskoða mark- miðin um minni losun gróðurhúsa- lofttegunda árið 2015 eða 2016. The Times segir að samningamenn þró- aðra iðnríkja ætli að nota tillöguna um endurskoðunina til að réttlæta það að ekki verði samið um að minnka losunina um 25-40% fyrir ár- ið 2020 frá því sem hún var árið 1990 eins og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna lagði til. Metnaðarfyllstu tilboð aðildarríkjanna á loftslags- þinginu í Kaupmannahöfn eru talin jafngilda um 18% heildarsamdrætti. Stjórn Baracks Obama Banda- ríkjaforseta hefur boðist til að minnka losunina um 4% fyrir árið 2020 miðað við árið 1990, með fyrir- vara um samþykki Bandaríkjaþings. Evrópusambandið hefur lofað 20% samdrætti og kveðst vilja minnka losunina um allt að 30% ef önnur lönd samþykki sambærilegar tak- markanir. Afríkuríki óánægð Mikil óánægja er meðal samningamanna þróunarlanda með gang viðræðnanna á loftslags- þinginu í Kaupmannahöfn. Samn- ingamenn nokkurra Afríkuríkja hafa gefið til kynna að náist ekki veruleg- ur árangur í viðræðunum á næstu dögum ætli leiðtogar þeirra ekki að taka þátt í leiðtogafundum sem ráð- gerðir eru síðasta sólarhringinn áð- ur en loftslagsþinginu lýkur á föstu- daginn kemur. Gert er ráð fyrir því að yfir 110 þjóðarleiðtogar mæti á loftslagsþingið. Þessi óánægja varð til þess að samningamenn Afríkuríkja gengu af fundum vinnuhópa en þeir sam- þykktu þó að lokum að halda viðræð- unum áfram. Vaxandi spenna milli Bandaríkjamanna og Kínverja þótti einnig draga úr líkunum á því að við- ræðurnar bæru tilætlaðan árangur. bogi@mbl.is Reuters Mótmæli Grænfriðungar í Kaup- mannahöfn krefjast aðgerða. Vilja endurskoða markmið eftir sex ár Líkur á að loftslagsþingið beri ekki tilætlaðan árangur YFIRVÖLD í Nepal skáru upp her- ör gegn spillingu og fundu ráð til að koma í veg fyrir að starfsmenn alþjóðaflugvallarins í Katmandú styngju mútum í vasann. Þeir voru látnir klæðast vasalausum buxum. Þetta er ein af furðulegum frétt- um ársins sem er að líða og hér fylgja nokkrar aðrar sem vert er að halda til haga:  Hópur grískra stjórnleysingja skipulagði söfnun til að endurreisa blaðsöluturn 74 ára gamallar konu eftir að hann brann til kaldra kola í óeirðum sem hópurinn tók þátt í. „Við ættum að styrkja þau okkar sem verða fórnarlömb ofbeldis,“ sagði hópurinn sem safnaði jafn- virði 2,4 milljóna króna.  Breskur vísindamaður, sem hafði safnað skít sjaldgæfrar eðlu- tegundar á Filippseyjum í mörg ár, varð fyrir miklu áfalli þegar hrein- gerningarfólk henti skítnum út úr rannsóknarstofu hans með ruslinu. „Í augum annarra var þetta kannski bara eðluskítur en fyrir mér var þetta afrakstur margra ára vinnu,“ sagði vísindamaðurinn.  Lögreglumenn á Írlandi brutu lengi heilann um pólskan síbrota- mann sem var sektaður 50 sinnum fyrir umferðarlagabrot en þar sem hann var skráður á 50 heimilisföng náðist aldrei í hann. Gátan leystist loks þegar glöggur lögreglumaður áttaði sig á því að nafn síbrota- mannsins þýðir „ökuskírteini“ á pólsku.  Rússneskir fjölmiðlar gerðu óspart grín af Hillary Clinton, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna stafsetningarvillu á tákn- rænni gjöf sem hún gaf rússneska utanríkisráðherranum Sergej Lavrov. Clinton ætlaði að afhenda Lavrov hnapp með áletruninni „endurstilla“ til að leggja áherslu á að stjórn Baracks Obama vildi „nýtt upphaf“ í samskiptunum við Rúss- land. Á hnappnum átti að standa „perezagruzka“, eða „endurstilla“, en þess í stað var þar orðið „pereg- ruzka“, sem þýðir „ofhlaða“. bogi@mbl.is Af vasalausum buxum og öðrum furðufyrirbærum Ofhlaða Clinton færir Lavrov gjöf. MATREIÐSLUNEMAR leggja lokahönd á rétti í heims- metstilraun í íþróttahöll í Manila, höfuðborg Filipps- eyja, í gær. Alls voru framreiddir 5.000 réttir sem höfðu það allir sameiginlegt að ostur var á meðal aðal- hráefnanna. Markmiðið var að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir metfjölda rétta sem matreiddir eru á einum degi. Fyrra metið var sett á Indlandi fyrir tveim- ur árum þegar matreiddir voru 4.668 réttir. Reuters REIDDU FRAM 5.000 RÉTTI – meira fyrir áskrifendur Skólar og námskeið Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefna því á nám og námskeiða. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið þriðjudaginn 5. janúar 2010. Meðal efnis verður : Háskólanám og endurmenntun. Fjarmenntun á háskólastigi. Verklegt nám/iðnnám á framhalds og háskólastigi. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og nám erlendis. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 21. desember Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.