Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Í Borgarfirði hefur haustið liðið við ýmis störf. Bændur hafa að mestu heimt fé sitt af fjalli og innlegg haustslátrunar komið inn á reikn- inga. Keppst hefur verið við að byrgja sig upp fyrir komandi vetur. Slátur búið til, bjúgu, kæfa, rúllu- pylsa og jólahangiketið komið úr reykkofanum. Allt tilbúið til jólahá- tíðar og komandi vetrar. Ekki ama- legt að vera sjálfum sér nægur í mat.    Borgfirskir sauðfjárbændur eru farnir að huga að framtíðinni, eins og jafnan á þessum árstíma sem er fengitími. Flestir hafa sætt ær sínar, sem það ætla að gera, þuklað hrút- ana og ákveðið hverjir eru vænlegir til undaneldis. Hér áður hleyptu margir bændur til ánna á Þorláks- messu eða aðfangadag. Nú þykir það heldur seint því síðfædd lömb gefa ávísun á minni dilka að hausti.    Borgfirðingar láta því ekki deigan síga þrátt fyrir blikur á lofti. Í Staf- holtsprestakalli hafa sóknarbörn verið að lagfæra kirkjur sínar sem veitt hefur smiðum heimahéraðs vinnu. Turninn á Hvammskirkju var endurgerður í upphaflegri mynd. Skipt var um turn á kirkjunni í Norðtungu og gagnger viðgerð kirkjunnar í Stafholti er hafin. Sú kirkja á engan sinn líka á landinu, vígð árið 1877 og óvenjulega stór miðað við sveitakirkju, tekur um hundrað manns í sæti. Lýsir bygg- ingin vel stórhug sóknarbarna og prests á sínum tíma. Sóknarnefnd Stafholtskirkju hefur látið prenta jólakort til styrktar uppbyggingu kirkjunnar. Kortið prýðir mynd af altaristöflunni sem Einar Jónsson gerði. Eins og oft tíðkaðist stendur kirkjan á hól og er kennileiti víða í héraði. Staðinn átti ekki ómerkari maður en Snorri Sturluson í önd- verðu og var kirkjan afar rík af landi og lausum aurum. Nú er Snorrabúð stekkur þar sem víða annars staðar en jörðin hefur þó enn hlunninda- tekjur af Norðurá og Hvítá.    Borgfirðingar hafa um nokkurt skeið blásið til samsöngs á aðventu í Reykholtskirkju. Sparisjóður Mýra- sýslu, heitinn, var styrktaraðili tón- leikanna. Er líða tók á haustið fór söngfólk að velta því fyrir sér hvort hinn nýji banki, Arionbanki, sæi sér fært að styrkja samkomuna. Svo reyndist ekki vera. Heimamönnum fannst ótækt að ekki yrði af hinni ár- legu, notalegu samverustund og með samstilltu átaki urðu tónleikarnir að veruleika. Sóknarnefnd og staðar- haldarar í Reykholti léðu kirkjuna endurgjaldslaust og söngfólk hér- aðsins kom saman síðasta föstudag og hélt veglega tónleika. Konur af öllu svæðinu gáfu smákökur með kaffinu og fyrirtæki styrktu með ýmsum hætti. Var mál manna að allt væri vel heppnað og fyrirséð að framhald verður á. Með helgihljóm og frið í hjarta ganga Borgfirðingar því inn í aðventu og jólahald þar sem mannlífið blómstrar þótt blási kalt um Frón sem stendur. BORGARFJÖRÐUR Birna G. Konráðsdóttir fréttaritari Morgunblaðið/Golli Í jötunni lá Líflegt er í fjárhúsum landsins þessa dagana. Áhaustdögum gengur sá tími ígarð sem að mestur hrossa-útflutningur er frá landinu en kaupendur erlendis velja þennan tíma vegna þess að þá er engin fluga lengur að plaga hestana erlendis. Það eru flutt út um eitt hundrað hross á viku um þessar mundir og fara flest til Svíþjóðar og Þýska- lands. Hrossin fara öll með flug- vélum og aðal áfangastaðir eru Norrköping í Svíþjóð og Liege í Belgíu, en á þessum stöðum eru sér- stakar landamærastöðvar, sem taka við hrossum inn í Evrópu frá svoköll- uðum þriðju löndum, eins og Íslandi. Það ætti að vera metnaður ís- lenskra hrossaræktenda að senda frá sér heilbrigð, vel hirt og snyrti- leg hross til útflutnings. Gullna regl- an á að vera að senda hrossið frá sér í því ástandi sem maður vildi sjálfur taka á móti því. Hrossið sem flytja skal út á að vera rétt skráð í World- feng, sem er skráningargrunnur ís- lenska hestsins áður en það er sent af stað til útflutningsskoðunar. Eftir þeim gögnum sem skráð eru í Worldfeng, er gefið út hestavega- bréf fyrir hestinn, þar sem meðal annars kemur fram hver hesturinn er, aldur, litur, merking og ætt hans og uppruna er lýst. En langflest hross eru í dag merkt með svoköll- uðu örmerki, sem komið hefur verið fyrir í makka hestsins, en þar er um að ræða 15 tölustafa einkvæmt núm- er, sem lesið er af með sérstöku af- lestrartæki. Hrossin verða að vera heilbrigð og í góðum holdum við útflutning og þau skulu vera vel hirt og hrein. Ekki er heimilt að flytja járnuð hross úr landi, en þessi regla er sett til að síður komi til þess að þau meiði hvort annað í flutningnum. Mjög æskilegt er að hrossin séu bandvön við útflutning, bæði er miklu léttara að skoða hross sem eru eitthvað tamin og einnig hitt að miklu betra er fyrir hrossin að þau séu mannvön, þegar senda þarf þau milli landa. Hross sem eru stygg og hrædd eiga miklu erfiðar með að ganga í gegn- um feril skoðanna og flutnings. Óheimilt er að flytja úr landi fyl- fullar hryssur sem gengnar eru með sjö mánuði eða lengur. Heilbrigði og velferð dýra Ástand hrossa við útflutning Gunnar Örn Guðmundsson, héraðs- dýralæknir hjá Matvælastofnun. Morgunblaðið/Ómar Ferðalag Útflutningur hrossa skap- ar töluverðar tekjur. Arion banki býður nú viðskiptavinum með erlend og innlend íbúðalán lausnir sem lækka höfuðstól lána og létta greiðslubyrði. Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Skoðaðu hvaða leið gæti hentað þér á arionbanki.is. Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum Arion banka eða í síma 444 7000. ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 48 40 9 12 /0 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.