Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ímyndarfræð-ingar haldaþví að for- ystumönnum stjórnmála og at- vinnulífs að þeir eigi að leitast við að segja góðar fréttir sem oftast. Boð- berar slakra tíðinda blettist sjálfir af slíkum boðskap. Óháð spuna og skoðana- sköpun er örugglega mik- ilvægt á erfiðum tímum að opna augu fólks fyrir nýjum tækifærum, vekja athygli á sólarglennum í svartnætti og að oft megi sjá heiðríkjubletti á þungskýjuðum himni ef vel er að gáð. Svo rétt sem þetta er verð- ur boðskapur um bjartari tíð að standast skoðun. Ella ger- ir hann illt verra. Bakslagið sem verður eftir bjartsýnis- hjalið blandast við vonbrigði og falskar væntingar og verð- ur meira en þurfti. Íslend- ingar eru fjarri því að vera komnir í gegnum verstu erf- iðleikana og stjórnvalds- aðgerðir eru einmitt um þessar mundir að magna þá upp. Þar gera þeir sem síst skyldu illt verra. Ef sá heimatilbúni viðbótarvandi væri ekki að hrjá okkur væri auðvelt að teikna upp fjölda tákna um að hinir efnahags- legu afturkippir gætu verið á hröðu undanhaldi hér á landi. Meginástæða þess er tvíþætt. Stjórnvöld fyrri ára höfðu búið í haginn með því að greiða mjög niður skuld- ir ríkisins og sett til hliðar fjár- muni, bæði inn í eigið lífeyriskerfi og önnur efnahagsleg svarthol sem lengi virtust óviðráðanleg, og myndu ella hafa aukið mjög á vanda þjóðarinnar í erfiðu ár- ferði. Hinn þátturinn er að við búum enn við sjálfstæðan gjaldmiðil sem endurspeglar íslenskan veruleika og ís- lenskar þarfir. Lettar, Eist- ar, Grikkir og Írar gætu sagt okkur af sínum raunum, þar sem gjaldmiðillinn sem þeir búa við eða eru bundnir við endurspeglar þróun í Þýska- landi og Frakklandi en ekki þrúgandi erfiðleika fram- antaldra þjóða. Spánn gæti einnig sagt frá því að þar er atvinnuleysi ungs fólks nú komið í 40 prósent og horfur ekki góðar. Evran á drýgstan hlut í þeirri stöðu. Ef Íslend- ingar bera gæfu til að nota sér hagfelld skilyrði sem fel- ast í sjálfstæðri mynt á upp- byggingartímum, láta ekki hengja á sig ólögmætar hel- klyfjar og spyrna á móti til- raunum stjórnvalda til að eyðileggja skattkerfið og kyrkja atvinnulífið væri hægt að fylla þá af sannri bjartsýni og sönnum baráttuanda. Hvort tveggja vantar sárlega um þessar mundir. Skapa þarf rétt skilyrði bjartsýni og baráttuhugar. } Hvar er baráttuandinn? Menn finnafyrir þungri undiröldu vegna tilburða stjórn- valda til að hengja skuldbind- ingar sem heima eiga í Bretlandi og Hollandi án lagaforsendna á íslensku þjóðina. Viðskiptablaðið birti fyrir fáeinum dögum athygl- isverða skoðanakönnun, sem sýnir að hvorki meira né minna en 70 prósent þjóð- arinnar vilja að forseti synji ríkisábyrgðarlögum berist þau inn á hans borð. Hópur áhugafólks um réttláta máls- meðferð Icesave hefur staðið fyrir undirskriftasöfnun af sama tilefni. Hefur furðu lít- ið farið fyrir kynningu á henni en samt eru undir- skriftirnar að nálgast fjöru- tíu þúsund. Er það sennilega mesti fjöldi sem sent hefur slíka beiðni til forseta nokkru sinni í sögu þjóð- arinnar. Þessi þjóðarhreyf- ing sem þannig beinist öll í eina átt hefur bersýni- lega skotið ein- hverjum skelk í bringu og gert aðra órólega. Og viðbrögðin eru ótrúleg. Að- standendur undirskriftasöfn- unarinnar hafa skýrt frá ítrekuðum tilburðum til að skaða hana og skemma. Og þar eru ekki neinir venjuleg- ir pörupiltar á ferð ef marka má frásagnirnar. Þau tölvu- lén sem einkum eru notuð til skemmdarverka reyndust að sögn vera á Fréttablaðinu, RÚV og í Stjórnarráðinu! Menntamálaráðherra lýsti á þingi í gær áhyggjum sínum af málinu. Það þarf engan að undra. En það dugar ekki til. Ráðherrann hlýtur að óska eftir opinberri lögreglurann- sókn á málinu, að minnsta kosti í tilviki tveggja af þremur grunuðum spell- virkjum. Sú beiðni má ekki dragast. Hvað eiga RÚV, Fréttablaðið og Stjórnarráðið sameiginlegt?} Tafarlaus rannsókn fari fram S teinar Bragi sagði fyrir nokkru í Kiljunni að sig langaði til að skrifa um blóm í haga og grænar grund- ir en svo kæmi bara eitthvað allt annað. Í bókinni Konur eftir rit- höfundinn er slíkur óhugnaður að miðað við orð hans um að eitthvað allt annað komi en hann langar til að skrifa er ekki hægt annað en velta fyrir sér hvað brýst um í huga manns sem skrifar slíkan texta. Vissulega er þetta skáldsaga og kannski á sagan að vera ein stór myndhverfing og í raun eitthvað allt annað sagt en skrifað stendur. Hins vegar ef textinn kemur ósjálfrátt án þess að hugsun liggi að baki er ekki hægt að skilja það á annan veg en hjarta mannsins stjórni skrifunum. Þeir sem skrifa frá eigin brjósti leggja um leið tilfinningar sínar í dóm þjóðarinnar. Nægir að benda á að landinn hefur getað fylgst með ástum og vansæld Bubba Morthens í gegnum textasmíð hans, t.d. á plötunni Kona sem kom út fyrir löngu. Helber tilviljun að téð bók og téð plata bera svo svipað nafn. Löngu síðar söng Bubbi Það er gott að elska og þar er ljóst að hann er hamingju- samur. Í enn öðru lagi má ljóst vera að hann hefur gert eitthvað á hlut sinnar heittelskuðu: Fyrirgefðu mér. Fyrir margt löngu söng Bubbi frekar ádeilu á lýð og land. Lagið Síðasta blómið með Utangarðsmönnum er gott dæmi um slíkt. Alvöru reggítaktur grípur hlustand- ann og textinn er tímalaus og á jafn vel við í dag og á þeim tíma sem lagið kom út. Auðvelt er að finna textann ef gúgglað er Síðasta blómið. Ef textar Bubba og lagasmíðar eru skoðaðar í gegnum langan tíma má sjá hvernig hann hefur þróast sem listamað- ur og tilfinningavera. Stefán Hilmarsson söngvari hefur líka, ef að líkum lætur, sungið og samið um eigið líf. Hver man ekki eftir lagi hans Líf, sem samið var eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn, ef ég man rétt. Núna hljómar lag á útvarpsstöðvunum, og nýtur vinsælda, þar sem hann þakkar fyrir sameig- inlega göngu í gegnum tíðina. Tilfinningaþrung- inn texti sem auðveldlega má lesa ýmislegt út úr um flytjandann og förunauta hans. Þeir sem skrifa um sjálfan sig, eða frá sjálfum sér, opinbera um leið eigið sjálf. Þeir sem það geta hljóta að vera sterkir á andlega svellinu og tilbúnir að taka því að þjóðin dæmi þá út frá sjálfri sér. Um leið eru þeir kannski enn viðkvæmari fyrir orðum en þeir höfundar sem skálda eitthvað um þriðja að- ila. Þeir sem gagnrýna ættu þess vegna að vara sig á því að orð særa og sögð orð verða ekki aftur tekin. Vert er að taka það fram að ofangreindir listamenn eru teknir sem dæmi af tilviljun einni og engin sérstök hugsun liggur þar að baki. Ég get ekki annað en tekið ofan fyrir listamönnum eins og Steinari Braga, Bubba Morthens og Stebba Hilmars, sem geta opinberað sig á þennan hátt. Burt séð frá því hvort mér líkar verk þeirra eða ekki. Sá sem getur stigið fram og sagt svona er ég og þetta er hugsun mín er hug- rakkur maður. sia@mbl.is Sigrún Ásmundar Pistill Sjálfið opinberað STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Selfyssingar ekki lengur í alfaraleið? FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is M eð þessari fram- kvæmd, sem enn er óvissa um hvenær eða hvort verður ráðist í á næstu misserum, er ætlun Vegagerðarinnar að auka umferðaröryggi og afkasta- getu Suðurlandsvegar frá Hvera- gerði og austur fyrir Selfoss. Alls er um nærri 14 kílómetra kafla að ræða, einn fjölfarnasta þjóðveg landsins þar sem fara hátt í 7.500 bílar um á sólarhring að jafnaði. Þjóðvegurinn verður færður norð- ur fyrir Selfoss, ný brú byggð yfir Ölfusá, akstursstefnur aðskildar og akreinum fjölgað. Í frummatsskýrslu er fjallað um tvær akstursleiðir í hvora átt, svokallaðan 2+2 veg, hlið- arvegi, mislæg gatnamót á fjórum stöðum, tvær leiðir yfir Ölfusá og tvær brúargerðir á hvorum stað. Veglína 1 er inni á aðalskipulagi Árborgar og á að liggja yfir miðja Efri-Laugardælaeyju í Ölfusá með tveimur brúm og koma að landi Laugardæla austan árinnar, þar sem nú er rekinn Golfklúbbur Selfoss. Vegagerðin leggur til veglínu 2, þ.e. að sveigja veginn upp með ánni og þvera hana með einni brú neðan Grímskletts og yfir á austurbakkann við Ferjuhól, hið gamla ferjustæði Laugardælaferju. Sú veglína myndi kljúfa útivistarsvæðið við Hellisskóg, sem og golfvöllinn og fyrirhugaða íbúabyggð Flóahrepps við Svarfhól austan Ölfusár. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir er áætlaður um 11,4 millj- arðar króna, miðað við 2+2 veg alla leið og fjögurra akreina Ölfusárbrú, en með áfangaskiptu verki telur Vegagerðin kostnaðinn vera 9,2 millj- arða króna. Með því að fara veglínu 2, með einni brú, er kostnaðurinn 400- 700 milljónum kr. lægri, allt eftir því hvaða brúargerð verður fyrir valinu; bogabrú eða svonefnd stagbrú. Vegagerðin telur framkvæmdina hafa jákvæð áhrif á samfélagið, um- ferðaröryggi verði betra og sam- göngur greiðari um Suðurlandsveg. Óveruleg áhrif eru sögð verða á jarð- myndanir, svæði á náttúruminjaskrá, vatnafar og vatnalíf. Neikvæð áhrif eru helst á gróður og ásýnd og þá með báðum veglínum. Meiri áhrif verða þó af veglínu 2 á fornleifar og útivistarsvæði í Hellisskógi. Drög að tillögu um matsáætlun voru kynnt í upphafi ársins og að fengnum nokkrum athugasemdum féllst Skipulagsstofnun á matsáætl- unina í mars sl. Að sögn Árna Braga- sonar hjá verkfræðistofunni Eflu, sem annaðist gerð frummatsskýrsl- unnar, er helsta breytingin frá til- lögudrögum sú að ekki er lengur gert ráð fyrir svonefndum 2+1 vegi þar sem hann þótti ekki hagkvæmur. Gamla brúarstæðið frá 1891 Gangi þessi áform um breytta legu Suðurlandsvegar eftir er ljóst að inn- an fárra ára verða Selfyssingar ekki lengur í þeirri alfaraleið sem þeir hafa verið í frá því að bærinn tók að myndast. Suðurlandsvegur hefur leg- ið um Selfoss frá því að Ölfusá var brúuð árið 1891. Núverandi brú var tekin í notkun í árslok 1945. Skiptar skoðanir eru um það meðal Selfyssinga að færa þjóðleiðina út fyrir bæinn. Hætt er við að straumur ferðamanna minnki eitthvað en á móti flyst úr bænum umferð vöru- flutningabíla og annarra þungaflutn- inga, sem hefur verið að aukast á seinni árum. Sömuleiðis heyrist gagnrýni í garð Vegagerðarinnar fyr- ir að leggja til aðra veglínu en þá sem hefur verið inni á skipulagi viðkom- andi sveitarfélaga, þ.e. Árborgar og Flóahrepps. Samsett mynd/Efla verkfræðistofa Breyting Horft til austurs yfir Selfoss, þar sem nýjum veglínum hefur verið bætt við ásamt tveimur brúarstæðum yfir Ölfusá sem eru til skoðunar. Vegagerðin hefur sent frum- matsskýrslu um tvöföldun Suð- urlandsvegar frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Tvær veg- línur eru enn til skoðunar framhjá Selfossi, auk nýrra brúa. „Leiðin liggur í gegnum hjartað á okkur, ef svo má segja,“ segir Bárður Guðmundarson, formaður Golfklúbbs Selfoss, GOS, um fyr- irhugaðar vegaframkvæmdir. Hvort sem ákveðið verður að fara veglínu 1 eða 2 mun nýr Suð- urlandsvegur kljúfa golfvöllinn að Svarfhóli, sem hefur verið þar frá árinu 1986 og gengið nýlega í gegnum breytingar á nokkrum brautum. Áhrifin eru enn meiri með veglínu 2. Einnig myndi at- hafnasvæði vélhjólaklúbbsins fara forgörðum, sem og töluverð rösk- um verða á skógræktarsvæði í Hellisskógi. GOS er með bráðabirgðaleyfi fyrir vellinum á þessum stað og Bárður segir klúbbinn hafa verið að huga að nýju framtíðarskipu- lagi, sem næst íbúabyggðinni á Selfossi. „Aðalatriðið er að vita hvar brúin verður, þessi hringl- andaháttur er ekki viðunandi. Við viljum sjá skipulag til lengri tíma þannig að völlurinn verði áfram meðfram byggðinni, þetta fer vel saman eins og reynslan hefur sýnt með Korpúlfsstaðavöllinn,“ segir Bárður. „GEGNUM HJARTAГ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.