Morgunblaðið - 15.12.2009, Síða 40

Morgunblaðið - 15.12.2009, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 aldrei náð að slá almennilega í gegn varð hún fyrirmynd banda á boð við Metallicu, Slayer og Anthrax sem síðar hafa orðið goðsagnakennd. Nú eru vinirnir í Anvil komnir á sex- tugsaldur en neita staðfastlega að láta deigan síga. Þeir fara í hroða- lega misheppnaða tónleikaferð um Evrópu og ráðast í metnaðarfulla og kostnaðarsama útgáfu á þrettándu plötu sinni í veikri von um að æsku- draumar um frægð og frama geti enn ræst. Myndin er einstaklega áhugaverð og grátbrosleg vegna þess að aðal- hetjurnar eru þrautseigari og skrautlegri en gengur og gerist. Lips og Robb hafa öll járn í eldi og hamra stöðugt á draumnum en veru- leiki þeirra er óbilgjarn eins og steðjinn sem hljómsveitinn kennir sig við. Félagarnir hafa orðið eftir í lífsgæðakapphlaupinu á meðan aðrir ættingjar hafa siglt inn í öryggi efri- miðstéttar. Þeir fóru ekki mennta- veginn og hafa alla tíð unnið lág- launastörf í dagvinnu en daðrað við draum sinn og spilað tónlist í frítíma. Nú eru þeir orðnir að gangandi tímaskekkjum þar sem hugarfar þeirra og útlit minnir enn á ung- rokkara níunda áratugar síðustu aldar. Inn í frásögnina er fléttað mynd- skeiði frá blómatíma hljómsveitar- innar sem sýnir Lips á tónleikum, Rokk-heimildarmyndin (e.rockumentary) Anvil!Saga Anvil sem Grænaljósið hefur tekið til sýn- inga ætti að geta skemmt þorra áhorfenda ærlega. Sagan segir af Robb og Lips sem strengdu þess heit á unglingsaldri að rokka saman um ókomna tíð. Hljómsveit þeirra lofaði upphaflega góðu og skipaði sér í fylkingarbrodd kanadísks þungarokks. Þrátt fyrir að hún hafi íklæddan beisli, renna (e. slide) gervilim eftir gítarhálsi og geifla munninn með afar leikrænum til- þrifum. Það kemur þó í ljós að undir þessu rokkaða útliti hljómsveitar- meðlima leynast mýkstu menn sem sögur fara af. Þeir eru tryggir fjöl- skyldufeður og ævarandi vinir sem skýla sér ekki bak við töffarastæla í daglega lífinu. Áhorfendur geta ekki annað en hrifist af einlægni þeirra og brosað að jafnri hrynjandi væm- inna ástarjátninga og argra blóts- yrða. Það má helst finna myndinni til foráttu að hún beinir ekki sjónum sínum að tökuferlinu né kvikmynda- forminu sem slíku. Áhorfendur eru saumaðir inn í framvinduna líkt og um frásagnarkvikmynd með ríkt af- þreyingargildi sé að ræða en ekki gagnrýna heimildarmynd sem nálg- ast viðfang sitt úr viðeigandi fjar- lægð. Hetjurnar eru lofsamaðar og sjónarhornið nánast alfarið bundið við þær en það auðveldar áhorf- endum að samsama sig við raunir þeirra og gerir áhorfið skemmti- legra, svo lestirnir fyrirgefast fljótt. Myndin hefur unnið til fjölda áhorf- endaverðlauna á erlendum kvik- myndahátíðum og hefur jafnvel ver- ið orðuð við Óskarsverðlaun í flokki heimildarmynda, svo óhætt er að mæla með henni fyrir alla áhorf- endahópa. Mjúkur kjarni í hörðum skráp Græna ljósið, Háskólabíó Anvil! Saga Anvil bbbbm Leikstjórn: Sascha Gervasi. Aðal- hlutverk: Steve „Lips“ Kudlow og Robb Reiner. Heimildarmynd. 90 mín. Banda- ríkin, 2008. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Saga Anvil minnir um margt á hina rómuðu stælingu á heimildarmyndarforminu (e. mockumentary), This is Spinal Tap, frá árinu 1984, sem leikstýrt var af alnafna trommuleikara An- vil, Robb Reiner. Myndin er ærsla- fenginn skáldskapur frá upphafi til enda er segir af hárprúðum brjál- sömum rokkurum og þeim van- sæmandi aðstæðum sem þeir rata í. Hún gerir stólpagrín að óhefluðu framferði, tættu útliti og tónlist- arlegu drambi harðkjarna rokk- banda um leið og hæðst er að til- hneigingu rokk-heimildarmynda til þess að oflofa gagnrýnislaust við- föng sín. Það er með ólíkindum hversu áþekkar myndirnar eru þó að hæðnin sé ekki jafnaugljóst keppikefli beggja og veruleikinn gefur skáldskapnum ekkert eftir. Anvil sem arftaki Spinal Tap Anvil Áhugaverð og grátbrosleg kvikmynd og aðalhetjurnar „þrautseigari og skrautlegri en gengur og gerist“. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA SCREAM OG I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER ÞÆR ÆTLA AÐ REYNA AÐ ÞAGA YFIR LEYNDARMÁLI DAUÐANS! SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI TVEIR VINIR TAKA AÐ SÉR 7 ÁRA TVÍBURA MEÐ ÁKAFLEGA FYNDNUM AFLEIÐINGUM OldDogs JOHN TRAVOLTA OG ROB- IN WILLIAMS FARA Á KOS- TUM Í ÞESSARI SPRENG- HLÆGILEGU MYND SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR / KRINGLUNNI OLD DOGS kl.6 -8-10 L DIGITAL SORORITY ROW kl.8 -10:20 16 NINJA ASSASSIN kl.10:40 16 THE TWILIGHT NEW MOON kl.5:30-8 12 A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl.5:503D ótextuð 7 3D-DIGITAL / ÁLFABAKKA OLDDOGS kl. 6-8D-10:10D L DIGITAL ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl.5:503D ótextuð 7 OLDDOGS kl. 8 - 10:10 LÚXUS ACHRISTMASCAROLm.ísl.tali kl.5:50 7 SORORITYROW kl. 8 -10:20 16 ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl.8 7 NINJAASSASSIN kl. 8 - 10:10 16 PANDORUM kl.5:50 16 THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5:30-8-10:30 12 LAW ABIDING CITIZEN kl.10:10 16 THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5:30 LÚXUS – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askriftPöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 föstudaginn 18. desember 2009. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2010. Heilsa og lífsstíll Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl mánudaginn 4. janúar 2010. Meðal efnis verður: Hreyfing og líkamsrækt. Hvað þarf að hafa í ræktina. Vinsælar æfingar. Heilsusamlegar uppskriftir. Andleg vellíðan. Bætt heilsa. Ráð næringarráðgjafa. Umfjöllun um fitness. Jurtir og heilsa. Hollir safar. Ný og spennandi námskeið á líkamsræktarstöðvum. Skaðsemi reykinga. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.