Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Yfirsýn Fimm starrar komu sér vel fyrir á götuskilti og ekki fór á milli mála að þeir voru í Tryggvagötu. Stundum er gott að vera fugl og geta tyllt sér þar sem hugurinn segir til um í hvert sinn. Ómar SVANDÍS Svav- arsdóttir umhverf- isráðherra hefur orðið ómaklega fyrir barðinu á félögum sín- um í meirihluta um- hverfisnefndar Alþing- is við afgreiðslu á Náttúru- verndaráætlun. Meiri- hluti nefndarinnar virðir að vettugi álit og vilja ráðherrans í sanngjörnu máli, sem að óreyndu hefði ekki mátt ætla að nefndarmeirihlutinn legðist gegn. Forsagan er þessi. Oftsinnis hef ég gagnrýnt að í Náttúruverndar- áætlun skuli ekki vera gert ráð fyrir hlutverki Náttúrustofanna út um landið. Þessum litlu ríkisstofnunum er að lögum ætlað mikilvægt hlut- verk sem falla mjög að viðfangsefni Náttúruverndaráætlunarinnar. Engu að síður hafa þessar mikil- vægu rannsóknarstofnanir á lands- byggðinni verið algjörlega snið- gengnar í Náttúruverndaráætlunum og er svo nú einnig í þeirri áætlun sem Alþingi hefur til meðferðar. Hvergi er stafkrók að finna varð- andi Náttúrustofurnar í tillögu að nýrri Náttúruverndaráætlun. Að þessu vék ég meðal annars sem oft- ar í umræðu um áætlunina þegar hún kom fyrir Alþingi 17. nóvember sl. Jákvæð viðbrögð ráðherra Skemmst er frá því að segja að umhverfisráðherra brást afar vel og jákvætt við og sagði: „Ég þakka sér- staklega hv. þm. Einari K. Guðfinns- syni fyrir þessa ádrepu um Náttúru- stofurnar og mikilvægi þeirra því að ég sannarlega deili þeirri upplifun og þeirri skoðun að mikilvægi þeirra er gríðarlegt. Þetta eru ekki bara umsagnaraðilar heldur ekki síður mikilvægar burðarstoðir oft og ein- att í sveitarfélögunum.“ Enn fremur sagði ráðherrann í ræðu sinni: „Ég mun ekki gera neitt annað, en styðja og standa með þingmanninum í því að Náttúrustof- urnar hafi meiri hlut- verk og ef það er verk- efni sem umhverfisnefnd getur tekið að sér í umfjöllun og meðförum varðandi náttúruverndaráætlun sé ég ekkert því til fyr- irstöðu, þ.e. að sam- starfið við náttúrustofurnar sé aukið og styrkt að því er varðar fram- kvæmdina á Náttúruverndaráætlun og að það sérstaklega nefnt í þings- ályktuninni þegar hún verður af- greidd út úr þinginu finnst mér bara eðlilegt og jákvætt.“ Frekleg árás Þetta er eins skýrt og það getur verið. Ráðherrann er mér sammála um að auka hlutverk og vægi Nátt- úrustofanna í Náttúruverndaráætl- uninni. Því hefði mátt ætla að meiri- hluti nefndarinnar tæki tillit til þessara eindregnu sjónarmiða ráð- herrans. En það fór ekki svo. Meiri- hluti umhverfisnefndarinnar sem er skipaður þingmönnum úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði og Samfylkingunni virðir þessi sjón- armið að vettugi; fótumtreður vilja ráðherrans og víkur hvergi að þess- ari stefnumótun ráðherrans. Nátt- úrustofurnar eru grónar og góðar vísindastofnanir á landsbyggðinni. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt á því sviði sem þær starfa. Þær eru líka einn af hornsteinum þeirrar uppbyggingar á vísinda og rann- sóknarsviði, sem hefur átt sér stað utan höfuðborgarsvæðisins. Það hefur hins reynst nauðsynlegt að berjast mjög fyrir tilveru þeirra. Einn liður í því að treysta forsendur þeirra, væri að ætla þeim meira hlutverk í Náttúruverndaráætl- unum, enda falla þær algjörlega að því lögformlega hlutverki sem stof- unum er ætlað. Þess vegna vekur furður sú afstaða meirihluta um- hverfisnefndar, að sniðganga þessar mikilvægu vísindastofnanir á lands- byggðinni þegar kemur að því að móta verklag við Náttúruverndar- áætlanir. Alþingi þarf að brjóta þetta á bak aftur Því verður að óreyndu ekki trúað að meirihluti nefndarinnar hafi ekki skoðað þá umræðu sem fram fór þegar tillaga til nýrrar Náttúru- verndaráætlunar var rædd á Alþingi 17. nóvember sl. Það hreinlega get- ur ekki verið annað en að meirihlut- anum hafi verið kunnugt um sjónar- mið umhverfisráðherra. Þeim mun furðulegra er að ekki sé vikið einu orði að þessum þætti málsins í nefndaráliti meirihlutans. Þetta er ekki hægt að skoða öðruvísi en sem freklega árás meirihluta umhverfis- nefndar Alþingis á ráðherrann og einbeittan vilja til þess að sniðganga stefnu sem ráðherrann setti fram um aukið vægi Náttúrustofanna og sem vitnað var hér til að framan. Þess vegna er full ástæða til að bregðast við og í framhaldinu láta á það reyna á Alþingi hvort ekki sé meirihluti fyrir stefnu okkar Svan- dísar Svavarsdóttur umhverfis- ráðherra, þannig að brjóta megi á bak aftur ofríki nefndarmeirihlut- ans. Eftir Einar K. Guðfinnsson »Náttúrustofurnar eru grónar og góðar vísindastofnanir á landsbyggðinni. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt á því sviði sem þær starfa. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Til varnar umhverfisráðherra LAGT er til í til- lögum meirihluta fjár- laganefndar Alþingis að framlög til stjórn- málaflokkanna verði 10% lægri á næsta ári en þau voru á þessu ári. Framlögin lækka 2010 í 334,3 mkr. Það er vonum seinna að forystumenn stjórn- málaflokkanna á Al- þingi urðu sammála um að snerta framlögin til flokk- anna. Á fyrstu dögum minnihluta- stjórnarinnar lagði ég til í sér- stöku frumvarpi á Alþingi, að fjárveitingar til flokkanna yrðu lækkuð einmitt um 10% fyrir yf- irstandandi ár, 2009. Það var í beinu framhaldi af ný- settum fjárlögum fyrir 2009, þar sem Alþingi skar niður meðal annars eigin útgjöld um 10%. Af einhverjum ástæðum var þá ekki hróflað við framlögum til stjórn- málaflokkanna. Af einhverjum ástæðum fékkst frumvarpið ekki tekið fyrir á Alþingi. Það hvorki komst á dagskrá þingfunda né var tekið til umræðu, hvað þá af- greiðslu. Það er loksins nú lagt til að stjórnmálaflokkarnir taki á sig þennan niðurskurð, ári seinna. Betra er seint en aldrei. Svo er það spurningin hvenær flokkarnir taka á sig niðurskurðinn sem verður á útgjöldum ríkisins á árinu 2010. En þeir eru greinilega stikkfrí í eitt ár frá aðhaldi sem öðrum er ætlað að bera. Spyrja má hvort formenn stjórn- málaflokkanna telja sig áfram undanþegna niðurskurðinum og hafna yfir aðra alþingismenn. Fyrr á árinu var afnumin heimild sem landsbyggðaþingmenn höfðu nýlega fengið til þess að ráða aðstoðar- mann í þriðjungs- stöðu. En enn stend- ur heimild sem formenn stjórnmála- flokka, sem ekki eru ráðherra, fengu á sama tíma til þess að ráða aðstoðarmann í fullt starf. Eru að- stoðarmenn flokks- formanna mikilvægir en aðstoðarmenn alþingismanna óþarf- ir? Þegar eftirlaunalögum var breytt fyrir sex árum, svo sem frægt er, var kaup flokksfor- manna hækkað og er 150% af þingfararkaupi. Þessi kaup- hækkun stendur enn, þótt öllu öðru í breytingunum umdeildu hafi verið kollvarpað og meira til. Ekkert hefur sést til breytingar- tillagna um þessi tvö atriði í starfskjörum formanna stjórn- málaflokkanna sem sitja á Al- þingi og eru ekki ráðherrar. Lík- lega eru flokksformennirnir sammála um það á fundum sínum að hrófla ekki við þessum kjörum sínum. Eiga formennirnir að vera áfram stikkfrí ? Hvað segja Bjarni Benediktsson og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson? Vilja þeir vera á sérkjörum á Al- þingi? Stjórnmálaflokk- arnir og formenn- irnir stikkfrí Eftir Kristin H. Gunnarsson Kristinn H. Gunnarsson »Ekkert hefur sést til breytingartillagna um starfskjör formanna stjórnmálaflokkanna sem sitja á Alþingi en eru ekki ráðherrar. Höfundur er fv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.