Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 ✝ Jóhanna Ólafs-dóttir, snyrtifræð- ingur og sjúkranudd- ari, var fædd á Nauteyri 14. ágúst 1921. Hún lést á Drop- laugarstöðum 6. des- ember 2009. Foreldrar hennar voru Ólafur Pét- ursson, bóndi, fæddur á Dröngum 5. janúar 1875 og Sigríður Guð- rún Samúelsdóttir, húsfreyja, fædd í Skjaldabjarnarvík 12. nóvember 1893. Systkini Jóhönnu voru Þórarinn, f. 23. maí 1912, d. 8. janúar 1995, Ingibjörg, f. 26. ágúst 1914, d. 13. júní 1998, Kristjana Mar- eftir fæðingu, Braga Þór Gíslason, f. 20. apríl 1944, d. 22. janúar 1984, Bryndísi Gísladóttur, f. 26. janúar 1952, d. 2. mars 1973, og Björk Gísladóttur, f. 26. janúar 1952. Dótt- ir hennar er Bryndís Hrönn Ragn- arsdóttir, f. 19. janúar 1974, og son- ur hennar er Gísli Regin Pétursson, f. 27. júní 1995. Jóhanna stundaði nám í Héraðs- skólanum í Reykjanesi við Ísafjarð- ardjúp á árunum 1934-1937. Hún vann við ýmis störf en er börnin voru vaxin úr grasi lærði hún bæði snyrtifræði og sjúkranudd og rak eigin nudd- og snyrtistofu „Heilsu- lindina“ í nokkur ár. Síðustu starfs- æviár sín vann hún sem sjúkranudd- ari á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Jóhönnu fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, þriðjudaginn 15. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar grét, f. 17. júlí 1917, d. 25. maí 2006 og Hall- fríður, f. 9. júli 1927, lifir hún ein systkini sín. Jóhanna ólst upp við Ísafjarðardjúp en fór ung suður til Reykjavíkur þar sem hún bjó upp frá því. Jóhanna giftist Gísla Guðmundssyni, verslunarmanni, f. 18. maí 1919, d. 10. nóv- ember 2001. For- eldrar hans voru Guð- mundur Ari Gíslason, f. 8. desember 1880, og Sigríður Helga Gísladóttir, f. 16. desember 1891. Jóhanna og Gísli eignuðust 5 börn, tvær stúlkur sem létust strax Jóhanna Ólafsdóttir var amma mín. Hún var alltaf kölluð Hanna. Hún var lifandi á meðan hún lifði. Hún tók af skarið og hafði áhuga á flestu öðru en sjálfri sér. Hún tók afstöðu. Hún hafði engan áhuga á ofgnótt en kunni að meta gæði. Hún var útsjónarsöm og hafði fágaðan smekk. Hún gat verið mjög fyndin. Hún vissi að hroki er birtingar- mynd ótta. Hún öfundaði engan held- ur tók þá afstöðu að læra af þeim sem farnaðist vel í lífinu. Hún gerði í sjálfu sér engan mannamun og kom fram við alla af þeirri virðingu sem er heið- arlegri manneskju eðlislæg. Hún var ótrúlega fróð og í bóka- safni hennar voru bækur eftir fram- sæknustu rithöfunda 20. aldar og fræðafólk allra alda. Hún hafði mjúk- ar hendur. Hún hafði ríka listræna þörf til þess að leyfa öllum að njóta mestu gæða sem hver stund felur í sér. Hún var ótrúleg sögukona. Hún slúðraði aldrei. Enda var um nóg ann- að skemmtilegt að tala. Samt sagði hún mér frá því að þegar hún sjálf sem unglingur var kaupakona á sveitabæjum var það ein af skemmti- legri skyldunum ef hún hafði ferðast eitthvert og komið við á öðrum bæj- um, að segja frá öllu og þegar best lét herma eftir þeim sem hún sagði frá. Hún ferðaðist eins mikið og hún gat. Hún kennir mér um ókomna tíð. Hún var blíðan hvíta, blá og köld, björt og heit. Sólin stólaði á hana. Við töluðum aldrei um neitt leiðin- legt, þó það væri ekki tilgangur sam- tala okkar þá voru þau alltaf fræðandi því amma var svo fróð og nefndi í því samhengi annað hvort forna Íslend- inga, listamenn, heimspekinga eða dæmisögur úr lífinu sjálfu. Við gátum talað um alla þætti mannlegrar til- veru, siðfræði, fagurfræði, heimspeki, trúmál, pólitík og tilfinningar okkar beggja. Amma var fjallageit eins og öll hennar systkini. Hún kunni á árnar og skriðurnar og veðrið og myrkrið. Hún var mjög hrifin af krumma, enda klók- ur fugl, fyndinn og gefinn fyrir glys. Langamma hafði alltaf gefið hrafnin- um að éta svo hann léti kindurnar hennar í friði. Þau afi voru alvöru fólk. Allar bæk- urnar hennar ömmu um kvenréttindi og jafnréttisbaráttu voru frá afa. Og amma gaf honum ljóðabækur. Þau voru mjög rómantísk hjón þrátt fyrir að margvíslegir erfiðleikar hefðu dun- ið á þeim. Þau höfðu með sér alveg stórgóða verkaskiptingu í heimilis- haldi. Afi færði ömmu blóm og ýmsar gjafir varla sjaldnar en einu sinni í viku. Afi dó í nóvember 2001. Þá fór amma að eldast og varð smám saman lasburða. Þau héldu bæði persónuein- kennum sínum þó að tengingin við hversdagslega framvindu færi þverr- andi síðustu árin. Amma var áfram blíðan sjálf og afi herramaður fram í fingurgóma. Kímnigáfa þeirra virtist ekki dvína heldur. Ég kveð ömmu með hjartað fullt af þakklæti, ég held áfram að læra af þér þó þú sért farin. Þau nálgast seglin blá sem blóm í hlíð og byrinn kvíðans nöpru raddir þaggar, ég bíð þín rór, mér vaggar draumaværð, finn voryl kveðju þinnar strjúka um vanga; finn mjúkar bjartar himinhendur fara um hjartasár mín, græða þau og ljúka upp þokuhliði þess sem áður var, hins þráða græna friðlands okkar beggja. (Snorri Hjartarson.) Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir. Fyrstu minningar mínar um Hönnu móðursystur mína eru tengdar ferð okkar með strandferðaskipi á leið vestur í Djúp til ömmu og Jens á Von- arlandi. Hanna var þar á ferð með Braga Þór son sinn þriggja ára og mig einu og hálfu ári eldri. Okkur frænd- systkinunum þóttu þröskuldarnir um borð ævintýralega háir en þeir reynd- ust okkur erfiðir þegar sjóveikin fór að sækja að okkur. Þá var gott eins og ávallt að eiga Hönnu að. Hanna settist að í Reykjavík en móðir mín var komin þangað nokkr- um árum áður. Þær áttu vel skap sam- an og sóttu styrk og ráð hvor til ann- arrar þegar á móti blés. Þessi nánu tengsl Hönnu og mömmu voru svo sterk að ég leit nánast á börn Hönnu og Gísla sem systkini mín. Hanna sagði mér oft sögur um löngu liðna tíð, frá bernsku sinni í Hraundal, frá ferð- um sínum með Ingu systur sinni (móður minni) til þess að sitja yfir án- um. Þegar Hanna flutti alfarin suður tók hún sér far með 70 tonna bát. Um borð voru margir farþegar, meðal þeirra ungar stúlkur stásslega klædd- ar. Hönnu fannst hún sjálf svolítið sveitaleg í pokabuxum, ullarpeysu og hlýlegum stakk. Þegar komið var í Látraröstina var orðið vitlaust veður. Hún vaknaði um miðja nótt við að sjór fossaði niður í farþegarýmið. Mikil slagsíða var komin á bátinn en svo rétti hann sig skyndilega við. Hanna frétti seinna að skipstjórinn hefði sagt að nú væri ekkert eftir nema að lesa faðirvorið. En um borð var farþegi, skipstjóri frá Flateyri sem sagði: „Þú lætur mannskapinn skera á kaðlana svo báturinn rétti sig af fyrir næsta sjólag.“ „Undir Svörtuloft komumst við,“ sagði Hanna „og héldum þar sjó í fjóra sólarhringa með bilaða talstöð en heyrðum í sífellu í útvarpinu að verið væri að kalla upp bátinn.“ Um síðir sást varðskipið Ægir koma á fullri ferð. Varðskipsmenn settu út björgunarbáta og Hanna sagðist aldr- ei geta gleymt gulu stökkunum sem þeir voru í, fannst eins og þeir gætu gengið á sjónum. Allir farþegarnir voru fluttir um borð í Ægi. Olíu var dælt í sjóinn til að lægja öldurnar. Þar fuku allir fínu hattarnir og veskin út í veður og vind en sveitastelpan fékk uppreisn æru þegar einn björgunar- manna sagði: „Loksins kemur ein stúlka sem hefur vit á að klæða sig,“ um leið og hann dró hana um borð. Hönnu og öllum systkinunum var umhugað um að móðir þeirra og Jens gætu búið svo lengi sem þau vildu og studdu þau í hvívetna. „Það er eitt sem mér þykir vænst um sem ég gerði fyrir hana mömmu,“ sagði Hanna oft, „Jens hafði verið fluttur fárveikur til Ísafjarðar en mamma var alein eftir til að sjá um skepnurnar.“ Hanna ákvað að fara í skyndi vestur en Inga systir hennar tók að sér að sjá um fjöl- skyldu hennar á meðan. Hún fór með síðasta áætlunarbílnum og kom að móður sinni úti í fjósi að mjólka eina kúna. Hanna gekk hljóðlega um til að gera henni ekki bylt við og sagði: „Þetta er bara ég, mamma mín,“ hún leit upp og svaraði: „Jóhanna mín, ertu komin.“ Ég þakka frænku minni innilega fyrir mikinn hlýhug í minn garð og fjölskyldu minnar um leið og ég votta Björk, Bryndísi og Gísla Regin mína dýpstu samúð. Sigrún Guðmundsdóttir. Elsku föðursystir mín Hanna, eins og við kölluðum hana, er farin í ferða- lag til fyrirheitna landsins. Minnist hennar síðast brosandi til mín kankvís á svip. Hún var orðin svo máttlítil og mögur, þessi elska, en ekki kvartaði hún mikið, nema þá um kulda. Konum af hennar kynslóð var ekki tamt að kvarta þó þær bæru þungar byrðar á bakinu. Átta ára missir hún föður sinn og 12 ára fer hún að heiman í kaupavinnu. Hún eignast 5 börn með manni sínum Gísla Guðmundssyni og missir 4 þeirra. Þó sorg hennar hafi verið mikil og eiginmaðurinn oft veikur, stóð hún öllu jöfnu upprétt eins og hetja. Ferð- aðist ein með dóttur sýna hjartveika til Bandaríkjanna í aðgerð, og bjarg- aði sér þar furðuvel þótt enskan væri henni erfið. Hanna vann fulla vinnu langt fram á fullorðinsár, bæði hjá öðrum og sjálfstætt á jarðhæðinni heima á Óðinsgötu. Hún lærði sjúkra- nudd og snyrtifræði og vann mest við það og tók ýmis námskeið því tengd, þar á meðal svæðanudd hjá norskum kennara, Harald Thiis. Það var fróð- legt að hlusta á hana segja frá því eins og svo mörgu öðru. Þegar ég var 19 ára bauð hún mér að koma í nuddtíma til sín á Heilsu- lindina á Hverfisgötu. Það var í fyrsta skipti sem ég fór í nudd. Ég efast ekki um að hún hafi sáð hjá mér góðum fræjum þá, þar sem ég nam nudd- fræði síðar meir. Hún Hanna mín, „eins og pabbi sagði alltaf“ hugsaði vel um heilsuna, fór í göngur og sund og passaði vel upp mataræðið. Hún og fjölskyldan komu oft til okkar upp á Akranes og svo vorum við ævinlega saman í minningunni fyrir vestan í sveitasælunni hjá ömmu á Vonarlandi á sumrin, Hanna og Gísli, Bragi, Björk og Bryndís ásamt Ingu, Sig- rúnu ,Höllu og fjölskyldu, Jönu og fjölskyldu og fleirum. Það var alltaf nóg pláss á Vonarlandi sem var raf- magnslaust og upphitað með olíuelda- vél. Þegar ég átti leið í bæinn á ung- lingsárunum gisti ég iðulega á Óðins- götunni og gott var að spjalla við Hönnu frænku og unun hlusta á hana segja frá uppvaxtarárunum, stríðnis- sögum um pabba og systur sínar og visku og seiglu ömmu. Hún var í mörgu lík móður sinni. Stálheiðarleg og sterkur persónuleiki. Hanna var opin og fróðleiksfús og mikið gefin fyrir að ferðast. Það var fallegt og gott samband á milli þeirra systkina og ferðuðust þau mikið saman fyrir utan Kristjönu sem var búsett á Ísafirði. Pabbi var elstur og fjórar systur. Hallfríður sú yngsta er nú ein eftir. Þegar ég flutti heim 1990 og stofn- aði Heilsusetur Þórgunnu, var Hanna svo rausnarleg að gefa mér 2 nudd- bekki sem hún átti, alltaf boðin og bú- in að aðstoða mig ef ég þurfti á að halda. Ég kveð nú elsku Hönnu frænku mína með virðingu og söknuði og þakka henni samfylgdina gegnum lífið og fyrir allt það sem hún var mér. Ég veit að hún er hvíldinni fegin og umkringd ástvinum, „hinum megin“ eins og við segjum. Megi ljós, friður og kærleikur umvefja elsku Björk, Bryndísi og Gísla. Í guðs friði sagði faðir minn alltaf þegar hann kvaddi og ég ætla að láta það verða mín síðustu orð. Í guðs friði. Þórgunna Þórarinsdóttir. Jóhanna Ólafsdóttir ✝ Jóhannes J.Björnsson, fv. lög- reglumaður og far- maður, var fæddur á Akureyri 13. nóv- ember 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. desember 2009. Foreldrar hans voru Björn Jóhann- esson, bóndi á Syðra- Laugalandi í Eyja- firði, f. 11.4. 1893, d. 23.4. 1980, og Hulda Jóhannesdóttir, f. 15.9. 1906, d. 26. febrúar 1995. Jó- hannes ólst upp hjá móður sinni í Norðurgötunni á Akureyri og var einkabarn hennar. Systkini Jóhann- esar samfeðra voru: Þóra, f. 14. des- ember 1926, Hjördís, f. 17. júní 1928, Ragna, f. 21. desember 1928, Óttar, f. 3. júlí 1929, Heiðbjört, f. 16. september 1930, Brynja, f. 14. júní 1932, Broddi f. 4. maí 1938, Björn, f. 25. febrúar 1943, og Gunnvör, f. 27. og Þorgerðar eru: Einar Tómas og Helga Ísold. 2) Katrín, f. 4. janúar 1972. Maki Aðalsteinn Guðmunds- son, f. 8. september 1978. Barn þeirra er: Guðmundur Alfreð. Börn Katrínar eru: Viktor Dagur, Axel Orri og Dagný Rós. Sonur Að- alsteins: Viktor Freyr. Börn Dag- nýjar eru: 1) Hulda Björg, 16. nóv- ember 1956, d. 25. júlí 2001. Maki Hörður Geirsson, f. 9. maí 1960. Börn Huldu Bjargar og Harðar eru: Jónas sem er látinn, Arnar Össur, Hreggviður og Hörður Vilberg. 2) Sigurgeir Sveinsson, f. 8. desember 1959. Sambýliskona Þóra Rósa Gunnarsdóttir, f. 5. október 1965. Sonur Sigurgeirs er: Rói. Sonur Þóru er Arngrímur. 3) Helga Jóna Sveinsdóttir, f. 27. mars 1961. Börn Helgu eru: Sveinn Þorri, Hilma Ýr og Sólon Örn. 4) Hilma, 25. maí 1966. Maki Jón Georg Aðalsteins- son, f. 8. maí 1965. Börn Hilmu og Jóns eru: Jökull Aðalsteinn og Sölvi. Langafabörn Jóhannesar eru tíu. Útför Jóhannesar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudag- inn 15. desember 2009, og hefst at- höfnin kl. 10.30. Meira: mbl.is/minningar des 1947. Jóhannes kvæntist Helgu Jónsdóttur, f. 13. september 1931. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Hulda Aðalbjörg, f. 16. októ- ber 1953. Maki Sig- tryggur Guðlaugs, f. 2. nóvember 1950. Börn Huldu og Sig- tryggs eru: Rúnar, Dóra Sif og Árni Þór. 2) Björn, f. 16.maí 1955. Maki Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, f. 15. apríl 1960. Börn Björns og Ingi- bjargar eru: Ólöf Sólveig, Sig- urbjörg Sif og Helgi Rúnar. Sonur Björns er: Arnar. Eftirlifandi eiginkona Jóhann- esar er Dagný Sigurgeirsdóttir, f. 23. maí 1935. Börn þeirra eru 1) Sveinbjörn, ættleiddur sonur Jó- hannesar, f. 15. janúar 1970. Maki Þorgerður Sigurðardóttir, f. 19. desember 1971. Börn Sveinbjarnar Jóhannes Björnsson mágur minn er genginn. Hann var oftast kátur og hress; kom inn í líf systur minnar þegar bæði höfðu lifað súrt og sætt. Það var ekki auðvelt fyrir þau að púsla reytum sínum saman, en þeim tókst það. Þau höfðu vilja. Oft tók í hnút- ana, en þeir héldu. Ekki síst vegna þess að Jóhannes var opinskár; hann gat fuðrað upp ef honum þótti á sig hallað. En það stóð sjaldan lengi. Á meðan hugsaði systir mín næsta leik. Það var sjaldan afleikur. Fyrr en varði lék Jóhannes á als oddi og sagði sögur. Hann var systur minni ómetanlegur styrkur. Árin í lögreglunni voru honum hugstæð. Mér er minnisstæð sagan af íþróttamanninum sterka, sem var stundum illur með víni. Ekki síst þegar lögregluna bar að, því hann hafði ekki alltaf fengið blíða meðferð hjá því liði. Endaði stundum í járn- um bak við lás og slá. En Jóhannes tók hann öðrum tökum. Hann ræddi við kappann og náði sambandi, kom honum til síns heima og fór ekki fyrr en hann hafði komið honum undir sæng sælum og ánægðum. Gott ef Jóhannes fór ekki með bænirnar fyr- ir hann líka! Í það minnsta bað íþróttakappinn alltaf um Jóhannes eftir það, þegar hann þurfti að leita til lögreglunnar. Jóhannes sigldi líka um öll heimsins höf og það líf átti ágætlega við hann. En ævintýrið tók enda eftir fall af vinnupalli niður í bát við skipshlið á Spáni og slæma meðferð á sjúkrahúsi í kjölfarið. Hann hélt að þar væri komin sín síð- asta stund. En hann komst á end- anum heim og til heilsu, en náði sér aldrei til fulls. Vann eftir það í landi meðan heilsa leyfði. Jóhannes mágur minn var vörpu- legur maður. Hann var kvikur, glaðlegur og skemmtinn. Hann var ekki mikið fyrir kyrr- stöðu; vildi lifa lífinu lifandi. Hann gerði það líka, þar til síðustu árin. Þá tók hann að hverfa hægt og sígandi. Það var sárt fyrir ættingja og vini, en sárast fyrir hann, á meðan hann skynjaði hvernig hugurinn var að hverfa inn í óminnið. Smátt og smátt lokaðist fyrir spjallrásina. Erfiðleik- ar við að koma hugsunum í orð og skila þeim frá sér ágerðust. Ekki var lengur hægt að segja gamlar góðar sögur. Loks fékk hann ekki lengur ráðið sínum næturstað. Það átti ekki við minn mann. Hann var bænheyrð- ur, sá sem öllu ræður gaf honum frelsi og þá var minn maður snöggur að taka sig til, rétt eins og fyrri dag- inn. Klár í bátinn. Sleppti. Mágur minn dansar ekki fleiri dansa á Fróni. Við kveikjum okkur ekki í fleiri vindlum í bili, til að hafa ástæðu fyrir einum sterkum „Black Label“! En það var aldrei nema einn snafs, – í það minnsta aldrei nema einn í einu! Við tökum upp þráðinn síðar. Guð gefi þér gott leiði, gamli vinur. Gísli Sigurgeirsson. Jóhannes J. Björnsson Tilkynningar um messur á aðfangadag, jóla- dag, annan jóladag og 27. desember verða birtar í Morgunblaðinu 23. desember og þurfa þær að berast í síðasta lagi 18. desem- ber. Hefðbundinn stafafjöldi hefur verið auk- inn um helming fyrir 23. desember.Tilkynn- ingar um messur á gamlársdag, 1. og 3. janúar verða birtar 30. desember og þurfa þær að berast í síðasta lagi 28. desember. Hefðbundinn stafa- fjöldi hefur verið aukinn um helming fyrir 30. desember. Messur um jól og áramót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.