Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 BRIMBORG og Íslensk NýOrka tóku í gær á móti tíu vetnisrafbílum af gerðinni Ford Focus FCV (Fuel Cell Vehicle), en bílarnir komu til landsins með Brúarfossi í liðinni viku. Fyrir eru á landinu tveir vetn- israfbílar og með komu þessara bíla verður stærsti vetnisraf- bílafloti Evrópu staðsettur á Ís- landi. Brimborg tók fyrsta visthæfa skrefið þegar umhverfisstefna fyr- irtækisins var mótuð árið 1996, en frá og með 2015 gera bílaframleið- endur ráð fyrir að nokkur hundruð þúsund vetnisrafbílar verði sett á markað 10 vetnisrafbílar bættust í íslenska flotann Morgunblaðið/Golli Stærsti vetnisrafbílafloti Evrópu Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UM 3.500 höfðu kosið í þjóðarkosn- ingu Eyjunnar um Icesave-málið um kl. 20 í gærkvöldi, en kosningin hófst í fyrradag. Mun fleiri karlar en kon- ur höfðu nýtt sér þennan möguleika. Kerfið sem notað er við kosning- una er þróað af Íslenskri erfðagrein- ingu (ÍE) og byggist m.a. á því að kjósendur nálgast aðgangskóða í gegnum heimabanka sinn, til að tryggja öryggi kosninganna. Könnun Hagstofunnar á notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti á árinu 2009 sýnir að 90% heim- ila landsins eru með nettengingu. Alls sögðust 78% eiga viðskipti um heimabanka, talsvert fleiri konur en karlar eða 82% kvenna á móti 75% karla. Taka verður með í reikninginn að í einhverjum tilvikum eru hjón saman með netbanka. Hákon Guð- bjartsson, framkvæmdastjóri upp- lýsingasviðs ÍE, áætlar að fjöldi heimabankareikninga fyrirtækja og einstaklinga í landinu sé á bilinu 250 til 300 þúsund. Því megi telja nokkuð öruggt að a.m.k. 150 þúsund manns séu með heimabankareikning. Taldir eru spennandi möguleikar á að þróa áfram kerfi af þessu tagi svo hægt verði að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslur og jafnvel lögbundnar kosningar um netið. Til að svo megi verða þarf að gera það aðgengilegt öllum kjósendum. Ef um lögbundnar netkosningar væri að ræða gæti fyrsta skrefið að mati Há- kons verið að gera það aðgengilegt á kjörstöðum til að byrja með. „Þá væri t.d. mjög auðvelt að nota fyrstu þjóðaratkvæðagreiðsluna til þess að úthluta lykilorðum. Aðgangsorð ein- staklinga væru síðan varðveitt og þá yrði mun minni fyrirhöfn við fram- kvæmd næstu kosningar.“ Fjölmörg álitaefni koma þó upp ef kosið er rafrænt t.d. á heimilum svo tryggja megi að kjósandinn sé ekki undir þrýstingi um hvernig hann ver atkvæði sínu. „Þetta fer eftir því hver tilgangur kosningarinnar er. Ef markmiðið er að taka púlsinn á þjóð- inni þá gefur þetta strax miklu betri upplýsingar en skoðanakannanir hafa gert hingað til,“ segir Hákon. Opnar nýja kosti netkosninga  78% segjast nota heimabanka og geta því fyrirhafnarlítið tekið þátt í netkosningunni um Icesave  Á fjórða þúsund manns hafði greitt atkvæði í gærkvöldi  Karlar í meirihluta í kjósendahópnum Morgunblaðið/Ómar Kosið Netkosningar bjóða upp á margvíslega möguleika. „MENNTUN gegnir þýðing- armiklu hlutverki við endurreisn Ís- lands. Ég vil því sjá enn nánari tengsl milli skól- ans og atvinnu- lífsins,“ segir dr. Ari Kristinn Jónsson nýr rekt- or Háskólans í Reykjavík. Svafa Grönfeldt sem gegnt hefur embætti rektors undanfarin þrjú ár er á förum og tekur Ari við af henni. Hann hefur síðustu ár verið forseti tölvunarfræðideildar HR. Hann lauk doktorsprófi frá Stanford-háskóla í Bandaríkjunum árið 1997 og starf- aði eftir það meðal annars hjá NASA, geimferðastofnun Banda- ríkjanna. „Síðustu ár hefur akademískur styrkur skólans eflst að mun; nem- endum fjölgað og við erum sífellt öfl- ugri í kennslu og rannsóknarstarfi. Þetta er eftirsóknarverð staða,“ seg- ir Ari Kristinn. Starfsemi HR flytur í 23 þúsund fermetra nýbyggingu við rætur Öskjuhlíðar um miðjan janúar. Ari segir það gjörbreyta starfsemi skól- ans. „Við förum í byggingu sem er hönnuð með það fyrir augum að starfað sé þvert á fræðasvið. Það skapar marga nýja möguleika,“ seg- ir Ari sem tekur við starfi rektors 23. janúar næstkomandi. sbs@mbl.is Háskólinn er í eftirsóknar- verðri stöðu Ari Kristinn Jónsson Þeim sem koma sér upp heima- banka hefur fjölgað ört á um- liðnum árum. Árið 2003 var fjöldi virkra netbanka hjá bönk- um og sparisjóðum 164.189. Fjórum árum síðar hafði þeim fjölgað í 317.044 skv. upplýs- ingum Samtaka fjármálafyrir- tækja. Nýjar upplýsingar um heildarumfangið liggja ekki fyr- ir. Þessar tölur ná yfir bæði heimabanka heimila og fyrir- tækja. 317 þús. netbankar Minnum á teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins fyrir 4. bekkinga Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.ms.is FRIÐJÓN Þórðarson, fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra, lést í gær á Landakotsspít- ala, 86 ára að aldri. Friðjón fæddist á Breiðabólstað á Fells- strönd í Dalasýslu 5. febrúar 1923. Foreldrar hans voru Þórður Krist- jánsson bóndi þar og Steinunn Þorgilsdóttir. Að loknu lögfræði- prófi starfaði Friðjón á lögmannsstofu, sem fulltrúi borgardómara og fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík. Hann var sýslumaður í Dalasýslu 1955-1965, sýslumaður í Snæfells- og Hnappadalssýslu 1965-1975 og síðar aftur sýslumaður Dalamanna 1991- 1993. Friðjón var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil. Fyrst fyrir Dalasýslu 1956-1959 og síðar fyrir Vesturlandskjör- dæmi 1967-1991. Hann var dóms- og kirkjumálaráðherra og samstarfsráðherra um norræn málefni 1980-1983. Hann gegndi fjölda annarra trúnaðar- starfa heima í héraði og á vegum Alþingis. Hann var í bankaráði Búnaðarbanka Ís- lands í 33 ár, formaður um tíma. Síðustu árin hefur hann unnið að ýmsum menningar- og söguverkefnum í sinni heimabyggð, meðal annars við upp- byggingu Eiríksstaða, Leifsbúðar og Sturlustofu. Kristín Sigurðardóttir, fyrri eigin- kona Friðjóns, lést 1989. Þau eign- uðust fimm börn. Eftirlifandi eigin- kona hans er Guðlaug Guðmunds- dóttir. Andlát Friðjón Þórðarson Friðjón Þórðarson GYLFI Arn- björnsson, forseti Alþýðusambands- ins, segir áfram- haldandi samstarf launþegasamtak- anna við stjórn- völd hafa verið sett í uppnám við aðstæður þar sem fyrirsjáanlegt sé að það muni einmitt reyna á slíkt samstarf á næstu árum á meðan Ís- lendingar glíma við afleiðingar fjár- málakreppunnar. Gylfi fjallar í fréttabréfi ASÍ um skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar og fagnar því að verið sé að taka upp þriggja þrepa tekjuskattskerfi. Það sé hins vegar með ólíkindum að odd- vitar ríkisstjórnarinnar skuli ekki hafa kynnt landsmönnum þau áform sín að afnema þau ákvæði tekju- skattslaganna að persónuafsláttur fylgi verðlagi og að ríkisstjórnin ætli sér að afnema verðtryggingu per- sónuafsláttar. Þá komi það fólki í opna skjöldu að ríkisstjórnin ætli einhliða að fella niður sérstaka um- samda 3.000 kr. lækkun persónuaf- sláttar 2011, án nokkurs samráðs. „Nú hefur komið í ljós, að ríkis- stjórnin hafði fyrir löngu ákveðið að taka ekkert tillit til afstöðu ASÍ, brjóta gegn ákvæðum gildandi kjarasamninga og svíkja þar með yf- irlýsingar fyrri ríkisstjórna,“ segir Gylfi. Með þessu sé lögð áhersla á að varasamt sé fyrir launafólk að treysta á aðkomu stjórnvalda við gerð kjarasamninga og áframhald- andi samstarf sé sett í uppnám. Samstarf við stjórn- völd í uppnámi Gylfi Arnbjörnsson MEIRIHLUTI HS orku hf. er í eigu erlendra fyrirtækja og einstaklinga eftir að hlutur Magma Energy fór í um 41% í gær. Geysir Green Energy á um 57% en eigendur GGE eru Nýi Landsbankinn og Íslands- bankinn, sem er í eigu erlendra kröfuhafa. Ný stjórn var kjörin í gær og á GGE þrjá fulltrúa í stjórn en Magma Energy tvo menn. Alexand- er Guðmundsson er stjórnar- formaður. Júlíus Jónsson, forstjóri HS orku, segir að breytt eignarhald skapi aukna möguleika á því að koma með eigið fé til framkvæmda því ekki sé endalaust hægt að fram- kvæma með lánsfé. „Við horfum brattir fram á við,“ segir hann en helsta verkefnið er að stækka Reykjanesvirkjun auk rannsókna. Útlendingar eiga meirihluta HS orku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.