Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 NOKKRAR gerðir björgunarhringja eru taldar geta verið varasamar að því er greint er frá á heimasíðu Sigl- ingastofnunar. Nefndar eru fjórar tegundir og segir að mjög líklegt sé að hringir af þessum tegundum hafi verið settir um borð í íslensk skip. Beinir Siglingastofnun því til sjó- manna og útgerða að athuga vel þá björgunarhringi sem eru um borð í þeirra skipum. „Fyrir skömmu setti Siglinga- stofnun á heimasíðu sína viðvörun til sjómanna og útgerða um gallaða björgunarhringi frá framleiðanda á Ítalíu af gerðinni Altura. Nú hefur borist viðvörun frá samgöngusviði framkvæmdastjórnar EB um að fleiri tegundir björgunarhringja geti verið varasamir. Þetta eru auk áðurtaldra hringja, hringir af gerðinni „EVAL, Livebuoy Code: 542“ líklega af grísk- um uppruna. Sami aðili vísar einnig í óstaðfesta viðvörun um aðra tegund björgunarhringja með sama vand- kvæði. Þeir eru af gerðinni „Perry- buoy Cosalt“ framleiddir í Bretlandi, ásamt einni tegund enn framleiddri eða dreift af fyrirtækinu UNITOR,“ segir á sigling.is Minni flothæfni Allir þessir hringir eru með ytri skel úr harðplasti en holrými þeirra er fyllt með frauði, sem skapar flot- hæfni þeirra. Í nokkrum tilfellum hef- ur vatn eða sjór komist að frauðinu sem þá rýrnar og flothæfni hringsins minnkar verulega. aij@mbl.is Varasamir björgunarhringir RAGNHILDUR Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs Reykjavík- urborgar, leggur áherslu á að ör- yggi barna í leik- skólum borg- arinnar sé ekki í hættu og vill leið- rétta sumt sem haft er eftir Krist- ínu Bjarnadóttur hjá Samtökum foreldrafélaga leikskóla í blaðinu í gær. Haft var eftir Kristínu að hagræð- ing í leikskólum bitnaði á fæði, hrein- læti, búnaði og öryggi barnanna. Ragnhildur Erla segir þetta ekki alls- kostar rétt. Leikskólarnir séu vel mannaðir. Ekki eigi að ráða í stöður sem losna á skrifstofunni en það eigi ekki við um leikskólana. Það sé held- ur ekki rétt að afleysingum fækki vegna þess að aðstoðar- leikskólastjórar verði deildarstjórar. Útboð á ræstingu spari 80 milljónir, eins og fram komi í fréttaskýring- unni, en bitni ekki á börnunum, eins og Kristín segi. Klósettpappír sé ekki skammtaður hjá leikskólum borg- arinnar. „Svo segir hún að sparnaður- inn hafi áhrif á menntun, heilsu og þroska barnanna,“ segir Ragnhildur Erla. „Þetta eru stór orð þegar verið er að hagræða um 1,85% inni í leik- skólunum sjálfum.“ steinthor@mbl.is Öryggi barna í leik- skólum ekki í hættu Sviðsstjóri segir leikskóla vel mannaða Að leik Sparnaður á ekki að bitna á börnunum. www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 38-56 MUNIÐ GJAFAKORTIN! J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 - www.selena.is • Undirföt • Náttföt • Sloppar Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is - Munið gjafakortin - Litir: svart og fjólublátt Kjólar Verð kr. 6.900 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is Jólagjöfina færðu hjá okkur Opið mán.-fös. kl. 11.00-18.00, lau 11.00-16.00 30-50% AFSLÁTTUR AF HAUST- OG VETRARLISTANUM Minnum á Friendtex bangsana á kr. 1.000 til styrktar Krabbameinsfélaginu. Neyðarkall frá Fjölskylduhjálp Íslands Hátt í 16000 einstaklingar eru nú án atvinnu auk þeirra þúsunda, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Stór hópur þessa fólks reiðir sig á að- stoð Fjölskylduhjálparinnar nú um hátíðirnar. Tökum höndum saman og leggjum okkar að mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. Tekið er á móti matföngum að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík þriðjudaga kl. 9-13, miðviku- daga kl. 9-18 og fimmtudaga kl. 9-13. Símar Fjölskylduhjálparinnar eru 551 3360 og 892 9603. Einnig er tekið á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar Íslands bnr. 101-26-66090, kt. 660903-2590. Netfang: fjolskylduhjalp@simnet.is VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, ætlar ekki að gefa kost á sér í næsta prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í maí n.k. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vilhjálmi. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 28 ár og var borgarstjóri á árunum 2006 til 2007, síðan formaður borgarráðs á fyrri hluta árs- ins 2008 en var kjörinn forseti borgarstjórnar í ágúst það ár. Ætlar ekki að gefa kost á sér LÖGREGLAN á höfuðborg- arsvæðinu leitar að leigubílstjóra vegna nauðgunar sem er til rann- sóknar hjá embættinu. Maðurinn er talinn um fertugt, 175 sm á hæð með dökkskollitað hár og um 10 kg yfir kjörþyngd. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tók umræddur maður konu á þrítugsaldri upp í leigu- bílinn, sem var jepplingur, á gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu um fjögurleytið að- faranótt sunnudagsins 29. nóv- ember. Maðurinn ók konunni að heimili hennar í Árbænum, þar sem hann fór með henni inn og hafði við hana samræði. Konan var verulega ölvuð og man atburði óljóst. Hún er um 160 sm á hæð með axlarsítt, svart hár og var klædd í svartan jakka og fjólubláan kjól. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. Leita leigubílstjóra vegna nauðgunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.