Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009  Gríndávaldurinn Sailesh er á leiðinni í fjórða sinn til Íslands og heldur sýningu á Broadway 19. mars 2010. Sýningin er síbreytileg og byggir á þátttöku og við- brögðum áhorfenda. Miðaverð er 2.500 kr. og miða- sala hófst í gær á Miði.is og öllum sölustöðum Miða.is. Sailesh æstur í að dáleiða Íslendinga Fólk Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „ÞAÐ er aðfangadagskvöld og amma er drukk- in,“ segir í byrjun lagsins Aðfangadagskvöld frá hljómsveitinni Teinum. Í hljómsveitinni eru bræðurnir Jón Hallur og Hermann Stefánssynir en Jón Hallur semur textana og lögin. Þeir klár- uðu plötuna Svarthvít jól tveimur dögum fyrir jól í fyrra og var ákveðið að birta hana í heild sinni á netinu. „Þetta eru öðruvísi jólalög en gengur og gerist því þó þetta sé engin andjóla- plata er hugmyndin á bak við plötuna að taka all- an tilfinningaskalann, ekki þetta jólaglys sem venjulega tengist jólalögum. Þarna eru lög um jólaþunglyndi, jóladrykkju, jólafælni og jóla- trega sem er stór hluti af jólaupplifun margra. Þetta er flókinn tilfinningalegur pakki og ég var aðeins að reyna að rekja nokkra þræði úr þeim tilfinningahnút sem jólin eru.“ Verður fáanleg á geisladiski Bræðurnir stóðu ekki einir að gerð plötunnar. Í lið með þeim bættust bræðurnir Árni og Þór- arinn Kristjánssynir en þeir fjórir voru saman í hljómsveitinni Lestir frá Reykjavík. Þá bættust við Guðlaug D. Gunnarsdóttir og Einar Sigurðs- son. Plötuna er hægt að nálgast á slóðinni this.is/teinar en Jón Hallur ætlar að gefa Svart- hvít jól út á geisladiski á næstu dögum fyrir þá sem vilja eiga hana á því formi. Platan verður þó enn fáanleg gjaldfrjálst á fyrrgreindri síðu. Lög um jólaþunglyndi og jólatrega Morgunblaðið/Kristinn Bræður Jón Hallur og Hermann mynda Teina.  Kosning um besta íslenska kvik- myndaplakat áratugarins fór fram á vefsíðunni Icelandcinem- anow.com á dögunum. Það var plakat heimildarmyndarinnar From Oakland to Iceland: A Hip Hop Homecoming sem bar sigur úr bítum. Myndin er eftir Ragnhildi Magnúsdóttur og segir af för bróð- ur hennar, Illuga Magnússonar, til Íslands en Illugi er uppalinn í Bandaríkjunum og er vinsæll plötu- snúður þar í landi. Plakatið var hannað af Þórdísi Claessen. Á því má sjá Illuga standa í íslensku landslagi með plötuspilara í ann- arri hendinni en þorsk í hinni. Í öðru sæti í kosningunni var plakat myndarinnar Mr. Bjarn- fredarson sem verður frumsýnd um jólin. Plakat Engla Alheimsins var þriðja, Nóa albínóa fjórða og Sól- skinsdrengsins fimmta. Kosið um besta kvikmyndaplakatið  Verslunin Nexus verður með sérstaka forsýningu á stór- ævintýramyndinni Avatar í leik- stjórn James Cameron á morgun, miðvikudaginn 16. desember, kl. 20 í Smárabíó. Myndin er sýnd í staf- rænni þrívídd og án hlés. Miðasala er hafin í Nexus, Hverfisgötu, og það er selt í númeruð sæti, sem kaupendur velja sjálfir. Þetta er fyrsta sýning myndarinnar á Ís- landi, tveim dögum fyrir heims- frumsýningu. Í tilkynningu segir að þessi for- sýning á Avatar sé sú Nexusforsýn- ing sem mest hefur verið beðið eftir síðan Lord of the Rings. Þetta er líka fyrsta leikna mynd Cameron í 12 ár, síðan hann sigraði kvik- myndaheiminn með Titanic. Nexusforsýning á ævintýrinu Avatar Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is TÓNLISTARKONAN Margrét Kristín Sigurðardóttir, öðru nafni Fabúla, sendi frá sér sína fjórðu sólóplötu á dögunum. Platan nefn- ist In your skin og segir Margrét lögin á plötunni einkennast af tregablandinni leikgleði eins og á fyrri plötum hennar. „Þegar fólk biður mig um að lýsa tónlistinni minni hefur tregablandin leikgleði komist næst því,“ segir Margrét og bætir við: „Annars er fyrsta lag plötunnar ásamt titillag- inu ágætir fulltrúar fyrir innihald plötunnar. Fyrsta lagið, „Monster“, fjallar um það hverju við fáum breytt og hverju ekki í þessari tilveru og við hvað við fáum ráðið; náttúruöflin eru voldug og sumt er ekki á okkar valdsviði en þónokkuð margt er í okkar höndum. Þau eru ófá skrímslin sem við þurfum að glíma við í þessari til- veru s.s. eigingirni, græðgi og af- skiptaleysi. Það síðastnefnda er ekkert síður hættulegt en önnur fyrirferðarmeiri, þó það sé svona látlaust, nánast ósýnilegt. Það veð- ur uppi í okkar vestræna heimi á meðan við nýtum okkur auðlindir annarra þjóða til að auka á eigin velsæld, og það veður uppi í mínu lífi þegar ég kaupi einhvern óþarfa í stað þess að setja aurana í söfn- unarbauk.“ Textarnir skipta miklu máli „Í titillaginu, „In Your Skin“, er húðin fulltrúi skynfæranna. Þar segir: Is your life perfect the frog asked the ducks. They answered quite frankly, well, no, sometimes it sucks. Froskurinn og endurnar velta svo fyrir sér hvers virði lífið sé og komast að því að svarið sé að hluta til að finna í húðinni – skynfær- unum,“ segir Margrét. „Textarnir skipta mig miklu máli, þeir koma oft á undan tónlist- inni og leiða lögin í rauninni. Yrkisefnin eru margvísleg en þau snúast oftast um þessa tilveru, sem er undur létt og óbærileg í senn. Stundum nota ég sögur og reyni að nota sjónarhorn sem eru ekki þau augljósustu, en ég fjalla um upplifanir og tilfinningar sem eru okkur öllum sameiginlegar. Það skiptir mig mjög miklu máli á tónleikum þegar ég finn að áhorf- endur eru að finna sig í textunum og við erum að tala saman.“ Tileinkuð foreldrunum Lögin á plötunni eru öll eftir Margréti sem og textarnir, fyrir utan einn sem er eftir hina þýsku Friederike Hesselmann. „Lögin eru á ensku fyrir utan þau tvö síðustu sem eru á íslensku og tileinkuð foreldrum mínum. Pabbi og mamma áttu gullbrúð- kaupsafmæli í fyrra og þá samdi ég lög við ljóð sem ég hafði samið til þeirra. Þegar ég var að gera þessa plötu fann ég fljótt að þessi lög yrðu með og platan yrði tileinkuð þeim,“ segir Margrét en í plötu- umslaginu má sjá gamlar myndir af foreldrum hennar. Skipuleggur tónleikaferð Fyrsta sólóplata Margrétar bar nafnið Cut My Strings og kom út árið 1996, næst kom Krossfar á il- inni árið 2002 og Dusk árið 2006, In Your Skin er fjórða sólóplatan og segir hún hana í góðu samhengi við hinar plöturnar þrjár. „Eins og ég sagði áðan má segja að tregablandin leikgleði einkenni allar mínar plötur, en þessi er svo- lítið poppaðri, glaðværari taktar á henni,“ segir Margrét og kveðst alltaf semja tónlistina út frá eigin lífi. „Ef ég er ekki að gefa neitt af sjálfri mér í tónlistina er kannski bara betur heima setið.“ Margrét fékk úrvalslið til að vinna plötuna með sér en Birkir Rafn Gíslason stjórnaði upptökum. Sjálf leikur Margrét á píanó og hljómborð á plötunni ásamt því að syngja. Hún hefur verið að fylgja plötunni eftir að undanförnu með tónleikum víða. Hún hélt tónleika- röð á Rósenberg áður en platan kom út og skipuleggur nú tónleika- ferðalög eftir áramót bæði innan- lands og utan. „Ég ætla að ferðast um Norður- löndin með vorinu, ég ákvað með þessa plötu að leita ekki langt yfir skammt og byrja þar,“ segir Mar- grét. Hún gefur plötuna út sjálf en Afkimi dreifir henni. „Ég ákvað að fara þessa leið núna því ég ætla að ferðast mikið með plötuna og vildi því eiga hana sjálf, það er einfald- ara.“ Tregablandin leikgleði  Margrét Kristín Sigurðardóttir, Fabúla, gefur út In your skin  Fjórða sólóplatan og aðeins poppaðri en hinar  Ætlar í tónleikaferð með vorinu Morgunblaðið/Kristinn Fabúla Textarnir skipta hana miklu máli og koma oft á undan lögunum. Margir landsmenn kannast við Margréti Kristínu Sigurðar- dóttur úr Söngvakeppni Sjón- varpsins en hún hefur tvisvar tekið þátt í Íslensku undan- keppninni fyrir Eurovision. Fyrst var það árið 2001 en þá lenti hún í þriðja sæti með lagið „Röddin þín“, sem hún samdi og flutti sjálf. Það ár vann lagið „Birta“ eftir Einar Bárðarson. Árið 2008 var hún einn af nokkrum lagahöfundum sem voru fengnir til að semja þrjú lög hver fyrir söngvakeppnina sem fór það árið fram í sjón- varpsþættinum Laugardags- lögin. Margrét komst með eitt lag í úrslit, „Don’t wake me up“ sem Ragnheiður Gröndal flutti. Það ár sigraði Eurobandið með „Fullkomið líf“ eftir Örlyg Smára. „Ég er ekki með í söngva- keppninni í ár, ætli því sé ekki lokið í bili, þetta var ágætis skammtur síðast,“ segir Mar- grét kímin spurð hvort hún verði með í ár. Ekki með í Söngva- keppninni í ár www.fabula.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.