Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 MARGAR mik- ilvægar tillögur eru í nýju frumvarpi til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Sum- ar þeirra eru mjög að- kallandi en ljóst að á hverjum tíma þarf stöðugt að endurskoða lög og reglur sem í gildi eru um veiðar fiskiskipa við Ísland. Það verður aldrei fundin hin endanlega lausn í þeim efnum því aðstæður breytast stöð- ugt og kyrrstaða óhugsandi. Á sama hátt verður á hverjum tíma að gera kröfur um ákveðið réttlæti í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Að und- anförnu hefur borið á gagnrýni frá útgerðarmönnum, ekki síst þeim sem ráðið hafa mestu af aflamarki í skötusel og samtökum atvinnulífs- ins vegna tillagna um breytt fyr- irkomulags veiða. Ýmsir aðrir hafa þó stutt þetta eindregið. Hér þarf að hafa í huga að verið er að bregð- ast við miklum breytingum sem orðið hafa á útbreiðslu og aflamagni skötusels. Verulegar vistkerf- isbreytingar hafa átt sér stað í haf- inu kringum Ísland síðustu ár. Nýj- ar tegundir eru að hasla sér hér völl á meðan útbreiðsla sumra hefur gefið eftir. Aflamark í skötusel tvöfaldaðist frá 2001 þegar það var ákveðið 1.350 tonn og úthlutað í fyrsta sinn fram til 2008/2009, þegar afla- markið var ákveðið 2.700 tonn. Þar sem aflamarkinu var í upp- hafi úthlutað á veiði við suðurströnd lands- ins, hafa skipin á því svæði og útgerðir þeirra fengið ráðstöf- unarrétt á stærstum hluta af skötuselsafla- markinu. Það þætti ekki slæmt hjá útgerð- um almennt, ef úthlutað aflamark þeirra í tonnum hefði aukist um 100% í öðrum tegundum á sl. 7-8 árum. Útgerðir skipa frá Hornafirði í austri og Þorlákshöfn í vestri hafa nú um 60% af skötuselsaflamarkinu. Benda má á að úthlutun fisk- veiðiárið 2009/2010 til núverandi aflahlutdeildarhafa er í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar- innar. 5 bátar af Snæfellsnesi greiddu 281 mkr. í leigu á fimm árum Samkvæmt aflaupplýsingum Fiskistofu var landað 1.011 tonnum af skötusel á vestanverðu landinu fiskveiðiárið 2006/2007 en 927 tonn- um á Suðurlandi sama fiskveiðiár. Tveimur árum síðar, fiskveiðiárið 2008/2009, var landað á Suðurlandi 582 tonnum en á Vesturlandi 1.889 tonnum. Á fiskveiðiárinu 2008/2009 var 70% aflans, fyrir utan það sem flutt var óvigtað út, landað á Vesturlandi en 30% aflans landað á Suðurlandi. Fyrir aldamót var nán- ast allur aflinn sunnanlands. Breyt- ingin á útbreiðslu skötusels er því ótrúleg. Útgerðir Vestanlands hafa þurft að leigja til sín skötuselsafla- mark til þess að geta mætt vaxandi heildarafla skötusels á þeirra mið- um. Sem dæmi má nefna að 5 bátar frá Snæfellsnesi af minni gerðinni öfluðu á fimm fiskveiðiárum 2004/ 2005 til 2008/2009, samtals um 1.900 tonn af skötusel fyrir 656 milljónir króna en greiddu í leiguverð fyrir óveiddan skötusel 281 milljónir króna. Ellefu kvótahæstu bátarnir leigja frá sér 83% Af 15 kvótahæstu útgerðum landsins í skötusel leigja 11 þeirra frá sér 83% af skötuselsheimildum sínum. Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytið boðaði strax í júlí sl. í fréttatilkynningu að það ætlaði að leggja til breytingar á úthlutun veiðiheimilda í skötusel. Það væri skynsamlegt og réttlátt að bregðast við og setja viðbótarafla í breyttan farveg. Þegar nýjar tegundir sækja inn á okkar hafsvæði og ný svæði kringum landið á að sjá til þess að frelsi til veiða verði aukið með nýju aðgengi þeirra sem nýtt geta til þess að gera sem mest verðmæti úr sjávaraflanum. Tekjurnar af leigu skötusels koma sér afar vel í verk- efni í rannsóknum og til byggða- mála. Tekið er í frumvarpinu tillit til landnáms skötusels á nýjum svæðum við landið og fleiri útgerð- um, ekki síst í þeim landshlutum auðveldað að nýta skötuselinn með arðbærum hætti gegn hóflegu gjaldi. Sú nálgun er nærtækari og réttlátari en að viðhalda því leigu- kerfi óbreyttu sem nokkrir útgerðarmenn hafa mikinn arð af án mikillar fyrirhafnar. Skýrt er tekið fram að þessir útgerðamenn eru eingöngu að nýta sér þá mögu- leika á löglegan hátt sem núverandi fiskveiðistjórnarkerfi býður upp á. Lokaorð Það verður fróðlegt að fylgjast með því hversu hröð útbreiðsla skötusels verður um Íslandsmið næstu árin ef hlýsjórinn heldur áfram að streyma af auknum krafti umhverfis landið. Þeirri spurningu er síðan ósvarað hvort þessi „fríð- leiksfiskur“ er afkastamikill afræn- ingi á aðrar kvótasettar fiskteg- undir og hvert veiðiálagið á þá að vera. Eitt er víst að það sem etið er af einum verður ekki etið aftur í sama lífsformi. Nýtt frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveða felur í sér ráðstafanir í samræmi við stefnu- yfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar um brýnar aðgerðir vegna stjórn- unar fiskveiða. Ákvæðið um skötu- selinn er tímabundið og einstakt að því leyti að það tekur á nær for- dæmislausum breytingum á út- breiðslu nýrrar tegundar, sem eru tilkomnar vegna loftslagsbreytinga. Stofnar skötusels standa afar vel og nýliðun hefur verið góð mörg und- anfarin ár, svo góð að sú réttmæta spurning vaknar, hvort ekki sé rétt að stýra sókn í aukninguna með öðrum aðferðum. Í þessu sambandi tiltek ég, að verði frumvarpið að lögum, mun væntanleg aflaaukning, sem alls ekki liggur fyrir hver yrði, metin af varfærni þannig að tryggt sé að ekki hljótist óbætanlegur skaði af. Ég mun að sjálfsögðu leita álits sérfræðinga m.a. umsagnar Hafrannsóknastofnunar og ætla henni að meta sjálfstætt áhættuna af slíkri aukningu. Á sama hátt verða settar reglur um þessar veið- ar sem tryggja góða umgengni við auðlindina. Furðuhegðun skötusels Eftir Jón Bjarnason » Stofnar skötusels standa afar vel og nýliðun hefur verið góð mörg undanfarin ár, svo góð að sú réttmæta spurning vaknar, hvort ekki sé rétt að stýra sókn í aukninguna með öðrum aðferðum. Jón Bjarnason Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra FRIÐRIK Pálsson hótelhaldari á Hótel Rangá skrifar furðu- lega grein sem birt var á miðopnu Morgunblaðsins 12. desember sl. Ef ég man rétt er hér um að ræða mjög reynd- an athafnamann sem áður fyrr stýrði stærstu útflutningsfyrir- tækjum landsins. Hann virðist hafa tekið lán í evrum sem tvöfald- aðist við hrunið. Nú vill hann að bankinn beri helminginn af hækk- uninni af því að „Þú (bankastarfs- maðurinn) bentir mér á að það væri lítið vit í að taka ekki erlent endurlán, eins og vextirnir væru á íslenskum lánum“. Athafnamað- urinn telur ekki rétt að hann beri fulla ábyrgð á rangri ákvörðun sinni og kennir um sölumann- inum sem plataði inn á hann lélegri vöru og vill að bankinn beri a.m.k. hálfa hækk- unina. Nú var það öll- um ljóst sem vita vildu að gengi evr- unnar var allt of lágt skráð fyrir hrun og aðeins spurning um tíma hvenær gengið hækkaði. Um það vitnaði best stöðugur og sívaxandi gríðarlegur vöru- skiptahalli samfellt í fjögur ár fyr- ir hrun, langt umfram það sem nokkurn tíma hafði sést og gat augljóslega ekki með neinu móti haldið lengi áfram. Þetta átti hinn reyndi athafnamaður í milliríkja- viðskiptum að vita miklu frekar en ungi óreyndi bankamaðurinn. Var hann virkilega búinn að gleyma öllum gengisfellingunum í gamla daga (þær komu reyndar útflutn- ingsfyrirtæki hans til góða á þeim árum). Ef athafnamaðurinn hefði nú tekið kúlulán í evrum í desem- ber 2001 þegar gengi evrunnar var 98 kr og átt að borga það upp í nóvember 2005 þegar gengið var 72 kr. Hefði hann þá tekið vel í eftirá „sjálfsagða“ tillögu banka- mannsins um að að skipta hagn- aðinum með bankanum og greiða lánið á gengi sem væri mitt á milli eða um 18% meira en honum bar samkvæmt lánasamningnum? At- hafnarmaðurinn talar um að bank- inn hafi boðið upp á endurlán er- lendra lána. Hvernig í ósköpunum ætti bankinn að geta gengistryggt slík lán, nema þá með óhóflegu vaxtaálagi og þá væri gulrótin af erlenda láninu horfin. Það eru líka aðrir fletir á þessu máli. Gjarnan er eingöngu horft á í hvaða upp- hæð erlendu lánin standa núna rétt eftir gengishrun. Væntanlega eru lánin til margra ára eða ára- tuga. Ef gengið réttir sig af aftur og lagast um t.d. 40% meðan lánið er enn að mestu ógreitt er staðan orðinn mun betri. Ef athafnamað- urinn fær „leiðréttingu“ núna ætl- ar hann þá að borga hana til baka til bankans þegar gengið lagast aftur? Það gleymist líka að ef tek- ið er lán til t.d. 25 ára eins og gjarnan er gert í langtíma fjárfest- ingu er árleg greiðslubyrði um helmingi lægra af evruláni með 3% vöxtum en af láni í íslenskum krónum með 10% vöxtum ef um jafngreiðslulán er að ræða. Ef evr- an tvöfaldast strax eftir lántöku og helst þannig öll 25 árin er greiðslubyrðin því sú sama og af láni í íslenskum krónum, eða um 11% af upphaflegu fjárhæðinni á ári í báðum tilfellum, ef verðbólg- an er sú sama í báðum gjaldmiðl- unum. Lántaki með evrulán er því hugsanlega ekkert verr staddur en ef hann hefði tekið íslenskt lán. Það hefði hann hins vegar senni- lega aldrei gert með 10% (raun) vöxtum. Væntanlega er bankinn farinn á hausinn, þannig að ekki var hann að græða svona rosalega á þessum evru lánum. Ósk at- hafnamannsins snýr því að þrota- búinu, og þar sem ríkið hefur tryggt innistæður sparifjáreigenda og þarf að endurreisa bankana gæti krafa hans lent á ríkinu og þar með skattgreiðendum. Hvers vegna voru vextir á íslensku lán- unum svona háir á þessum árum? Það skyldi þó ekki hafa verið vegna þess að ríkisvaldið og Seðla- bankinn með sínum stýrivaxta- ákvörðunum hafi viljað (reyndar af veikum mætti) hvetja íslenska at- hafnamenn til að fresta fram- kvæmdum sínum um nokkur ár á meðan hin mikla þensla vegna ál- versframkvæmda gengi yfir. Bank- arnir fundu leið framhjá þessum tilmælum stjórnvalda meðal ann- ars með því að endurlána í er- lendri mynt. Athafnamaðurinn og margir aðrir gerðu bönkunum þetta mögulegt með því að taka þessi lán þrátt fyrir að ljóst hafi verið að spilaborgin myndi hrynja. Það var aðeins spurning um tíma- setningu og hversu hátt fallið yrði. Það yrði því kaldhæðnislegt ef at- hafnamaðurinn fengi skaðabætur frá almenning vegna hruns sem hann er að hluta til ábyrgur fyrir að valda sjálfur með því að ganga gegn tilmælum stjórnvalda. Það voru ekki bara bankarnir einir sem lögðu grunn að hruninu, ein- hverjir urðu að dansa með þeim í Hrunadansinum. Þegar jafnvel elstu og reyndustu athafnamenn landsins ætlast til að aðrir taki fjárhagslega ábyrgð af röngum ákvörðunum þeirra sjálfra er ekki að undra þó stór hluti almennings sem offjárfesti í húsnæði eða bíla- lánum finnist það sjálfsagt að þeir sem áfram bjuggu í hóflegu hús- næði og óku áfram á gömlum ódýrum bílum borgi að stórum hluta „óvænta“ hækkun á eyðslu- lánum þeirra. Þeir í bönkunum og athafna- maðurinn sem tók ranga ákvörðun Eftir Þorberg Stein Leifsson »Hvernig geta jafnvel elstu og reyndustu athafnamenn landsins ætlast til að aðrir taki ábyrgð á afleiðingum af rangri ákvörðun þeirra. Þorbergur Steinn Leifsson Höfundur er verkfræðingur Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.