Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 ✝ Sigdór ÓlafurSigmarsson fædd- ist 1. ágúst. 1927. Hann lést á Landspít- alanum, Landakoti 5. desember sl. For- eldrar hans voru Sig- fús Sigmar Sigurðsson vélstjóri og sjómaður, f. 25.4. 1904, d. 23.3. 1935 og Jóhanna Torf- hildur Þorleifsdóttir húsmóðir, f. 4.4. 1905, d. 17.3. 1979. Systkyni Sigdórs eru Sigþór Sigmarsson, f. 17.6. 1929, d. 25.7. 1954, Guðmundur Ingvar Sigmarsson vélstjóri, f. hannesson. Samtals átti Sigdór 12 barnabörn og 14 barnabarnabörn. Sigdór Ólafur fæddist á Nes- kaupsstað og ólst þar upp. Hann stundaði þar barnaskóla og flutti svo til Hafnafjarðar 1956 og svo til Reykjavíkur. Sigdór stundaði nám í Sjómannaskólanum í Reykjavík og útskifaðist þaðan árið 1951 með fiskimannapróf 2. Stig. Sigdór stundaði almenn sveitastörf, var við beitningu og í fiskivinnslu á unglis- árunum sínum. Hann fór tvítugur á togara og var til sjós í alls fimmtíu ár, sem háseti, stýrimaður og skip- stjóri á hinum ýmsum skipum. Hann vann í fimmtán ár á hafrann- sóknaskipum og gerði svo út sinn eigin bát síðustu starfsárin sín. Sigdór verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 15. desember, kl. 13. Jarðsett verður í Norðfjarð- arkirkjugarði miðvikudaginn 16. desember kl. 14. 17.11. 1930 og Sigrún Margrét Sigmars- dóttir sjúkraliði, f. 29.1. 1935. Árið 1955 kvæntist Sigdór Önnu Jónu Loftsdóttur, f. 22.8. 1930, d. 15.3. 1986 en þau skildu 1962. Börn Sigdórs og Önnu Jónu eru: Hafdís Sigdórs- dóttir, f. 14.6. 1952, d. 16.8. 2009, Jóhann Sigfús Sigdórsson , f. 19.4. 1956, Loftur Sig- dórsson, f. 14.3. 1957, og Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir, f. 28.1. 1960. Maki hennar er Jónas Jó- Elsku pabbi, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Nú ert þú búinn að fá þína hvíld og ró og ég veit að þú hefur það gott þar sem þú ert núna. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér þína seinustu dagana og stundirnar sem þú lifðir. Það var búið að vera erfitt að horfa upp á þig svona veikan, manninn sem vildi gera allt sjálfur, á sinn eigin hátt og vildi aldrei sýna neinn veikleika. Ég er sannfærð um að þú sért kominn í góðan og glaðan hóp, for- eldra þinna, bróður þíns og dóttur og að þú munt vaka yfir okkur systk- inunum, barnabörnunum og barna- barnabörnunum þínum. Guð geymi þig og varðveiti. Með söknuði kveð ég þig með þessu ljóði: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Þín dóttir, Hanna. Elsku afi, við trúum því varla bræðurnir að þú sért farinn. Afi, þú kvaddir svo snögglega þetta jarð- neska líf, en það sem situr eftir eru góðar minningar um þig. Við hefðum báðir bræðurnir óskað þess að við hefðum átt fleiri minningar og fleiri stundir með þér, elsku afi, en þær minningar og stundir sem við áttum með þér eru yndislegar, hláturinn og húmorinn var aldrei langt undan. En eitt erum við báðir vissir um, að nú ert þú kominn á betri stað. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. (Jóhannes 11:25-26) Nú verð ég að kveðja Fæ ekkert um það að velja Þú kvaddir mig með hlátri Það er ekki skrítið að ég gráti. Í hjarta mér þú verður Þaðan aldrei hverfur Ég minningu þína geymi En aldrei gleymi. Elsku hjartans afi minn Nú friðinn ég finn Þá kveð ég þig um sinn Og kyssi þína kinn. (Ágústa Kristín Jónsdóttir.) Elsku afi, við geymum minning- arnar um þig í hjartanu. Þín verður sárt saknað. Ólafur Kristján og Jóhann Kristinn (Óli og Kiddi). Sigdór Ólafur Sigmarsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ÓLI VALDIMARSSON kjötiðnaðarmeistari, sem lést föstudaginn 4. desember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 17. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ólína Lilja Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Haukur Jóhannsson, Þórunn Anna Haraldsdóttir, Örn Jóhannsson, Erla Margrét Haraldsdóttir, Gunnlaugur Þráinsson, afabörn og langafabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalang- afi, VIGFÚS SIGURÐSSON húsasmíðameistari, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 17. desember kl. 13.00. Inga Sigrún Vigfúsdóttir, Óli Rafn Sumarliðason, Guðfinna Vigfúsdóttir, Aðalsteinn Valdimarsson og afabörnin. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR, Miðvangi 118, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Viðistaðakirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Sigurbergur Sveinsson Hjördís Sigurbergsdóttir, Ingvar S. Jónsson, Rósa Sigurbergsdóttir, Jónatan Garðarsson, Sveinn Sigurbergsson, Björk Pétursdóttir, Gísli Sigurbergsson, Hafdís Sigursteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERIKU ÖNNU EINARSSON, Hraunvangi 1, Hafnarfirði. Ingvar G. Snæbjörnsson, Ingigerður Guðmundsdóttir, Einar F. Snæbjörnsson, Ólafía Agnarsdóttir, Fannlaug S. Snæbjörnsdóttir, Guðjón S. Snæbjörnsson, Soffía Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Sigríður Stefánsdóttir frá Hofi í Öræfum, lést á hjúkrunarheimili HSSA á Höfn fimmtudaginn 10. desember. Hún verður jarðsungin frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Gunnar Páll Bjarnason, Ingibjörg Ingimundardóttir, Sigurjón Arnar Bjarnason, Unnur Bjarnadóttir, Jón Sigurbergur Bjarnason, Áslaug Guðmundsdóttir, Stefán Bjarnason, Margrét Guðbrandsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ELÍSABET ÞÓRÐARDÓTTIR, áður Heiðargerði 1, Reykjavík, og Víðihóli, Mosfellsdal, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 3. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 13.00. Þórdís Árnadóttir, Ingvar Birgir Friðleifsson, Þórður Árnason, Vilborg Oddsdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Hildur Ingvarsdóttir, Árný Ingvarsdóttir, Elísabet Þórðardóttir. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, KRISTINN MÁR HAFSTEINSSON, Þverholti 19, Mosfellsbæ, áður til heimilis á Tjaldanesi, verður jarðsunginn frá Mosfellskirkju föstudaginn 18. desember kl 1300. Þeim sem vilja minnast hans er bent á samtökin Einstök börn Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, Ingvi Hrafn Jónsson, Ólöf Lára Hafsteinsdóttir, Ragnheiður Sara Heimisdóttir, Hafsteinn Orri Ingvason, Ingvi Örn Ingvason. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, PÉTUR H. ÓLAFSSON, Lindargötu 61, Reykjavík, sem lést laugardaginn 5. desember á líknardeild Landspítala, Landakoti, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 16. desember og hefst athöfnin kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Péturs er bent á Minningarsjóð Félags eldri borgara í Reykjavík og líknarstofnanir. Hrefna Pétursdóttir, Hugrún Pétursdóttir, Marteinn Elí Geirsson, Pétur K. Pétursson, Anna S. Einarsdóttir, Ólína Björk Pétursdóttir, afabörnin öll og systkini hins látna. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR SIGVARÐSDÓTTUR, Brekkuseli 12, Reykjavík, sem lést mánudaginn 7. desember. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2, Hjúkrunar- heimilinu Sólvangi, Hafnarfirði. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Smári G. Snædal, Sigþrúður Ingimundardóttir, Ásrún Snædal, Svavar Björnsson, Óttar G. Snædal, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.