Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Jón Magnússon, hæstaréttar-lögmaður og fyrrverandi alþing- ismaður, segir frá því á vefsíðu sinni að Ögmundur Jónasson, al- þingismaður og fyrrverandi heil- brigðisráðherra, hafi í gærmorgun upplýst um það í viðtali á Rás 2 að skrifað hefði verið undir Icesave- samninginn í vor þó að vitað væri að ekki væri þingmeirihluti fyrir málinu.     Jón bendir rétti-lega á að þessi yfirlýsing Ög- mundar hafi komið á óvart og að sennilega sé einsdæmi í lýð- veldissögunni að skrifað hafi verið upp á milliríkja- samning sem vit- að hafi verið að ekki væri þing- meirihluti fyrir.     Ekki er að undra, fyrst ríkis-stjórnin lagði af stað í Icesave- leiðangurinn á þessum vafasömu forsendum, þótt þvælst hafi fyrir henni að koma málinu í gegnum þingið.     Þrátt fyrir allar þumalskrúfurnarsem hertar hafa verið að þing- mönnum stjórnarflokkanna er enn svo tæpt að meirihluti sé fyrir mál- inu að ríkisstjórnin á í mestu vand- ræðum með að senda það í at- kvæðagreiðslu í þinginu.     En þegar svona uppljóstrun ergerð er ekki síst áhugavert að velta því fyrir sér hvernig núver- andi ráðherrar og stjórnarþing- menn hefðu brugðist við ef þeir hefðu verið í stjórnarandstöðu þeg- ar ríkisstjórn samdi án umboðs um gríðarlegan skuldaklafa á þjóðina.     Hvað hefðu Steingrímur J. og Jó-hanna sagt um slíka fram- göngu? Ögmundur Jónasson Samið án umboðs SÁÁ boða til útifundar á Aust- urvelli í dag kl. 17 og skora á lands- menn að mæta og sýna þannig sam- stöðu sína með baráttu samtak- anna. Í tilkynningu segir að SÁÁ hafi náð góðum árangri en nú sé hann hins vegar í hættu nái skerð- ingartillögur fjárlagafrumvarpsins fram að ganga. Þá verði alvarlegt og óbætanlegt skarð höggvið í starf SÁÁ. Á útifundinum á Austurvelli munu Páll Óskar Hjálmtýsson og Bubbi Morthens syngja kjark og æðruleysi í fundarmenn. Kveikt verður á kertum sem þakklæt- isvotti fyrir þau líf sem starfsemi SÁÁ hefur bjargað og bætt. Útifundur SÁÁ MENNTAMÁLANEFND Alþingis leggur til að Edda Heiðrún Backman leikkona, bætist í hóp þeirra sem hljóta heiðurslaun listamanna. Sam- kvæmt tillögu nefndarinnar hljóta 29 listamenn þessi laun á næsta ári. Edda Heiðrún er jafnframt yngst þeirra listamanna, sem hljóta heiðurslaunin, en hún er 52 ára gömul. Nefndin leggur einnig til, að launin verði lækk- uð, úr 1,8 milljónum í 1,6 milljóna. Samkvæmt því verður heildarupphæðin 46,4 milljónir og lækkar um 4 milljónir króna frá yfirstandandi ári. Samkvæmt tillögu nefndarinnar skipa eftirtald- ir listamenn heiðurslaunaflokkinn: Atli Heimir Sveinsson, Ásgerður Búadóttir, Edda Heiðrún Backman, Erró, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guð- bergur Bergsson, Guðmunda Elíasdóttir, Gunnar Eyjólfs- son, Hannes Pétursson, Herdís Þorvaldsdóttir, Jóhann Hjálm- arsson, Jón Nordal, Jón Sigur- björnsson, Jón Þórarinsson, Jónas Ingimundarson, Jórunn Viðar, Kristbjörg Kjeld, Krist- ján Davíðsson, Magnús Páls- son, Matthías Johannessen, Megas, Róbert Arnfinnsson, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þor- björg Höskuldsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þrá- inn Bertelsson og Þuríður Pálsdóttir. Í þessum flokki eru skáld og rithöfundar fjöl- mennasti hópurinn eða 9 talsins. Næst koma tón- listarmenn og tónskáld, 8 að tölu, leikarar á listan- um er 6 talsins, myndlistarmenn eru 5 talsins og einn kvikmyndagerðarmaður. Heiðurslaun listamanna voru veitt samkvæmt lögum nr. 29/1967 fram til 1991 þegar þau lög voru felld úr gildi en ný lög um listamannalaun, nr. 35/ 1991, tóku við. Í hinum nýju lögum var ekkert ákvæði um heiðurslaunin og hefur Alþingi síðan samþykkt að veita þau frá ári til árs í tengslum við fjárlagaumræðu að hausti. sisi@mbl.is Edda Heiðrún í heiðurslaunaflokk Edda Heiðrún Backman Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 8 skýjað Lúxemborg -3 skýjað Algarve 13 heiðskírt Bolungarvík 6 alskýjað Brussel -1 léttskýjað Madríd 5 heiðskírt Akureyri 1 léttskýjað Dublin 5 skýjað Barcelona 10 súld Egilsstaðir -1 heiðskírt Glasgow 4 léttskýjað Mallorca 12 skýjað Kirkjubæjarkl. 7 alskýjað London 6 léttskýjað Róm 9 skúrir Nuuk 0 alskýjað París 0 skýjað Aþena 12 skýjað Þórshöfn 6 heiðskírt Amsterdam -2 skýjað Winnipeg -24 skýjað Ósló -2 snjókoma Hamborg 0 þoka Montreal -1 alskýjað Kaupmannahöfn 0 alskýjað Berlín 0 skýjað New York 6 heiðskírt Stokkhólmur -3 skýjað Vín -3 skýjað Chicago 3 súld Helsinki -15 heiðskírt Moskva -20 léttskýjað Orlando 20 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 15. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.34 3,9 11.50 0,8 17.50 3,5 23.56 0,8 11:17 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 1.15 0,5 7.33 2,1 13.57 0,4 19.42 1,8 12:03 14:54 SIGLUFJÖRÐUR 3.21 0,3 9.29 1,2 15.49 0,1 22.22 1,0 11:47 14:35 DJÚPIVOGUR 2.43 2,0 9.00 0,5 14.50 1,7 20.54 0,3 10:55 14:50 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti víða 2 til 7 stig, en um eða rétt undir frostmarki í innsveitum. Á fimmtudag Hæg vestlæg og síðar breytileg átt. Skýjað og úrkomulítið, en stöku skúrir eða él norðantil á landinu. Heldur kólnandi. Á föstudag Snýst í norðanátt með éljum NA-lands er líður á daginn, en bjartviðri S- og V-lands. Kóln- andi veður. Á laugardag og sunnudag Norðanátt með éljum N- og NA- lands, en bjartviðri að mestu S- og V-lands. Frost um allt land. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg átt, en annars svipað veður. Hiti 2 til 8 stig, en sums staðar vægt frost í inn- sveitum N- og A-lands. Miðvikudaginn 16. desember kl. 17.00 Opinn fundur velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins Velferðarnefnd Sjálfstæðisflokksins boðar til opins fundar miðvikudaginn 16. desember kl. 17.00 í Valhöll. Framsögu flytja þau Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga; Þorbjörn Jónsson, formaður Læknaráðs LSH og Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður. Fundarstjóri er Ásta Möller. Allir velkomnir ! Áhrif niðurskurðar á heilbrigðisþjónustuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.