Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Horfðu á mig er fyrstafullorðinsbókin sem égles eftir Yrsu Sigurðar-dóttur en fyrir nokkr- um árum hreifst ég af barnabók- inni Biobörnum vegna snarprar atburðarásar og leiftrandi frá- sagnagleði. Þessarar snerpu sakna ég hér. Of löngu máli er eytt í lýsa hugsunum og umhverfi ná- kvæmlega og of mikið gert af því að rifja upp upp- lýsingar; jafnvel endurtekið. Í glæpasögu er auðvitað nauð- synlegt að lýsa sérstaklega hugsanaferli þeirra sem rannsaka glæpinn en hér er það á kostnað spennunnar og skáldlegra tilþrifa. Það er eins og ekki hafi gefist tími fyrir góða ritstjórn og yfirlestur við útgáfuna. Til viðbótar er draugagangi fléttað inn í þessa nýjustu bók höfundar sem missir nokkurn trúverðugleika fyrir vikið. Yrsa gælir við hið yfirnáttúrlega en heppnast illa að samtvinna hrollvekjuna glæpasögunni. Það er galli á annars spennandi bók sem fjallar um glæpi afar sjúkra sálna í samtímanum auk þess að sýna heim fatlaðra og viðhorf til þeirra. Aðalglæpur sögunnar, þar sem kveikt er í sambýli og fimm manns brenna inni, er óhugnanlegur svo ekki sé meira sagt. Ungur maður með Downs-heilkenni er dæmdur fyrir glæpinn en geðsjúkur glæpa- maður með mjög afbrigðilegar hneigðir fær lögfræðinginn Þóru Guðmundsdóttur til þess að rann- saka málið að nýju. Það kemur svo í ljós að margt hangir á spýtunni, til dæmis hefndarþorsti, yfirhylm- ing og feluleikir, lyfjamisnotkun, drykkja, snobb háttsettra embætt- ismanna og gallað réttarkerfi. Yrsa hefur kynnt sér réttarkerfið vel og hefur ágæta innsýn í veröld fatl- aðra og aðstandenda þeirra. Lausn gátunnar kemur að vissu leyti á óvart þegar ólíkir þræðir eru hnýttir saman í lokin en ég hefði viljað vita meira um þá seku, sem eru fleiri en einn þegar upp er staðið. Hið yfirnáttúrlega, eða drauga- gangurinn, virðist vera óskylt að- alglæpnum lengi vel en það er mjög spennandi hvernig málin tengjast um síðir og svo virðist sem allt eigi sér jarðbundnar skýr- ingar. Aftur á móti hætta raunsæ- islegar gerðir sekra og samsekra að vera trúverðugar þegar bókin endar beinlínis með draugagangi. Þannig er sagan varla lengur spennandi greining á sjúkum sál- um í samtíma okkar og er heldur ekki hrollvekja. Niðurstaðan er því sú að þótt sagan sé spennandi og fjalli að mestu um óvenjulegt en raunsæislegt efni hefði þurft að lesa hana betur yfir og nostra meira við þráðinn. Draugagangur og sjúkar sálir Skáldsaga Horfðu á migbbmnn Eftir Yrsu Sigurðardóttur. Veröld, Reykjavík 2009. HRUND ÓLAFSDÓTTIR BÆKUR Vonbrigði Yrsu Sigurðardóttur tekst ekki nægilega vel upp í sinni nýjustu sögu að mati rýnis sem hefði viljað sjá meira og betra nostur við söguþráð. Morgunblaðið/Golli Gunnar Þórðarson hefursent frá sér geisladiskinnBæn, er ásamt liðlegahálftíma löngu verki fyrir sópran, kór og hljómsveit (strengi, hörpu, píanó, slagverk og einskip- aðan tréblástur) inniheldur tvö styttri og eldri verk, Virgo Diva (úr 7. kafla Brynj- ólfsmessu) fyr- ir sópran og hljómsveit og Nocturne (1987) fyrir strengjasveit og hörpu. Verkin eru s.s. höfð í öfugri tilurð- arröð – væntanlega til að undirstrika núverandi stöðu höfundar á 22 ára þroskaferli þessa metnaðar- gjarnasta fulltrúa úr elzta hópi ís- lenzkra rokkhöfunda, er einn allra hefur sótt á klassísk mið. Nokkuð sem óneitanlega ber vott um djarfa afstöðu, þarna miðja vegu milli ríkjandi aðalpóla vinsældapopps og akademískrar framúrstefnu, enda er svigrúmið til þess arna afar þröngt á hérlendum dvergmarkaði og þótt víðar væri leitað. Dirfskan er fyrst og fremst menn- ingarfélagslegs eðlis, þar eð einstæð sköpunarstefna Gunnars gæti auð- veldlega kallað á höfnun úr hvorum tveggja vígstöðvum. En músík- alskur hlustandi spyr hvorki um að- ferðir né stíl. Fyrir honum er inn- takið æðsti dómarinn, og tíminn sér síðan sem endranær um það sem eft- ir á að lifa. Og ef treysta má eigin tónskyni og reynslu, þá þykir mér Gunnar sleppa vel fyrir horn og ríf- lega það. Í jafn þekktu tóntaki er ekkert auðveldara en að slembast óvart yfir strik hversdagsleikans. En jafnvel þótt tónlistin fari á köflum nær kröf- um sígrænna ljúflingsdillna um að þurfi að láta hið alkunna í veðri vaka (orkestrunin í Prière minnti mig t.d. stöku sinni á Chants d’Auvergne Canteloubes), þá finnst mér Gunnar halda flestum sínum persónu- einkennum. Tónlistin er víðast hvar bráðáheyrileg, hljómameðferðin á stundum glettilega „raffíneruð“, og flutningurinn – með Sigrúnu Hjálm- týsdóttur fremsta meðal jafninga – upphefur verkin á fegursta hátt. Slíkt er því miður ekki alltaf sjálf- gefið, jafnvel þá mest liggur við. Í hnotskurn: Bráðfalleg postróm- antík í góðri túlkun og upptöku. Að- eins spillti fyrir að vantaði íslenzka þýðingu á frönsku og latnesku söng- textunum í diskbæklingi. Bráðfalleg postrómantík Íslenzkur hljómdiskur Bæn bbbbn Gunnar Þórðarson: Bæn (Söngrit: Al- bert Strickler); Virgo Diva; Nocturne. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran & Kór og hljómsveit Jón Leifs Camerata; JLC og kórar Grafarvogskirkju, Keflavíkurkirkju og Skálholtskirkju. Strengjasveit Szy- mon Kuran. Stjórnandi: Hákon Leifsson. Upptökur: Langholtsk. 2009, Grafarvogsk. 2006 og Stúdíó Stemma 1987. Útgáfa: Arco, 2009. Lengd: 45:36. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Persónulegur „Tónlistin er víðast hvar bráðáheyrileg,“ segir Ríkarður. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fjölskyldan HHHH GB, Mbl Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Fös 18/12 kl. 19:00 aukas Sun 3/1 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 19:00 Þri 29/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 19:00 Sun 17/1 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sun 27/12 kl. 14:00 Sun 3/1 kl. 14:00 Sun 17/1 kl. 14:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 14:00 Sun 24/1 kl. 14:00 Vinsælasti söngleikur ársins - tryggðu þér miða strax Jesús litli (Litla svið) Fim 17/12 kl. 20:00 8.K Þri 29/12 kl. 19:00 Sun 3/1 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 21:00 9.K Þri 29/12 kl. 21:00 aukas Lau 9/1 kl. 20:00 Sun 20/12 kl. 20:00 aukas Mið 30/12 kl. 19:00 Fimm stjörnu leiksýning. Snarpur sýningartími, sýningum líkur í janúar Harry og Heimir (Litla sviðið) Fös 18/12 kl. 19:00 49.K Fös 15/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 22:00 Fös 18/12 kl. 22:00 50.K Lau 16/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 16:00 Lau 16/1 kl. 22:00 Fös 29/1 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 22:00 Sun 17/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Mán 28/12 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 22:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Sun 31/1 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 22:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Rautt brennur fyrir (Nýja svið) Þri 29/12 kl. 20:00 síðasta sýn Ekki við hæfi barna. Síðasta sýning 29. des Bláa gullið (Litla svið) Fim 17/12 kl. 10:00 Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið. Djúpið (Litla svið/Nýja svið) Mið 30/12 kl. 21:00 aukas Síðustu sýningar! Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. Gjafakort Borgarleikhússins – gjöf sem lifnar við GJAFAKORT ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Einstakt tilboð til jóla ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 8/1 kl. 20:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Nýjar sýningar komnar í sölu! Oliver! (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 20:00 Frums. Sun 3/1 kl. 20:00 6. K Lau 23/1 kl. 15:00 Sun 27/12 kl. 16:00 Aukas. Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. Fös 29/1 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 20:00 2. K Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Lau 30/1 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 20:00 3. K Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 30/1 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 20:00 4. K Sun 10/1 kl. 20:00 8. K Lau 6/2 kl. 15:00 Lau 2/1 kl. 16:00 Aukas. Fim 14/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 2/1 kl. 20:00 5. K Lau 16/1 kl. 15:00 Sun 3/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 16/1 kl. 19:00 Gjafakort á tilboðsverði til jóla! Sindri silfurfiskur (Kúlan) Sun 27/12 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 15:00 Mið 30/12 kl. 15:00 Miðaverð aðeins 1500 kr. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Mið 16/12 kl. 17:00 Aukas. Lau 19/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00 Fim 17/12 kl. 17:00 Aukas. Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Aukasýningar komnar í sölu! Ókyrrð (Kassinn) Þri 29/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 20:00 Gestaleikur - aðeins þessar tvær sýningar! Ð Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Lykillinn að jólunum (Rýmið) Lau 19/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 15:00 Síðustu sýningar 39 þrep (Samkomuhúsið) Fim 7/1 kl. 20:00 fors. Lau 16/1 kl. 19:00 6. k. Sun 24/1 kl. 20:00 11. k. Fös 8/1 kl. 20:00 frums. Sun 17/1 kl. 20:00 7. k. Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 2. k Fim 21/1 kl. 20:00 8.k. Lau 30/1 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 20:00 3.k. Fös 22/1 kl. 19:00 9.k. Lau 30/1 kl. 22:00 Aukas Fim 14/1 kl. 20:00 4. k. Lau 23/1 kl. 19:00 10. k. Fös 5/2 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00 5. k. Lau 23/1 kl. 22:00 Aukas Lau 6/2 kl. 19:00 Forsala er hafin Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.