Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 ✝ Sigurþór Árnasonvar fæddur í Ak- urgerði í Innri- Njarðvík 18. desem- ber 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásta Karítas Einarsdóttir og Árni Sigurðsson, þau slitu samvistum. Systkini Sigurþórs eru Einar Árnason, f. 1. sept- ember 1930. Guðríður Eygló Árnadóttir, f. 15. október 1932, d. 25. nóvember 2009. Óskírð- ur Árnason, f. 9. júlí 1935, d. 30. september 1935. Sveinn Guðbergs- son, f. 10. janúar 1943. Sigríður Guðbergsdóttir, f. 9 september 1945. Aðalsteinn Guð- bergsson, f. 9. janúar 1948. Sigurþór ólst upp í Innri- og Ytri- Njarðvík hjá for- eldrum sínum og síð- an móður sinni og eiginmanni hennar Guðbergi Sveinssyni. Vann verkamanna- vinnu og lengst af á Keflavíkurflugvelli í yfir 50 ár. Sigurþór bjó í Njarðvík og síð- ast í Keflavík þar til í mars 2009 að hann fór á hjúkrunarheimilið Hlévang. Útför Sigurþórs fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, þriðju- daginn 15. desember og hefst at- höfnin kl.13. Meira: mbl.is/minningar Það er skrítið til þess að vita að frændi okkar, hann Siggi, eins og hann var jafnan nefndur, sé ekki lengur hér á meðal okkar og að hann hafi kvatt þennan heim að- eins tíu dögum á eftir systur sinni, Guðríði. Því svo lengi sem við munum þá var Siggi táknmynd hins eina sanna frænda, sem ávallt var til staðar þegar eitthvað bját- aði á, þótt hann sjálfur gengi ekki heill til skógar. Þegar foreldrar okkur bjuggu á Gufuá og raunar meðan þau lifðu voru heimsóknir Sigga til okkar jafn öruggar sem árstíðaskiptin. Við vissum að sumarið var örugg- lega komið þegar Siggi kom að sunnan í stífpressuðum buxum, fallega straujaðri skyrtu og ang- andi af hreinlæti og þegar hann stakk höndunum í buxnavasana heyrðist hringla í lyklum og smá- mynt. Hann vann megnið af sínum starfsaldri í þvottahúsi bandaríska hersins í Keflavík og fyrir vikið færði hann okkur systkinunum jafnan heil ósköp af „amerísku“ tyggjói sem var sjaldgæfur mun- aður í sveitinni. Sömuleiðis færði hann móður okkar fáséð kex í dunkum með myndum á og ým- islegt annað smálegt sem ekki fékkst í Kaupfélaginu í Borgar- nesi. Hann færði okkur líka fréttir af giftingum, trúlofunum og fæð- ingum hjá skyldfólkinu og vinum á Suðurnesjum og var þá setið lengi fram eftir á kvöldin. Siggi var stál- minnugur og fylgdist náið með daglegu lífi síns fólks og okkur lærðist fljótt að rengja hann ekki því hann hafði jafnan rétt fyrir sér þegar einhver atburðurinn var rifjaður upp. Hann var líka Hauk- ur í horni ef þörf var á upplýs- ingum um menn og málefni, en naut þess stundum að stríða okkur systrunum ef hann frétti að kær- asti væri með í spilunum. Siggi var ljúfmenni og vildi öll- um vel. Umhyggjusemi hans kom þó e.t.v. skýrast í ljós með ein- stakri natni hans og umönnun móður sinnar, henni Ástu frænku, einkum síðustu æviár hennar, og einnig gagnvart þeim sem áttu um sárt að binda, bæði innan fjöl- skyldunnar sem utan. Það fylgdi honum gleði, það var bjart yfir honum og hjálpsemi hans var við brugðið. Skipti það þá ekki máli hvort þurfti að rétta hjálparhönd við fjósmokstur og heyskap eða uppvask og þrif innandyra, alltaf var Siggi til staðar ef á þurfti að halda meðan hann dvaldi hjá okk- ur í fríum sínum. Hann geymdi þó jafnan hluta frídaga sinna til haustsins til að fara í réttir sem voru honum sannir hátíðisdagar. Þá notaði hann líka tækifærið til að heimsækja skyldfólkið á Haug- um og á Hofstöðum. Mættum við mörg taka ræktarsemi hans við vini og skyldmenni okkur til fyr- irmyndar. Við kveðjum nú Sigga með þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með honum og fyrir alla hans hjálpsemi og umhyggju. Hans verður lengi saknað. Um leið minnumst við einnig Guðríðar – Gauju – systur hans með hlýju og þökk. Eftirlifandi skyldmennum öllum og venslafólki vottum við okkar innilegustu samúð. Gróa, Sesselja, Guðmundur og Sólveig – systkinin frá Gufuá. Elsku Siggi frændi Ég ætla að minnast þín í nokkr- um orðum. Það fljúga margar minningar í gegnum huga minn núna frá því ég var barn. Þú varst mér eins og afi. Rúntaðir með mig um sveitirnar í Borgarfirði, kom- um við á Hofstöðum að sjá lömbin og kisurnar og þar var boðið upp á volga mjólk beint úr beljunni, ekki þótti mér hún góð. Oft var komið við á Baulu og keyptur ís. Einnig man ég vel eftir því þegar við fór- um að Hrútsholti að skoða minka- búið. Alltaf þótti mér gaman að koma niður í kjallarann hjá ykkur ömmu á Þórustígnum og skoða herbergið þitt, allt dótið þitt var sem fjár- sjóður í mínum augum. Þú komst til okkar á Hlíðarveginn daglega og yfirleitt færandi hendi. Þú varst alltaf tilbúinn að skutlast með mann þegar á þurfti að halda. Svo þegar þú varst hættur að keyra fannst mér gott að geta launað þér greiðann og skutlað þér þangað sem þú þurftir að fara og aðstoða þig við hitt og þetta eins og við að setja upp jólaskrautið fyrir jólin. Þegar við komum til þín um daginn töluðum við um að setja upp litla jólatréð þitt svona rétt fyrir jól en við náðum því ekki. Það var svolítið erfitt að útskýra fyrir Berglaugu Aþenu að nú væri ekki hægt að heimsækja Sigga frænda á Hlévang lengur, henni þótti mjög gaman að fara með Svenna afa og færa þér mola eða súkkulaðirúsínur og alltaf áttir þú svala í ísskápnum handa henni. Þegar hún var að fara með bæn- irnar með pabba sínum fyrir nokkrum dögum þá vildi hún biðja Guð um að passa Sigga frænda. Þú spurðir mikið um hana Kar- ítas Önju og hvenær ég kæmi með hana í heimsókn til þín, ég er svo ánægð að þú hafir náð að hitta hana þegar við mæðgurnar heim- sóttum þig örfáum dögum áður en þú kvaddir þennan heim. Ég kveð þig nú, elsku frændi, þú munt ávallt verða í minningu minni. Kveðja, Þórdís. Elsku Siggi frændi Það er skrýtin hugsun að þú sért farinn. Minningarnar eru margar. Á þessum tíma árs þegar við systkinin vorum yngri fórum við með þér að bera út jólakortin, keyrðir þú og við hlupum með kortin. Alltaf sami hringurinn. Á aðfangadag þegar litið var yfir að jólatrénu og kíkt á merkimið- anna voru oftast stærstu pakkarnir frá þér. Þegar ég var hjá ömmu spurði ég þig hvort ég mætti fara niður í herbergið þitt og hlusta á plötur. Þú sagðir alltaf já, það var sjálf- sagt. Og ég þorði ekki annað en sitja kyrr í sófanum og fikta ekk- ert. Því þetta var svo gaman. Nokkur sumur fór ég í sveitad- völ, þá varst þú mættur áður en ég fór með stóran kassa sem var full- ur af sælgæti og sagðir, ... svo þú hafir eitthvað að narta í og bjóða öðrum. Alltaf varstu boðinn og búinn að skutla mér ef ég bað þig, ég var ekki komin í skóna þegar þú varst kominn út í bíl. Síðar þegar ég eignaðist mín börn kölluðu þau þig alltaf Sigga afa og varst þú mjög ánægður með það. Þear þau áttu afmæli varst þú alltaf efstur á gestalistanum, það mátti ekki gleyma að bjóða Sigga afa. Mikið var gott að vita að þú hafðir alltaf áhuga á því sem við vorum að gera og fylgdist vel með . Takk fyrir allt, góði frændi. Hafðu það sem allra best þar sem þú ert núna Kveðja, Gerður. Fallinn ertu frá, kæri frændi. Þú sem gerðir heiminn betri með því einfaldlega að vera jákvæður og almennilegur við allt og alla, stóra sem smáa. Margar eru góðu minningarnar sem við eigum, enda varstu svo til daglegur gestur á Brekkustígnum þegar við vorum að alast upp. En kannski sitja hvað fastast minn- ingarnar um allar jólahátíðirnar sem við deildum. Þar komu svo skýrt fram þínir mörgu góðu mannkostir, velvildin, umhyggjan og ekki síst hve barngóður þú varst. En það þurfti nú engin jól til að þú sýndir af þér gjafmildi. Ósjaldan komstu með einhvern glaðning fyrir Bergdísi systur eins og pakka af M&M, jafnvel áður en það fékkst fyrir utan hlið. Þar átti hún svo sannarlega hauk í horni. „Ætli þeir séu með réttir á himnum?“ Þessari hugsun skaut upp þegar sorgarfréttirnar bárust um daginn. Því sjaldan varstu spenntari en þegar líða fór að hausti og styttist í réttir. Þar naustu þín svo sannarlega, enda áttirðu auðvelt með að tengjast fólki og segja sögur. Og hver veit. Kannski ertu á „vellinum“ í efra að segja sögur, hlæja, gleðjast og gefa af þér. Kíkir svo í mat til ömmu og brun- ar því næst í bæinn á vörubílnum hans Bigga. Sorglegt sem fráfall þitt er og söknuðurinn mikill þá er svo sannarlega huggun í því að þú lifðir góðu lífi og skildir eftir ómetanlegar minningar hjá öllum sem þig þekktu. Okkur er því efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þig að frænda. Með innilegri samúðarkveðju til systkina og ástvina. Farðu í friði, kæri frændi. Ingimundur og Ása. Sigurþór Árnason Atvinnuauglýsingar Útskrift verður í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti föstudaginn 18. desember kl. 14.00. Allir nemendur dag- og kvöldskóla, er lokið hafa eftirtöldum prófum, eiga að koma og taka á móti prófskírteinum: Handíðabraut Sjúkraliðanámi Snyrtifræðinganámi Burtfararprófi af húsasmiðabraut Burtfararprófi af rafvirkjabraut Stúdentsprófi Skólameistari. Austurbergi 5, 111 Reykjavík Sími 570 5600, símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Skúlagarður hf. Aðalfundur Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reiknings- ársins 2007 og 2008 verður haldinn á Hverfis- götu 33, 2. hæð, þriðjudaginn 22. desember kl. 16.00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 3.4 í samþykktum félagsins. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Helgamagrastræti 26, eignarhl. íb. 01-0101 (214-7292) Akureyri, þingl. eig. Jónborg Sigurðardóttir og Sigurður Guðmundsson, gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 18. desember 2009 kl. 10:00. Svarfaðarbraut 6, einbýli (215-5280), Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Gunnar L. Hjartarson og Sigyn Georgsdóttir, gerðarbeiðandi Spari- sjóður Svarfdæla, föstudaginn 18. desember 2009 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 14. desember 2009. Halla Einarsdóttir, ftr. Tilkynningar Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. auglýsir eftir áhugasömum aðilum umhugsanlegt samstarf, sameiningu eða annað samstarf um rekstur Kölku. Erindi þess efnis skal senda til Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf., Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ eigi síðar en mánudaginn 11. janúar 2010. Nánari upplýsingar um rekstrarleg atriði veitir framkvæmdastjóri félagsins, Berglind Kristinsdóttir, netfang berglind@sss.is. Upplýsingar um tæknileg atriði veitir umhverfisfulltrúi Sorpeyðingarstöðvarinnar, Aron Jóhannsson, netfang aron@kalka.is. Félagslíf  FJÖLNIR 6009121519 I Jf. I.O.O.F. Rb. 4 15812157- I.O.O.F. Ob.1,Petrus 19012158  Jf. ET II. Smáauglýsingar augl@mbl.is Farðu inn á mbl.is/smaaugl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.