Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 35
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is JÓNAS Knútsson kvikmyndagerð- armaður og latínuþýðandi er höf- undur Bíósögu Bandaríkjanna. Eins og nafnið gefur til kynna er þar rakin saga bandarískra kvik- mynda frá upphafi þeirra um alda- mótin 1900 fram til ársins 2000. Rúmlega 600 ljósmyndir prýða bókina. „Það stóð aldrei til að ég skrá- setti alla þessa miklu sögu,“ segir Jónas. „Ég hafði á sínum tíma samið fjórar greinar um kvik- myndasögu Þýskalands fyrir Morgunblaðið og ætlaði að leika saman leikinn og semja greina- flokk um Bandaríkin. Ég var bú- settur í West Hartford í Connecti- cut fylki og þar er eitt besta bókasafn í Bandaríkjunum í sínum stærðarflokki. Þegar ég fór að grúska áttaði ég mig á að ég vissi í raun ekki nokkurn skapaðan hlut um kvikmyndasögu Bandaríkjanna þótt ég hefði legið yfir kvikmynda- bókum frá því laust fyrir fermingu á kostnað þarfari verka. Ég gerði fyrsta uppkastið að þessari bók árið 2000 og vann að henni í níu ár.“ Elskar og hatar Hollywood Þegar Jónas er spurður hvort hann sé einlægur aðdáandi Holly- woodmynda svarar hann: „Það er bæði og. „Ég bæði elska og hata“, eins of rómverska skáldið Catullus orti til Lesbíu sinnar forðum. Munurinn á þessari bók og öðrum bókum um Hollywood er að hún er samin af manni sem býr í miðju Atlantshafi, miðja vegu milli Bandaríkjanna og Evrópu. Sagan er sögð frá rammíslenskum sjón- arhóli. Hættan við öll skrif um Bandaríkin er sú að þau hafi of sterka hægri eða vinstri slagsíðu svo maður verður dálítið að gefa sig viðfangsefninu á vald og reyna að hafa það heldur sem sannara reynist.“ Jónas segir uppáhaldstímabil sitt í kvikmyndasögu Hollywood vera byrjun áttunda áratugarins þegar hann fór sem oftast í bíó á barnsaldri. „Yfirleitt er talið að gullár kvikmyndasögu Bandaríkj- anna hafi verið á dögum seinni heimsstyrjaldar 1939-1945 en ég umbylti þeirri söguskoðun í bók- inni því ég tel að mesta grósku- tímabilið hafi verið krepputíminn, það er að segja fjórði áratugurinn. Þá eru talmyndir nýkomnar til sögunnar, alls kyns leikhús- og sirkuslýður kom askvaðandi af austurströndinni, mógúlarnir réðu hreint ekkert við þetta lið og þarna verður karnival tímabil í kvikmyndasögu Bandaríkjanna.“ Gög og Gokke hafa sérstöðu Beðinn um að nefna uppáhalds- leikara, leikstjóra og kvikmynd segir Jónas: „Þegar maður semur svona sögu þá er maður eiginlega blóðugur upp fyrir axlir því maður er búinn að henda út svo mikið af atgervismönnum og konum þannig að ég frem ekki fleiri ódæði að sinni. En ég vil taka skýrt fram að enginn jafnast á við Gög og Gokke.“ Blóðugur upp fyrir axlir  Saga bandarískra kvikmynda komin á bók  Höfundurinn, Jónas Knútsson, segir að sagan sé sögð frá rammíslenskum sjónarhóli  Vann í níu ár að bókinni Morgunblaðið/Ómar Jónas Knútsson „Ég vil taka skýrt fram að enginn jafnast á við Gög og Gokke.“ Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Ég er ekki að reyna neitt meðvitað, nema það að tjá mínar eig- in tilfinningar. 36 » ÞÆR Florence Helga Thib- ault og Anna Kristín Árnadótt- ir hafa endurútgefið í bættri mynd barnabókina Álfar og huldufólk úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Í bókinni eru sjö mynd- skreyttar sögur um álfa og huldufólk sem valdar voru úr viðamiklu safni Jóns Árnason- ar. Bókin er ætluð yngri kyn- slóðinni og lagt upp með að börn geti lesið og kynnt sér þjóðsögurnar á að- gengilegan hátt. Florence Helga myndskreytir og Anna Kristín endursegir. Álfar og huldufólk... er seld í netsölu og bókaverslunum Pennans/Eymundson. Bækur Álfar og huldufólk í bók fyrir börn Ein af myndum bókarinnar. KRISTINN Sigmundsson verður einsöngvari á árlegum jólatónleikum Kórs Bústaða- kirkju í kvöld kl. 20. Í frétt frá kórnum segir að miklu verði kostað til, því Hljómsveit Björns Thoroddsens ásamt strengjakvartett sjái um allan undirleik á tónleikunum. Glæsileg efnisskráin verði að mestu hugljúf jólatónlist bæði íslensk og frá ýmsum öðrum löndum ásamt vel völdnum aríum af óperusöngv- aranum Kristni Sigmundssyni. Stjórnandi kórsins er Renata Ivan. Miðasala er hafin í Bústaðakirkju á tónleikana, en aðeins 300 miðar verða seldir á tónleikana, sem verða ekki endurteknir. Tónlist Kristinn með Kór Bústaðakirkju Kristinn Sigmundsson ÚT er komin önnur ljóð- myndabók Guðjóns Sveins- sonar í Mánabergi, Litir & ljóð II - kennir ýmissa grasa. Bókin skiptist í fjóra kafla og er óbeint framhald bókarinnar Litbrigði & ljóð úr Breiðdal. Byggjast báðar bækurnar upp af heilsíðu litmyndum en ljóð eru á hægra megin. Þar af leiðir að höfundur nefnir þess- ar bækur „ljóðmyndabækur“. Bókin er tileinkuð Staðarborgarskóla þar sem Guðjón kenndi um skeið. Mánabergsútgáfan gef- ur út. Bókinni er dreift til nokkurra verslana á höfuðborgarsvæðinu en hana má einnig panta í síma 475-6633 á netfanginu manaberg@simnet.is. Bækur Litir og ljóð Guð- jóns Sveinssonar Guðjón Sveinsson „ÉG er svo fast- heldin og gamal- dags að þetta eru alltaf sömu drengirnir,“ segir Diddú glaðbeitt, ónáðuð á miðri æfingu fyrir jóla- tónleika hennar og „drengjanna“ í Mosfellskirkju í kvöld kl. 20.30. Drengirnir eru Brjánn Ingason og Björn Th. Árnason fagottleikarar, Sigurður Ingvi Snorrason og Kjart- an Óskarsson á klarinettur og horn- leikararnir Þorkell Jóelsson og Emil Friðfinnsson. „Þetta er traust sam- band,“ segir Diddú og best að trúa því, því þetta er í þrettánda sinn sem Diddú og drengirnir halda tónleika fyrir jól í Mosfellskirkju. „Jólin í Mosfellsdalnum eru alltaf öðru vísi og áþreifanlegri en í borginni og fólki líður alltaf vel á tónleikunum.“ Á efnisskránni verða verk í anda árstíðarinnar eftir Mendelssohn, Haydn og Krummer og fleiri, og auðvitað Mozart. „Mozart er skylda, það er svo mikil jólabirta yfir hon- um; hann er svo nálægt englunum.“ Mozart er svo nálægt englunum Diddú og drengirnir Sigrún Hjálmtýsdóttir FORVÖRÐUR sýndi um helgina í Listasafni Íslands fölsuð listaverk sem ranglega hafa verið eignuð ís- lenskum meisturum. Fölsunarmál hafa skapað vantrú á íslenskum list- markaði en vandamálið þekkist víða. 23. janúar næstkomandi opnar í Victoria & Albert-safninu í London sýning sem list og forngripadeild lögreglunnar þar í borg stendur að. Til sýnis verða fölsuð listaverk og meintir forngripir, en verkin verða sýnd til að sýna fólki hvernig fals- arar fara að og auka árvekni vænt- anlegra kaupenda. „Við þurfum að auka meðvitund fólks um falsanir, og reyna þannig að koma í veg fyrir slíka glæpi í framtíðini. Með upplýsingum um hætturnar samfara fölsun lista- verka, og aðferðirnar sem beitt er, getur fólk gætt betur að sér, “ segir fulltrú lögreglunnar í samtali við The Telegraph. M.a. verða sýnda falsanir á verkum frægra málara. Fölsuð verk í London Út er komin hljómdiskur með a capp-ella söng Hamrahlíðarkórsins undirstjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur ernefnist Jólasagan. Heitið helgast af niðurröðun efnis í tíma eftir frásögn Nýja testamentisins um rás atburða í Betlehem og myndar þannig framvindu, jafnvel þótt aðföngin séu úr ýmsum áttum og tímum eða allt aftur til miðalda. Ennfremur má inn á milli heyra sex verk eftir Dietrich Buxte- hude (1637-1707) í meðförum Guðnýjar Ein- arsdóttur á Noack orgel Langholtskirkju, og tengjast þrjú þeirra jólasögunni. Eftir heimasíðu Smekkleysu að dæma mun þetta fyrsta jólalagaplata HHK þar á bæ, þó mann rámi í að Tónverkamiðstöðin hafi áður gefið út álíka efni með kórnum. Þrátt fyrir rómaða nútíma net-tækni er ann- ars íhugunarvert hversu erfitt virðist að finna heildaryfirlit yfir hljómdiskaútgáfu ís- lenzkrar listtónlistar á einum stað, og væri afar þarft og þakkarvert ef einhver viðeig- andi óháð menningarstofnun héldi henni til haga. Jólatónlist er vítt hugtak og spannar orðið allt frá amerísku jólasveinspoppi á við Hurry down the chimney tonight! í vönd- uðustu barokkdeild Bachs og Händels, Jóla- óratóríuna og Messías – sem oft er engu þyngri áheyrnar en hitt, þótt skilji talsvert meira eftir. Eða hvern langar ekki, eins og heyra gat nýlega í Gufunni, til að dansa við sveifluþrungna túlkun Les Artes florissantes kórsins á For unto us a child is born? Viðlíka sveifla er að vísu vandfundin á HHK skífunni, líkt og vænta má af fornu undirleikslausu viðfangsefnum hennar. Þjóð- lagaþátturinn er þó sterkur og skilar víða mögnuðum hátíðarblæ fyrri tíma, ásamt áheyrilegum nútímainnslögum í formi tveggja Jólalaga Ríkisútvarpsins – Vitringanna frá Austurlöndum eftir Snorrra S. Sigfússon (2000) og Jólasöngs Huga Guðmundssonar (2006). Ofurtær söngur kórsins fellur engu verr að heiðríkju aldagömlu verkanna, og að viðbættum tandurskýrum orgelleik Guðnýjar fer saman hlustunarupplifun við hæfi allra er notið geta samevrópsks tónlistararfs jólanna frá ólíkum tímum. Jólin í aldanna rás Íslenzkur hljómdiskur Hamrahlíðarkórinn bbbmn „Jólasagan“. Inn- og erlend jólalög ásamt orgelverkum eftir Buxtehude. Hamrahlíðarkórinn u. stj. Þorgerðar Ingólfsdóttur; Guðný Einarsdóttir orgel. Hljóðritað í Kristskirkju (12/2000 & 11/2003), Háteigskirkju (12/ 2006) og Langholtskirkju (orgelverk, 10/2007). Upp- taka: Tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins. Tæknimenn: Georg Magnússon, Páll Sveinn Guðmundsson (org- elverk) og Bjarni Rúnar Bjarnason (stafræn meistrun). Útgefandi: Smekkleysa SMC 12, 2009. Heildarlengd: 62:21. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Gög og Gokke, eða Stan Laurel og Oliver Hardy, sem Jónas Knútsson hef- ur í hávegum, áttu gríðarlega farsælan feril í Hollywood. Þeir léku saman í 106 kvikmyndum, þeirri fyrstu árið 1921 og síðustu árið 1951. Myndir þeirra byggðust á átökum milli persón- anna sem þeir léku en í raunveruleikanum voru þeir miklir vinir. Árið 1956 fór Hardy í strangan megrunarkúr að læknisráði og léttist um 50 kíló á skömmum tíma. Í kjölfarið fékk hann röð af hjartaáföllum. Hann lést úr hjartaáfalli árið 1957. Laurel lifði til ársins 1965 og síðustu árin upplifði hann endurnýjaðar vinsældir vegna sjónvarpssýninga á kvikmyndum þeirra félaga. Óviðjafnanlegir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.