Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 38
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Washingtoneyja „Aðalból“ stóð á ströndinni, á suðurhluta Washingtoneyjar, skammt austan við útivistarsvæðið Sand Dunes Park. Húsið var rifið á seinni hluta síðustu aldar en hafði þá staðið ónotað í mörg herrans ár. Þar kemur fram að viðarskilti hafi verið yfir dyrum hússins. Orðið „ATHABOLD“ hafi verið skorið þar út og sagt að það þýddi að allir væru velkomnir. Telur höfundur að þessar mót- tökur hljóti að hafa haft mikla þýðingu fyrir fólkið sem þangað kom og var í fyrsta skipti að tak- ast á við lífið í nýju landi.    Þetta skrítna orð, „athabold“,er vitaskuld framandi fyrir nútíma Íslendinga og einhvern veginn ómögulegt að tengja það þessari fallegu kveðju. Þegar höf- Hús sem byggt var á suður-strönd Washingtoneyjar íMichiganvatni í Banda- ríkjunum á landnámstíma Íslend- inga var gjarnan kallað „Íslenski kastalinn“. Venjulegt tveggja hæða timburhús og ekki líkt evr- ópskum kastala á nokkurn hátt. Gælunafnið hefur verið notað í gamni en náð að festast við húsið.    Oddur Magnússon kom ungurfrá Íslandi og settist að á Washingtoneyju. Þar myndaðist íslensk byggð í upphafi vest- urferðanna enda var eyjan áfangastaður Íslendinganna sem fyrstir fóru í stóru bylgjunni. Ekki hafði Oddur búið nema í eitt ár á eyjunni þegar hann byggði sér hús. Hið formlega nafn þess var annað en „Íslenski kastalinn“. Komið verður að því síðar.    Margir af íslensku frumbyggj-unum á Washingtoneyju stofnuðu sitt fyrsta heimili í kast- alanum og þar fæddust mörg af fyrstu börnunum í íslensku byggðinni. Húsið þjónaði jafn- framt sem óformlegt innflytjenda- hús því þar fengu oft inni nýir íbúar eyjarinnar, ekki síst Íslend- ingar sem komu að heiman. Það orð lá á að allir væru velkomnir í „Íslenska kastalann“.    Saga „Íslenska kastalans“ ersögð í riti sem skrifað var í tilefni af 100 ára kaupstað- arafmæli Washingtoneyjar, 1950. undur listapistils las frásögnina og fann engin líkindi í orðabókum fór hann að velta því fyrir sér hvort verið gæti að þetta væri ein birtingarmynd þeirra breytinga á íslenskum orðum sem þekktar eru meðal Íslendinga vestanhafs. Ekki leiddu þessar hugrenningar til neins, nema ímyndunar um að þetta kynni að vera örnefni frá tíma indíánanna sem byggðu eyj- una áður. Orðið kemur einu sinni upp þegar það er gúglað á netinu. Í vefbók um fiskveiðar á svæðinu er sagt frá umræddu húsi og sagt að „athabold“ sé gamalt íslenskt orð sem þýði „allir velkomnir“. Ekki höfðu íslenskir fræðimenn sem leitað var til neina skýringu á takteinum og ekki heldur menn sem kunnugir eru löndum okkar vestra. Einn fann orðið í ritgerð frá Green Bay þar sem áðurnefnd þýðing er gefin upp. Bæði þessi dæmi gætu verið smit úr fyrr- nefndri sögubók.    Skiltið góða er varðveitt áskjalasafni Washingtoneyjar. Maður sem vinnur fyrir safnið var svo vinsamlegur að senda ljós- mynd af því. Það leysti gátuna.    Fyrsti eigandi hússins, OddurMagnússon, fór frá Íslandi til Milwaukee í Bandaríkjunum 1873, þá 20 ára gamall. Árið eftir flutti hann til Washingtoneyjar. Hann kom frá Arnórsstöðum á Jök- uldal. Sama ár fór Pétur Gunn- laugsson frá Brú á Jökuldal út en settist strax að á eyjunni. Pétur byggði húsið fyrir Odd 1875. Þeir tengdust síðar fjölskylduböndum. Telja verður sennilegt að Oddur hafi haft í huga heimasveit sína og landnámsjörð Hrafnkels sem nefndur var Freysgoði, þegar hann gaf húsi sínu nafn. Á skilt- inu stendur nefnilega „ADAL- BOL“. Allir velkomnir á Aðalból AF MENNINGU Helgi Bjarnason Ljósm./Washington Island History Archives Aðalból Skiltið sem var við dyrnar á „Íslenska kastalanum“ er varð- veitt í Skjalasafni Washingtoneyjar ásamt málverki af húsinu. »Húsið þjónaði jafn-framt sem óformlegt innflytjendahús því þar fengu oft inni nýir íbúar eyjarinnar, ekki síst Ís- lendingar sem komu að heiman. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Spennumynd af bestu gerð þar sem Nicolas Cage fer á kostum í hlutverki spillta lögreglumannsins Terence McDonagh. SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM HHHH „Taugatrekkjandi og vægast sagt óþægileg” T.V. - Kvikmyndir.is SÝND HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI Meistarar svarta húmorsins, Coen-bræður er mættir aftur með frábært meistarverk. Í HÁSKÓLABÍÓI Snillingarnir Woody Allen og Larry David snúa saman bökum og útkoman er „feel- good” mynd ársins að mati gagnrýnenda. HHH „Frammistaða leikara er í heildina sannfærandi og einlæg... stendur fyllilega fyrir sínu“ -H.J., MBL SÝND Í BORGARBÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Bad Lieutenant kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára Julie and Julia kl. 5:20 - 8 - 10:35 LEYFÐ 2012 kl. 6 - 9:15 B.i.10 ára Paranormal Activity kl. 10:30 B.i.16 ára Love Happens kl. 5:30 - 8 LEYFÐ Anvil kl. 6 - 8 - 10 B.i.7 ára Whatever Works kl. 8 - 10:10 B.i.7 ára A Serious Man kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára Desember kl. 6 - 8 - 10 B.i.10 ára Capitalism: A Love Story kl. 8 B.i. 7 ára The Box kl. 10:15 B.i.16 ára 2012 kl. 8 B.i.10 ára Love Happens kl. 6 LEYFÐ 9 kl. 6 B.i.10 ára 600 kr. 600 kr. 600 kr. 700 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 6 00 kr. HHHH „Ein magnaðasta mynd ársins” S.V. - MBL HHHH Roger Ebert - Chicago Sun-Times Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó ATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Há

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.